Fær enn hundruð milljóna fyrir að reka eignir Straums Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. október 2010 18:45 Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, fær enn hundruð milljóna króna umsýsluþóknun árlega fyrir að reka eignir Straums Burðaráss, sem í slitameðferð. Um er að ræða sjóðinn Novator One, en Straumur setti fyrst peninga í sjóðinn í maí 2005. Heimildir herma að Straumur hafi sett alls um 200 milljónir evra í sjóðinn, en það jafngildir þrjátíu og einum milljarði króna. Heimildarmenn fréttastofu sem gagnrýna þetta fyrirkomulag segja að um útvistun hafi verið að ræða. Straumur hafi þannig fært hluta af efnahagsreikningi sínum til Novators sem reiknaði sér tekjur af eignunum og gerir í raun enn. Þess má geta að á annað hundrað starfsmenn unnu hjá Straumi á þessum tíma, árunum fyrir hrun, en margir hverjir voru sérfræðingar í markaðsviðskiptum, umbreytingu fyrirtækja o.fl. Aldrei hefur verið upplýst hversu mikið hefur verið greitt út úr Novator One sjóðnum til Novators. Þá liggur ekki fyrir hversu mikið Straumur greiðir Novator mikið árlega í umsýsluþóknun. Fréttastofa óskaði í dag eftir upplýsingum um umsýsluþóknunina hjá Ragnhildi Sverrisdóttur, talsmanni Novators. Hún staðfesti að Novator fengi slíka þóknun, en vildi ekki gefa hana upp. Miðað við eignastöðu sjóðsins hljóp þóknunin á hundruðum milljóna króna árlega, og gerir í raun enn, en samkvæmt glærukynningu frá Novator sem fréttastofa hefur undir höndum var umsýslugjald 2 prósent, greitt út 1. febrúar ár hvert. Samkvæmt samkomulaginu átti Novator einnig að fá 20 prósent af hagnaðinum. „Það er rétt að Straumur er eini fjárfestirinn í Novator One. Straumur fjárfesti í Novator One í maí 2005, en á þeim tíma áttu Björgólfur Thor og Novator aðeins lítinn hlut í Straumi, áttu ekki fulltrúa í stjórn og komu ekki á neinn hátt að rekstri bankans," segir Ragnhildur. Hún segir að sú þóknun sem Novator fái fyrir að stýra eignunum tíðkist hjá öllum öðrum verðbréfa- og fjárfestingasjóðum heims. „Slík þóknun stendur undir rekstri, launum starfsfólksins sem eignunum stýrir og öðrum álíka kostnaði. Ef vel gengur getur eignastýring, sem önnur atvinnustarfssemi, skilað hagnaði," segir Ragnhildur. Óttar Pálsson, forstjóri Straums, sagðist í samtali við fréttastofu í dag ekki vilja gefa upp hvað Novator fengi greitt í umsýsluþóknun vegna Novator One. Aðspurður hvort kröfuhafar Straums hefðu gert athugasemdir við það að fyrrverandi hluthafi bankans fengi umsýsluþóknun fyrir að stýra eignum hans sagðist Óttar ekki vita til þess að neinn kröfuhafi Straums hafi gert athugasemdir við þetta fyrirkomulag. Óttar sagði hins vegar að Straumur væri bundinn af gerðum samningum, þessir samningar hafi verið gerðir og félagið væri bundið af þeim. Óttar sagði að ekkert óeðlilegt væri við viðskipti Straums við fyrrverandi eiganda sinn, Björgólf Thor Björgólfsson. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, fær enn hundruð milljóna króna umsýsluþóknun árlega fyrir að reka eignir Straums Burðaráss, sem í slitameðferð. Um er að ræða sjóðinn Novator One, en Straumur setti fyrst peninga í sjóðinn í maí 2005. Heimildir herma að Straumur hafi sett alls um 200 milljónir evra í sjóðinn, en það jafngildir þrjátíu og einum milljarði króna. Heimildarmenn fréttastofu sem gagnrýna þetta fyrirkomulag segja að um útvistun hafi verið að ræða. Straumur hafi þannig fært hluta af efnahagsreikningi sínum til Novators sem reiknaði sér tekjur af eignunum og gerir í raun enn. Þess má geta að á annað hundrað starfsmenn unnu hjá Straumi á þessum tíma, árunum fyrir hrun, en margir hverjir voru sérfræðingar í markaðsviðskiptum, umbreytingu fyrirtækja o.fl. Aldrei hefur verið upplýst hversu mikið hefur verið greitt út úr Novator One sjóðnum til Novators. Þá liggur ekki fyrir hversu mikið Straumur greiðir Novator mikið árlega í umsýsluþóknun. Fréttastofa óskaði í dag eftir upplýsingum um umsýsluþóknunina hjá Ragnhildi Sverrisdóttur, talsmanni Novators. Hún staðfesti að Novator fengi slíka þóknun, en vildi ekki gefa hana upp. Miðað við eignastöðu sjóðsins hljóp þóknunin á hundruðum milljóna króna árlega, og gerir í raun enn, en samkvæmt glærukynningu frá Novator sem fréttastofa hefur undir höndum var umsýslugjald 2 prósent, greitt út 1. febrúar ár hvert. Samkvæmt samkomulaginu átti Novator einnig að fá 20 prósent af hagnaðinum. „Það er rétt að Straumur er eini fjárfestirinn í Novator One. Straumur fjárfesti í Novator One í maí 2005, en á þeim tíma áttu Björgólfur Thor og Novator aðeins lítinn hlut í Straumi, áttu ekki fulltrúa í stjórn og komu ekki á neinn hátt að rekstri bankans," segir Ragnhildur. Hún segir að sú þóknun sem Novator fái fyrir að stýra eignunum tíðkist hjá öllum öðrum verðbréfa- og fjárfestingasjóðum heims. „Slík þóknun stendur undir rekstri, launum starfsfólksins sem eignunum stýrir og öðrum álíka kostnaði. Ef vel gengur getur eignastýring, sem önnur atvinnustarfssemi, skilað hagnaði," segir Ragnhildur. Óttar Pálsson, forstjóri Straums, sagðist í samtali við fréttastofu í dag ekki vilja gefa upp hvað Novator fengi greitt í umsýsluþóknun vegna Novator One. Aðspurður hvort kröfuhafar Straums hefðu gert athugasemdir við það að fyrrverandi hluthafi bankans fengi umsýsluþóknun fyrir að stýra eignum hans sagðist Óttar ekki vita til þess að neinn kröfuhafi Straums hafi gert athugasemdir við þetta fyrirkomulag. Óttar sagði hins vegar að Straumur væri bundinn af gerðum samningum, þessir samningar hafi verið gerðir og félagið væri bundið af þeim. Óttar sagði að ekkert óeðlilegt væri við viðskipti Straums við fyrrverandi eiganda sinn, Björgólf Thor Björgólfsson.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira