Fleiri fréttir

Icelandtilboð hækkaði verð skuldabréfa Landsbankans

Verð á skuldabréfum gamla Landsbankans hefur hækkað í vikunni úr genginu 9 og upp í 11. Þetta þýðir að alþjóðamarkaðurinn telur að nú fáist 11% upp í kröfurnar í þrotabú bankans. Nær öruggt er að fréttin um milljarðs punda tilboð Malcolm Walker í Iceland lágvöruverslunarkeðjuna ráði hér ferðinni.

Könnun LÍÚ: Meirihluti vill svokallaða samningaleið

Meirihluti kjósenda eða 51,7% vill semja við núverandi handhafa fiskveiðiheimilda um veiðiheimildir gegn gjaldi eins og lagt er til í svokallaðri samningaleið. Þetta er niðurstaða könnunar sem fyrirtækið Markaðs- og miðlarannsóknir, MMR, vann fyrir LÍÚ dagana 5. -8. október sl.

Krónum skipt í skuldabréf í erlendum gjaldmiðlum

Í skoðun er að fjárfestar geti skipt krónueignum fyrir skuldabréf í erlendum gjaldmiðlum. Það yrði gert í útboðum og því framhjá mörkuðunum og ætti því að hafa lágmarksáhrif á markaðina.

Íslandsbanki kvartaði til FME vegna hótana slitastjórnar Glitnis

Slitastjórn Glitnis hótaði starfsmönnum Íslandsbanka uppsögn ef þeir yrðu ekki samvinnuþýðir við skýrslutöku í yfirheyrsluherbergi slitastjórnarinnar. Málið var rætt innan stjórnar Íslandsbanka og Fjármálaeftirlitinu tilkynnt um þetta þar sem um ólöglegt athæfi er að ræða.

Ívar greiði 12 milljónir í stjórnvaldssekt

Eignarhaldsfélagið Ívar ehf. mun greiða 12 milljónir króna í stjórnvaldssekt fyrir að brjóta gegn banni samkeppnislaga við því að samruni Ívars og Lýsis kom til framkvæmda áður en Samkeppniseftirlitið hafði heimilað hann.

365 miðlar töpuðu 344 milljónum í fyrra

Fjölmiðlafyrirtækið 365 miðlar ehf. tapaði 344 milljónum kr. á síðasta ári. Samkvæmt efnahagsreikningi nam eigið fé félagsins 773 milljónum kr. í árslok 2009 og eiginfjárhlutfall 9,3%. Þá nam handbært fé félagsins 235 milljónum kr.

Hefðu getað lækkað Icesave kröfur verulega

Íslensk stjórnvöld hefðu getað takmarkað kröfur vegna Icesave reikninga um tugi ef ekki hundruð milljarða, með frumvarpi til laga sem lá fullbúið í viðskiptaráðuneytinu, í ársbyrjun 2008. Ráðherra þorði hins vegar ekki að leggja frumvarpið fram vegna óróleika á mörkuðum.

Forbes telur vert að fylgjast með Rúnu Magnúsdóttur

Rúna Magnúsdóttir, eigandi Connected-Women.com og meðstofnandi BRANDit, komst á lista sem birtur var á heimasíðu viðskiptatímaritsins Forbes yfir tuttugu konur í alþjóðaviðskiptalífinu sem Forbes telur vert að fylgjast með.

Boðar endurkomu Íslands á alþjóðlegan skuldabréfamarkað

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að unnið sé að því að undirbúa komu Íslands á alþjóðlegan skuldabréfamarkað. Aðspurður um hvort ríkisstjórnin myndi gefa út skuldabréf á þessu markaði á næstunni svarar Steingrímur því að ...“við erum að undirbúa þetta skref.“

Skoða skaðabótamál vegna ástarbréfa seðlabankastjóra

Sú ákvörðun slitastjórnar Sparisjóðabankans (áður Icebank) að hafna kröfum Seðlabankans í búið vegur þungt í athugun sérstaks starfshóps á því hvort ríkið geti sótt skaðabætur til fyrrverandi seðlabankastjóra vegna fjárhagstjóns sem þeir ollu ríkinu.

