Viðskipti innlent

Framleiðslugeta eykst um 50%

Aukning Actavis eykur framleiðslugetu með nýjum tækjum.
Aukning Actavis eykur framleiðslugetu með nýjum tækjum.
Framleiðslugeta verksmiðju Actavis í Hafnarfirði mun aukast um fimmtíu prósent á næstunni.Nú er verið að setja upp ný tæki í stækkaðri verksmiðju og er verðmæti þeirra yfir 200 milljónir króna, að því er fram kemur í tilkynningu.

Tækjakaupin eru stærsta einstaka fjárfesting Actavis við stækkun verksmiðjunnar. Eftir stækkun verður afkastageta verksmiðjunnar um einn og hálfur milljarður taflna á ári.- þj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×