Viðskipti innlent

SÍ kaupir fyrir meir en milljarð á gjaldeyrismarkaðinum

Seðlabanki Íslands (SÍ) hefur keypt gjaldeyri fyrir meir en milljarð kr. á millibankamarkaðinum með gjaldeyri það sem af er þessum mánuði.

Alls nema kaup Seðlabankans 1.140 milljónum kr. það sem af er september en heildarveltan í mánuðinum, samkvæmt hagtölum bankans, nemur nú 2.053 milljónum kr.

Gjaldeyriskaup bankans eru því ríflega helmingur af veltunni eins og raunar var upp á teningnum í síðasta mánuði þegar Seðlabankinn hóf þessi kaup sín til að styrkja gjaldeyrisforðann.

Velta á millibankamarkaði í ágúst nam 1.612 milljónum kr. Þar af námu gjaldeyriskaup Seðlabankans 992 milljónum kr. eða 61,5% af heildarveltu mánaðarins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×