Bankarnir verða að vera sammála um niðurfærslu skulda

Bankarnir munu væntanlega höfða skaðabótamál á hendur ríkinu fari svo að ríkisstjórnin beiti lagasetningu til að knýja á um almenna niðurfærslu skulda. Skaðabótakrafan gæti numið tugum milljarða króna.

Brynjar Níelsson vill rétta yfir Jóni Ásgeiri og félögum á Íslandi

Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Lögmannafélags Íslands, lagði fram yfirlýsingu fyrir dómi í New York í dag, þar sem það er rökstutt að málaferlin gegn Jóni Ágeiri Jóhannessyni, og sex öðrum einstaklingum, eigi að fara fram hér landi en ekki í Bandaríkjunum.

Gjaldeyrisforðinn minnkaði um 59 milljarða í september

Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 487,2 milljarða kr. í lok september og lækkaði um 59 milljarða kr. milli mánaða. Erlendur gjaldeyrir minnkaði um 58,3 milljarða kr. og aðrar eignir lækkuðu samtals um 761 milljónir kr. í mánuðinum.

Öllum hugmyndum tekið fagnandi

Verið er að skoða leiðir innan menntamálaráðuneytisins til þess að sporna við ólöglegu niðurhali á tónlist. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að aukin gjöld á nettengingar séu ein þeirra leiða sem verið sé að athuga.

1.400 vilja láta endurútreikna

Rúmlega 1.400 viðskiptavinir Íslandsbanka Fjármögnunar hafa farið fram á endurútreikning gengisbundinna lána eftir að bankinn opnaði fyrir það síðasta föstudag, að því er fram kemur í tilkynningu bankans. Alls verða rúmlega fimm þúsund lán endurreiknuð í fyrsta áfanga, en hann nær til lána þar sem sami greiðandi hefur verið frá útgáfu þess. Ofgreiðslur er hægt að láta ganga upp í eftirstöðvar láns, eða fá þær lagðar inn á reikning viðskiptavinarins.- óká

Gangi ekki að veðum

Harry Reid, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, biður bandarískar fjármálastofnanir um að ganga ekki að veðum fólks vegna íbúðalána. Brýnt sé að fólk fái að halda húsnæði sínu ekki síst í ljósi þess að Bank of America hefur ákveðið að ganga ekki að slíkum veðum meðan farið yfir ákveðin vandamál sem komið hafa upp í tengslum við lánin.

Skuldatryggingaálag Íslands helst nokkuð stöðugt

Skuldatryggingaálag á evruskuldir Ríkissjóðs Íslands er enn nokkuð stöðugt líkt og upp á síðkastið. Í lok dags í gær stóð álagið í 306 punktum (3,06%) samkvæmt gögnum úr Bloomberg-gagnaveitunni sem er á svipuðu róli og það hefur verið síðustu mánuði.

Kröfulýsingarfrestur framlengdur hjá VBS

Slitastjórn VBS fjárfestingarbanka hf. hefur ákveðið að framlengja kröfulýsingarfrestinn sem renna átti út þann 14. október 2010 um tæpan mánuð eða til föstudagsins 12. nóvember næstkomandi. Fjármálaeftirlitið skipaði VBS fjárfestingabanka bráðabirgðastjórn.

Nýr fjármálastjóri hjá HB Granda

Jónas Guðbjörnsson hefur tekið við starfi fjármálastjóra HB Granda. Jóhann Sigurjónsson, fjármálastjóri HB Granda, lætur nú af störfum að eigin ósk. Jóhann hefur verið fjármálastjóri félagsins frá október 2002 og hverfur nú til annarra verkefna.

Fleira en samspil gjaldmiðla skapar jarðveg fyrir kreppu

Horfa þarf til fleiri þátta en gengis gjaldmiðla til að tryggja að ekki verði til jarðvegur fyrir aðra fjármálakreppu á borð við þá sem reið yfir heiminn 2008 og 2009. Þetta kom fram í máli Zhou Xiaochuan, seðlabankastjóra Kína, sem var í heimsókn hér á landi í gær.

