Viðskipti innlent

Virðing hagnast um 48 milljónir á fyrri helmings ársins

Verðbréfafyrirtækið Virðing hf. skilaði rúmlega 48,1 milljón króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins. Á sama tímabili 2009 nam tap fyrirtækisins tæpri 21 milljón króna. Að teknu tilliti til skatta nemur hagnaður fyrirtækisins á fyrri helmingi ársins nú 39,2 milljónum króna samanborið við tæplega 18 milljóna króna tap á sama tímabili 2009.

Í tilkynningu segir að almennur rekstur Virðingar hefur gengið vel það sem af er árinu. Að sögn Friðjóns R. Sigurðssonar framkvæmdastjóra eru rekstrarhorfur fyrir seinni hluta ársins jákvæðar.

„Við erum búin að ná okkur uppúr því lægðardragi sem markaðurinn var í 2008 og 2009 og sjáum nú fram á hægt en stöðugt vaxandi gengi í starfseminni," segir Friðjón.

Heildareignir Virðingar hf. nema nú tæpum 419 milljónum króna og eigið fé um 385 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall er nú 31,17 prósent og hefur aukist um rúm sex prósent frá sama tímabili 2009.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×