Viðskipti innlent

Ríkiskaup semja við Nýherja

Ríkiskaup hafa gert rammasamning við Nýherja sem felur í sér kaup á ýmis konar gagnageymslulausnum og rekstrarvöru fyrir ríkisfyrirtæki og sveitarfélög sem eru aðilar að rammasamningnum.

Í tilkynningu segir að samningurinn gerir Ríkiskaupum meðal annars mögulegt að fá blek- og dufthylki, smávörur fyrir tölvubúnað, afritunarspólur og aðrar gagnageymslulausnir á sérkjörum.

"Það er ánægjulegt að Ríkiskaup hafi enn á ný valið Nýherja enda leggjum við okkur alla fram um gott samstarf, gæði og hagstætt verð til handa ríkisfyrirtækjum," segir Emil Einarsson framkvæmdastjóri Sölusviðs Nýherja.

Fyrsti rammasamningur um upplýsingatækni var gerður árið 2000 og hefur Nýherji verið með frá upphafi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×