Rannsókn sérstaks sögð ónýt markleysa

Sérstakur saksóknari hafði ekki heimild samkvæmt lögum til að rannsaka málefni Byrs og því ber að vísa svokölluðu Exeter-máli frá dómi. Þetta er samhljóða niðurstaða verjenda sakborninganna þriggja í málinu.

Höft eru gróðrarstía lögbrota

Seðlabankinn mun á næstu mánuðum ráðfæra sig við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, aðra ráðgjafa og stjórnvöld um endurskoðun á áætlun um afnám gjaldeyrishafta, að sögn Arnórs Sighvatssonar aðstoðarseðlabankastjóra. Hann segir gjaldeyrishöft brengla efnahagslega hvata, leiða til þess að viðskiptatækifæri glatast og vera gróðrarstíu lögbrota.

Erlendur sjóður vill greiða 250 milljarða fyrir Iceland Foods

Erlendur fjárfestingasjóður vill bjóða 1,4 milljarða punda, jafnvirði 250 milljarða króna, í hlut Landsbankans í Iceland Foods, en þetta eru peningar sem eiga að fara upp í Icesave. Skilanefnd bankans hafnaði tilboði frá Malcolm Walker upp á milljarð punda.

Icelandair mun auka áætlunarflug sitt á næsta ári

Icelandair mun auka áætlunarflug sitt á næsta ári um 17%. Ferðum verður fjölgað til nokkurra helstu áfangastaða félagsins, svo sem New York, Boston, Parísar, Frankfurt, Amsterdam, Stokkhólms, Brussel, Seattle, Halifax, Manchester, Glasgow, Þrándheims, Bergen og Helsinki.

Handbók stjórnarmanna gefin út

KPMG á Íslandi hefur gefið út Handbók stjórnarmanna í samstarfi við Landssamtök lífeyrissjóða, Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráð Íslands. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að með útgáfu handbókar af þessu tagi sé á einum stað yfirlit yfir hlutverk, ábyrgð og skyldur stjórnarmanna. „Slík handbók mun nýtast stjórnarmönnum félaga í störfum sínum, veita þeim aukið öryggi og leiða til betri stjórnarhátta í íslensku atvinnulífi."

Gagnger endurskoðun á afnámi gjaldeyrishaftanna

Arnór Sighvatssonar aðstoðarbankastjóri Seðlabankans segir að bankinn muni á næstu mánuðum ráðfæra sig við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, aðra ráðgjafa og stjórnvöld um næstu skref í afnámi gjaldeyrishaftanna og taka áætlunina frá því í ágúst 2009 til gagngerrar endurskoðunar.

Staðfestir áhuga Malcolm Walkers á Iceland kaupum

Páll Benediktsson upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans hefur staðfest forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag um að Malcolm Walker stofnandi og forstjóri Iceland lágvöruverðskeðjunnar hefði sýnt áhuga á að kaupa félagið.

Eignir gamla Landsbankans lágt metnar

Í lok júní var áætlað verðmæti allra eigna gamla Landsbankans 1.177 milljarðar króna. Þar af var virði dótturfélaga bankans, sem Iceland Foods fellur undir, metið á 83 milljarða króna. Þetta þykir afar varfærið mat, ekki síst með tilliti til tilboðs Malcolms Walker.

BNT samstæðan skuldar 60 milljarða

BNT-samstæðan, sem á N1 hf. og fasteignafélagið Umtak, skuldar að minnsta kosti um 60 milljarða króna, samkvæmt síðustu birtu efnahagsreikningum félaganna.

Þýskt fyrirtæki var með lægsta tilboðið

Fjögur fyrirtæki frá Þýskalandi, Argentínu og Króatíu buðu í uppsetningu raf- og vélbúnaðar Búðarhálsvirkjunar. Tilboðin voru opnuð í fyrradag á skrifstofu Landsvirkjunar í Reykjavík.

Nefndarmenn voru sammála um stýrivaxtalækkunina

Allir fulltrúar í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands samþykktu tillögu seðlabankastjóra um 0,75 prósentustiga vaxtalækkun á fundi nefndarinnar fyrir síðasta vaxtaákvörðunardag.

Sjá næstu 50 fréttir