Viðskipti innlent

Rafnar Lárusson ráðinn til Landsvirkjunar

Rafnar Lárusson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsvirkjunar.

Í tilkynningu segir að Rafnar hafi undanfarin þrjú ár gegnt starfi forstöðumanns fjárstýringar hjá Actavis Group hf. þar sem hann hefur borið ábyrgð á fjárstýringu samstæðunnar.

Hann starfaði sem forstöðumaður fjárstýringar hjá Bakkavör Group hf. á árunum 2004-2007. Rafnar var á árunum 1999-2004 sérfræðingur á fjármálasviði Haga hf., og Rio Tinto Alcan hf., auk þess sem hann var sérfræðingur á sviði markaðsviðskipta hjá Kaupþingi banka hf.

Rafnar hefur lokið MSc gráðu í fjármálum frá Boston College og BSc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Rafnar er kvæntur Þorbjörgu M. Einarsdóttur verkefnastjóra og eiga þau tvo syni.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×