Viðskipti innlent

ESB eykur hörkuna í makrílstríðinu við Ísland

Það er óásættanlegt að Ísland og Færeyjar auki kvóta sína á makríl án samninga við ESB. Þetta er niðurstaða fundar sjávarútvegsráðherra ESB sem haldinn var í dag.

Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að þessum skilaboðum verði komið á framfæri við íslensk og færeysk stjórnvöld. Haft er eftir Kris Peeters sem leiða mun komandi samningaviðræður ESB við löndin tvö um makrílveiðarnar að veiðar Íslendinga og Færeyinga setji fiskistofn í hættu sem sé mjög mikilvægur fyrir sjómenn innan ESB.

Skotar hafa verið áberandi í gagnrýni sinni á makrílveiðar Íslendinga og Færeyjinga og hefur Rcihard Lochhead sjávarútvegsráðherra Skotlands sagt að Ísland geti gleymt aðild sinni að ESB ef þeir halda áfram núverandi makrílveiðum sínum.

Maria Damanaki sjávarútvegsstjóri framkvæmdaráðs ESB segir hinsvegar að ekki séu nein tengsl þarna á milli og að aðildarviðræður Íslendinga við ESB muni ekki í hættu vegna deilunnar.

Fundur Íslands, Færeyja, Noregs og ESB um makrílveiðarnar verður haldinn 12. október n.k.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×