Viðskipti innlent

Afgangur af rekstri Reykjavíkurborgar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Afgangur var af rekstri borgarsjóðs á fyrri helmingi ársins. Mynd/ GVA.
Afgangur var af rekstri borgarsjóðs á fyrri helmingi ársins. Mynd/ GVA.
Um 3,7 milljarða afgangur var á rekstri A og B hluta borgarsjóðs á fyrstu sex mánuðum ársins, samkvæmt uppgjöri sem lagt var fram í borgarráði Reykjavíkurborgar á fimmtudag.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og fyrrverandi borgarstjóri, segir í tilkynningu að niðurstaðan staðfesti þann árangur sem borgin hafi notið vegna ábyrgrar fjármálastjórnunar undanfarinna ára. Hún staðfestir einnig hversu farsæl ákvörðun það hafi verið að innleiða ný vinnubrögð á vettvangi borgarstjórnar í kjölfar hrunsins. Þar hafi aðgerðaráætlun, skýr forgangsröðun og virkt samráð verið í forgrunni.

„Það sem mestu skiptir er þó að þessi jákvæða niðurstaða staðfestir að þegar allir leggjast á eitt, stjórnmálamenn, stjórnendur og starfsmenn, er hægt að hagræða í opinberum rekstri og standa vörð um grunnþjónustu án þess að hækka álögur á almenning," segir Hanna Birna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×