Starfskraft skortir til að svara fyrirspurn á Alþingi 27. september 2010 11:58 Ögmundur Jónasson dómsmála- og mannréttindaráðherra segir í svari við fyrirspurn Þórs Saaris þingmanns Hreyfingarinnar á Alþingi um fjölda fullnustugerða að ekki sé til staðar starfskraftur til að svara fyrirspurninni. Fyrirspurn Þórs hljóðaði svo: „ Hversu margar nauðungarsölur og vörslusviptingar, þ.m.t. beinar aðfarargerðir, hafa verið framkvæmdar frá 6. október 2008 á grundvelli verðtryggðra lána sem bundin eru vísitölu neysluverðs, gengistryggðra lána og lána í erlendri mynt? Sundurliðun óskast eftir helstu lánategundum annars vegar og lánum einstaklinga og fyrirtækja hins vegar." Í svari ráðherra segir að á 137. löggjafarþingi svaraði þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra fyrirspurn frá Ólöfu Nordal um fjárnám og nauðungarsölu. Í því svari er að finna upplýsingar um að nauðungarsölubeiðnir hafi verið á sjöunda þúsund hvert ár á tímabilinu 2006-2008. Þar kemur einnig fram að tölvukerfi sýslumannsembættanna gefur ekki kost á að kalla eftir upplýsingum með ítarlegum hætti. Svör við fyrirspurninni sem hér er til umfjöllunar liggja ekki fyrir, enda er ekkert skráð um vaxtakjör og verðtryggingu þegar nauðungarsölumál eru stofnuð. Minnt er á að í lögum um þingsköp Alþingis, segir að ef óskað er skriflegs svars við fyrirspurn sendir ráðherra forseta það að jafnaði eigi síðar en tíu virkum dögum eftir að fyrirspurn var leyfð. Er enda við það miðað að fyrirspurn skuli vera skýr, um afmörkuð atriði og mál sem ráðherra ber ábyrgð á og sé við það miðað að hægt sé að svara henni í stuttu máli. "Til að komast að niðurstöðum um það sem fyrirspurn háttvirts þingmanns lýtur að þyrftu starfsmenn sýslumannsembættanna að skoða veðskuldir á bak við öll nauðungarsölumál á tveggja ára tímabili. Á bak við hvert mál liggja gjarnan nokkrar beiðnir um nauðungarsölu á viðkomandi eign sem styðjast við mismunandi lánasamninga eða annars konar kröfuréttindi. Þyrfti því að greina þúsundir eða tugi þúsunda veðskjala. Slík greining tæki all nokkra mannmánuði eða jafnvel ársverk. Ljóst er því að umbeðinna upplýsinga verður ekki aflað innan þess tímaramma sem gert er ráð fyrir að ráðuneyti hafi til að afla svara við fyrirspurnum þingsins né er til staðar sá starfskraftur sem til þarf í slíka rannsókn," segir í svari ráðherra. Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Ögmundur Jónasson dómsmála- og mannréttindaráðherra segir í svari við fyrirspurn Þórs Saaris þingmanns Hreyfingarinnar á Alþingi um fjölda fullnustugerða að ekki sé til staðar starfskraftur til að svara fyrirspurninni. Fyrirspurn Þórs hljóðaði svo: „ Hversu margar nauðungarsölur og vörslusviptingar, þ.m.t. beinar aðfarargerðir, hafa verið framkvæmdar frá 6. október 2008 á grundvelli verðtryggðra lána sem bundin eru vísitölu neysluverðs, gengistryggðra lána og lána í erlendri mynt? Sundurliðun óskast eftir helstu lánategundum annars vegar og lánum einstaklinga og fyrirtækja hins vegar." Í svari ráðherra segir að á 137. löggjafarþingi svaraði þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra fyrirspurn frá Ólöfu Nordal um fjárnám og nauðungarsölu. Í því svari er að finna upplýsingar um að nauðungarsölubeiðnir hafi verið á sjöunda þúsund hvert ár á tímabilinu 2006-2008. Þar kemur einnig fram að tölvukerfi sýslumannsembættanna gefur ekki kost á að kalla eftir upplýsingum með ítarlegum hætti. Svör við fyrirspurninni sem hér er til umfjöllunar liggja ekki fyrir, enda er ekkert skráð um vaxtakjör og verðtryggingu þegar nauðungarsölumál eru stofnuð. Minnt er á að í lögum um þingsköp Alþingis, segir að ef óskað er skriflegs svars við fyrirspurn sendir ráðherra forseta það að jafnaði eigi síðar en tíu virkum dögum eftir að fyrirspurn var leyfð. Er enda við það miðað að fyrirspurn skuli vera skýr, um afmörkuð atriði og mál sem ráðherra ber ábyrgð á og sé við það miðað að hægt sé að svara henni í stuttu máli. "Til að komast að niðurstöðum um það sem fyrirspurn háttvirts þingmanns lýtur að þyrftu starfsmenn sýslumannsembættanna að skoða veðskuldir á bak við öll nauðungarsölumál á tveggja ára tímabili. Á bak við hvert mál liggja gjarnan nokkrar beiðnir um nauðungarsölu á viðkomandi eign sem styðjast við mismunandi lánasamninga eða annars konar kröfuréttindi. Þyrfti því að greina þúsundir eða tugi þúsunda veðskjala. Slík greining tæki all nokkra mannmánuði eða jafnvel ársverk. Ljóst er því að umbeðinna upplýsinga verður ekki aflað innan þess tímaramma sem gert er ráð fyrir að ráðuneyti hafi til að afla svara við fyrirspurnum þingsins né er til staðar sá starfskraftur sem til þarf í slíka rannsókn," segir í svari ráðherra.
Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira