Viðskipti innlent

IFS greining spáir 4% ársverðbólgu í september

Verðbólguspá IFS greiningar fyrir september hljóðar upp á hækkun vísitölu neysluverðs um 0,3%. Ef spáin gengur eftir, mun 12 mánaða verðbólga mælast 4,0% en hún mældist 4,5% í ágúst.

 Í tilkynningu segir að í meðalári hækkar verð á fatnaði um 8,3% í september og verð á skóm um 2,2%. Hinsvegar hefur verð á fatnaði og skóm lækkað minna í mælingu Hagstofunnar júlí-ágúst en í venjulegu ári, t.d. hefur verð á fatnaði lækkað um 6,9% á þessu tímabili nú samanborið við 10,9% í venjulegu ári.

Verð á skóm lækkaði um 2,2% júlí-ágúst en lækkar um 4,8% í venjulegu ári. Samkvæmt mælingu Hagstofunnar gengu útsöluáhrif að miklu leyti til baka í ágúst. Af þessum orsökum er gert ráð fyrir minni hækkun á vísitölu neysluverðs vegna hverfandi útsöluáhrifa eða 5% hækkun á verði fatnaðar og 1% hækkun á skóverði.

Samkvæmt algengum verðum hjá stóru olíufélögunum þá hefur verð á bensíni lækkað um 0,34% en verð á dísel hefur hækkað um 0,16%.

Mánaðarleg verðmæling IFS Greiningar bendir til 0,5% lækkunar á verði matarkörfunnar. Líklegt er að styrking krónunnar leiði til lækkunar á verði matarkörfunnar og áhrifinna gæti hægt og rólega.

Samkvæmt gögnum FMR hefur fermetraverð hækkað eilítið undanfarna mánuði en gögnin bentu til lækkunar í sumar sem reyndist rétt. Í spánni er gert 0,1% hækkun á reiknaðri húsaleigu (vísitöluáhrif 0,01%). Byggingarkostnaður jókst í síðasta mánuði um 0,29% og gera má ráð fyrir að kostnaður vegna viðhalds og viðgerða á húsnæði hækki sem því nemur (vísitöluáhrif 0,01%). Gert er ráð fyrir að greidd húsaleiga lækki í takti við verðbólgu undanfarinna mánaða eða um -0,1%.

Í spánni er gert ráð fyrir 1,0% lækkun á verði pakkaferða og flugfargjalda (vísitöluáhrif -0,02%), 2% lækkunar á verði nýrra bíla (vísitöluáhrif -0,08%) og 1,4% lækkunar á verði gistingar (vísitöluáhrif -0,08%). September er venjulega verðbólgumánuður en spáin nú gerir ráð fyrir lítilli verðbólgu samanborið við söguleg gögn. Útsöluáhrifin gengu að hluta til tilbaka í mælingu Hagstofunnar í ágúst og skýrir hvers vegna verðbólguspáin nú er þetta lág, að því er IFS greining segir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×