Fleiri fréttir

Arion banki vill endurreisa Sigurplast

Til að taka af vafa starfsmanna, viðskiptamanna og annarra hagsmunaaðila Sigurplasts vill Arion banki koma því á framfæri að hann hann hyggst óska eftir því við skiptastjóra að áframhaldandi rekstur félagsins verði tryggður.

Færri fóru út í leiðindaveður

2,6 milljónir gesta heimsóttu Tívolíið í Kaupmannahöfn í Danmörku í sumar. Þetta eru tvö hundruð þúsund færri gestir en komu þangað í fyrrasumar.

Peningarnir leita á fasteignamarkað

Gert er ráð fyrir að fasteignamarkaður standi í stað í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka. „Hann gæti þó tekið við sér fyrr en við gerðum ráð fyrir,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildarinnar. Þar segir hann gæta áhrifa þess hversu mikið magn peninga sé í umferð í bankakerfinu án þess að vænlegir fjárfestingarkostir séu í boði.

Viðskiptavinir reikni út kjötverðið sjálfir

„Verslunin á að sjá til þess að verðmerkja viðkomandi vöru með hillumiða með uppgefnu kílóverði. Þá þarf neytandinn að margfalda í huganum hvað varan kostar frammi á kassa," segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss. „Varðandi afslætti við kassa, þá munu þeir einnig hætta."

Einar Hannesson ráðinn sparisjóðsstjóri SpKef

Stjórn SpKef Sparisjóðs hefur ráðið Einar Hannesson sem sparisjóðsstjóra. Einar er með B.Sc. gráðu í iðnaðartæknifræði frá Tækniháskóla Íslands og MBA gráðu frá Háskóla Íslands með áherslu á fjármál og rekstrarstjórnun.

Eignir Kaupþings jukust um 119 milljarða

Verðmæti eigna Kaupþings banka jókst að raunvirði um 119 milljarða króna eða um 15% á fyrri helmingi ársins 2010 samkvæmt tilkynningu frá skilanefnd Kaupþings.

Mikil velta áfram á skuldabréfamarkaðinum

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 1,2% í dag í 24,4 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 2% í 13,8 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,8% í 10,1 milljarða kr. viðskiptum.

Gallup: Neytendur svartsýnni en fyrir mánuði síðan

Neytendur eru aðeins svartsýnni nú en fyrir mánuði síðan ef marka má Væntingavísitölu Gallup sem birt var nú í morgun. Þannig lækkaði vísitalan lítillega milli ágúst og september, eða úr 69,9 stigum í 67,7 stig, og er það í fyrsta sinn sem hún lækkar milli mánaða síðan í mars síðastliðnum.

Virðing hagnast um 48 milljónir á fyrri helmings ársins

Verðbréfafyrirtækið Virðing hf. skilaði rúmlega 48,1 milljón króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins. Á sama tímabili 2009 nam tap fyrirtækisins tæpri 21 milljón króna. Að teknu tilliti til skatta nemur hagnaður fyrirtækisins á fyrri helmingi ársins nú 39,2 milljónum króna samanborið við tæplega 18 milljóna króna tap á sama tímabili 2009.

Talsverður verðbólguþrýstingur er framundan

Talverður verðbólguþrýstingur er framundan á síðasta fjórðungi ársins. Hækkun á heimsmarkaðsverði á kornvörum og öðrum hrávörum sem mikilvægar eru í matvælaiðnaði munu koma til með að hafa áhrif á matvælaverð á næstunni.

Sérfræðingur: Langt þar til Ísland losnar undan skuldaokinu

Danski bankasérfræðingurinn Jörn Astrup Hansen segir að íslenska bankakerfið sé enn í öndunarvél og það muni líða langur tími þar til Íslendingar losna undan því skuldaoki sem bankakerfið skóp þeim fyrir hrunið haustið 2008.

Ársverðbólgan komin niður í 3,7%

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í september er 362,6 stig og er óbreytt frá fyrra mánuði. Þetta þýðir að ársverðbólgan minnkar niður í 3,7% en hún v ar 4,5% í síðasta mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 344,9 stig og er hún einnig óbreytt frá ágúst.

Selja danska starfsemi sína

Gengi hlutabréfa í færeyska bankanum Eik banka hrundi um rúm fimmtíu prósent á dönskum hlutabréfamarkaði klukkustund eftir upphaf viðskipta í gær þegar greint var frá fjárhagsvanda bankans í skugga afskrifta. Hér féllu þau um 35 prósent. Þá tóku bankastjórarnir Marner Jacobsen og Bjarni Olsen poka sína ásamt Frithleif Olsen stjórnarformanni.

Nýtt rislyf á íslenskan lyfjamarkað

Fjögur ný samheitalyf frá Actavis komu á markað á Íslandi í ágúst og september samkvæmt tilkynningu frá Actavis. Um er að ræða Topiramat sem gefið er við flogaveiki og mígreni, Mycophenolatmofetil sem notað er við líffæraígræðslur, augnlyfið Latanoprost Actavis og Sildenafil Actavis sem er samheitalyf frumlyfsins Viagra. Öll lyfin eru lyfseðilsskyld.

FME vill að fyrirtæki greiði í samræmi við dóm Hæstaréttar

Fjármálaeftirlitið beindi þeim tilmælum til lánastofnana á dögunum að meðferð fjármögnunarleigusamninga verði í samræmi við tilmæli sem Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn gáfu út 30. júní síðastliðinn, eftir að dómur Hæstaréttar í gengistryggingarmálinu var kveðinn upp.

Báðum tilboðum í Smáralind var hafnað

Það er niðurstaða stjórnar Fasteignafélags Íslands, eiganda Smáralindar, að hvorugt kauptilboðið sem barst í Smáralind sé viðunandi og hefur þeim því báðum verið hafnað.

Hagar samþykkja að greiða 270 milljónir vegna samkeppnisbrota

Hagar viðurkenna að hafa brotið samkeppnislög og fallast á að greiða 270 milljónir króna stjórnvaldssekt vegna brotanna. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að verslanir Bónuss, sem eru í eigu Haga, og átta kjötvinnslufyrirtæki hafi brotið gegn tíundu grein samkeppnislaga. Þetta gerðu fyrirtækin með gerð tvíhliða samninga og samstilltum aðgerðum í tengslum við smásöluverðlagningu á kjöti og unnum kjötvörum sem kjötvinnslurnar hafa verðmerkt fyrir Haga.

Ríkiskaup semja við Nýherja

Ríkiskaup hafa gert rammasamning við Nýherja sem felur í sér kaup á ýmis konar gagnageymslulausnum og rekstrarvöru fyrir ríkisfyrirtæki og sveitarfélög sem eru aðilar að rammasamningnum.

Seðlabankinn: Dráttarvextir niður í 13,25%

Grunnur dráttarvaxta lækkaði um 0,75% við síðustu stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands í liðinni viku og því lækka dráttarvextir úr 14,0% í 13,25% fyrir tímabilið 1. - 31. október 2010.

Lánveitingu í Búðarhálsvirkjun enn frestað

Stjórn Evrópska fjárfestingarbankans frestaði enn og aftur í síðustu viku að afgreiða lán til Landsvirkjunar sem ætlað var til að fjármagna framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun. Fyrr í sumar var komið á framfæri skilaboðum til íslenskra stjórnvalda um að lánveitingin væri háð lausn Icesave-deilunnar.

Starfskraft skortir til að svara fyrirspurn á Alþingi

Ögmundur Jónasson dómsmála- og mannréttindaráðherra segir í svari við fyrirspurn Þórs Saaris þingmanns Hreyfingarinnar á Alþingi um fjölda fullnustugerða að ekki sé til staðar starfskraftur til að svara fyrirspurninni.

IFS greining spáir 4% ársverðbólgu í september

Verðbólguspá IFS greiningar fyrir september hljóðar upp á hækkun vísitölu neysluverðs um 0,3%. Ef spáin gengur eftir, mun 12 mánaða verðbólga mælast 4,0% en hún mældist 4,5% í ágúst.

Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum

Guðmundur Stefán Björnsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri á fyrirtækjasviði Símans og Halldór Harðarson hefur verið ráðinn forstöðumaður á markaðsdeild Símans.

Fitch Ratings: Lánshæfi Íslands áfram á neikvæðum horfum

Matsfyrirtækið Fitch Ratings mun ekki breyta neikvæðum horfum á lánshæfiseinkunnum Ríkissjóðs Íslands fyrr en að Íslendingar hafa sýnt fram á meiri framfarir við endurreisn bankanna, slakað hefur verið á þeim gjaldeyrishöftum sem hér hafa verið á um tveggja ára skeið og, síðast en ekki síst, niðurstaða er komin í Icesave deiluna.

Greining spáir slökum hagvexti á Íslandi næstu árin

Í nýrri hagspá greiningar Arion banka fyrir tímabilið 2010 til 2013 kemur m.a. fram að langan tíma taki fyrir Íslendinga að vinna sig úr kreppunni. Vöxtur landsframleiðslunnar verður langt undir langtímahagvexti á næstu árum.

Bakkavararbróðir nær sátt í skuldamáli

Ágúst Guðmundsson annar aðaleigandi Bakkavarar hefur, ásamt eiginkonu sinni, náð sátt í skuldamáli upp á tæplega 7,5 milljónir evra eða tæplega 1,2 milljarða kr. Um var að ræða kröfu vegna kaupa á frönskum skíðaskála árið 2007.

Nýjar norrænar verðsveifluvarnir í kauphöllinni í dag

Nýjar norrænar verðsveifluvarnir verða innleiddar í Kauphöllinni á Íslandi í dag, í Eystrasaltsríkjunum og á öllum First North mörkuðunum og þann 30. september á aðalmörkuðum í Stokkhólmi, Helsinki og Kaupmannahöfn.

Tekur áratug að endurbyggja íslenska myntsvæðið

Fimm til tíu ár tekur að endurbyggja íslenska myntsvæðið að mati sérfræðinga greiningardeildar Arion banka. Sérfræðingar bankans kynntu „Efnahagshorfur að hausti“ á fundi á föstudag.

Icesave viðræður á viðkvæmu stigi

Fjármálaráðherra segir að viðræður um lausn Icesave deilunnar séu á viðkvæmu stigi. Enn séu bundnar vonir við að hægt sé að leiða málið til lykta með samkomulagi.

Afgangur af rekstri Reykjavíkurborgar

Um 3,7 milljarða afgangur var á rekstri A og B hluta borgarsjóðs á fyrstu sex mánuðum ársins, samkvæmt uppgjöri sem lagt var fram í borgarráði Reykjavíkurborgar á fimmtudag.

Europol rannsakar starfsemi Kaupþings

Europol hefur hafið rannsókn á starfsemi Kaupþings. Þá er rannsókn efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar á bankanum enn í gangi.

Sjá næstu 50 fréttir