Fleiri fréttir

Þrátt fyrir kreppu seldust 17 nýir Toyota Land Cruiser

Nýr Land Cruiser 150 var frumsýndur hjá Toyota um s.l. helgi og komu nokkur þúsund manns til söluaðila Toyota víða um land til að skoða nýja bílinn. Alls voru 17 bílar seldir eftir frumsýningarhelgina.

Breskur þingmaður vill að orkusala borgi Icesaveskuldir

Denis MacShane, þingmaður breska Verkamannaflokksins og fyrrverandi Evrópumálaráðherra, segir ósanngjarnt að láta íslensku þjóðina taka á sig þungar byrðar vegna Icesave. Hann telur að til greina komi að Íslendingar geri upp Icesave-skuldina með orkusölu.

Gylfi segir að Icesave seinki líklega endurskoðun AGS

Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra segir að líklega muni Icesave málið seinka annarri endurskoðun á áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og íslenskra stjórnvalda. Sú endurskoðun var áformuð í lok þessa mánaðar.

Kreppan hefur mikil áhrif á vinnumarkaðinum

Áhrif kreppunnar sjást vel í hinum ýmsu vinnumarkaðstölum þessa daganna. Þannig hefur atvinnuþátttaka minnkað, atvinnuleysi aukist, fjöldi starfandi dregist saman og vinnustundum fækkað. Þetta kemur fram í niðurstöðum úr vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar sem birt var nú í morgun.

Icesave boltinn er hjá Íslendingum

Ólíklegt þykir að Hollendingar og Bretar vilja ganga til samningaviðræðna að nýju um Icesave nema fyrir liggi pólitísk sátt um málið hér heima. Stjórnvöld beggja landa líta svo á að boltinn sé hjá Íslendingum.

Ragnar Z. segir upp hjá Byr - fær ekki starfslokasamning

Stjórn Byrs hefur ákveðið að framlengja ráðningu Jóns Finnbogasonar sem sparisjóðsstjóra Byrs en hann tók við af Ragnari Z. Guðjónssyni sem fór í tímabundið leyfi frá störfum í nóvember. Ragnar hefur nú sagt upp störfum og í tilkynningu frá sparisjóðnum segir að ekki hafi verið gerður sérstakur starfslokasamningur við hann.

Greining: Spáir því að verðbólgan hækki í 7,9%

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,9% í janúar. Gangi spáin eftir hækkar verðbólga úr 7,5% í 7,9%. Helsta ástæða hækkunarinnar er skattbreytingar, en auk þess munu, eins og jafnan í janúarmánuði, togast á hækkunaráhrif af áramótaendurskoðun gjaldskráa og lækkunaráhrif vegna útsala.

Leigusamningum fjölgaði í borginni en fækkaði út á landi

Þinglýstum leigusamningum í desember fjölgaði á höfuðborgarsvæðinu í desember s.l. miðað við sama mánuð árið 2008 en fækkaði á landsbyggðinni. Undantekningin er Suðurland þar sem leigusamningunum fjölgaði um 86,4% milli áranna. Einnig varð fjölgun á Vestfjörðum.

Aflinn dróst saman á milli ára

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum desembermánuði, metinn á föstu verði, var 10,3% minni en í desember 2008. Árið 2009 jókst aflinn um 2,9% miðað við árið 2008, sé hann metinn á föstu verði. Aflinn í desember 2009 var 57.635 tonn samanborið við 85.639 tonn í sama mánuði árið áður. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Már ræddi við aðra seðlabankastjóra um stöðu Íslands

Már Guðmundsson seðlabankastjóri var staddur í Basel í Sviss í upphafi vikunnar þar sem hefðbundinn fundur seðlabankastjóra heimsins var haldinn. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum nýtti Már sér tækifærið til að eiga tvíhliða fundi með öðrum seðlabankastjórum um stöðuna á Íslandi og fleiri mál.

Bókhaldsóreiða hjá Björgólfsfeðgum

Skiptastjóri þrotabús Samsonar hefur undanfarna unnið að því að greiða úr flækjunni í þrotabúinu en það er hans hlutverk að gæta hagsmuna kröfuhafanna, þ.e þeirra sem lánuðu Björgólfsfeðgum peninga. Þeir eru ansi margir og kröfurnar í búið nema samtals 80 milljörðum króna.

Steinn Logi hættur hjá Húsasmiðjunni

Forstjóri Húsasmiðjunnar, Steinn Logi Björnsson, hefur látið af störfum hjá félaginu samkvæmt samkomulagi milli hans og stjórnar Húsasmiðjunnar. Við starfi hans tekur Sigurður Arnar Sigurðsson sem hefur víðtæka reynslu af smásölumarkaði á Íslandi, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Sala á raftækjum jókst um 15% í desember

Sala á raftækjum í desember jókst um 15,3% á föstu verðlagi frá sama mánuði í fyrra og um 34% á breytilegu verðlagi á sama tímabili. Verð á raftækjum hækkaði um 16,2% frá desember 2008.

Hátt í 40 manns bætast á atvinnuleysisskrá daglega

Rúmlega þrjú hundruð manns hafa bæst við á atvinnuleysiskrá frá áramótum og áætlar vinnumálastofnun að hátt í fjörutíu manns bætist á skrána á hverjum virkum degi út janúar mánuð. Um sextán þúsund manns eru á atvinnuleysisbótum í dag.

Útgerðir, fiskvinnslur og Eimskip gefa 13 tonn af fiski

SM Kvótaþing og Eimskip hafa nú fyrir jólin staðið fyrir söfnun þar sem leitað var til útgerðafyrirtækja og fiskverkanda svo og annarra fyrirtækja tengd sjávarútvegi, með það fyrir augum að safna fiski fyrir Íslendinga í fjárhagsvanda.

Quest húðskammar Breta og Hollendinga í Icesavemálinu

Richard Quest hinn þekkti viðskiptafréttamaður á CNN húðskammar Breta og Hollendinga fyrir framkomu sína í garð Íslendinga í Icesave málinu. Þetta kemur fram á bloggi Quest, hinu fyrsta frá honum á nýju ári en kappinn hefur að undanförnu dvalið í fríi í Egyptalandi.

Heildarútlán ÍLS lækkuðu um 14% í desember

Alls námu heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) tæpum 2,1 milljarði króna í desember. Þar af voru tæpir 1,5 milljarðar vegna almennra lána og rúmar 600 milljónir vegna annarra lána. Heildarútlán sjóðsins lækkuðu því um 14% frá fyrra mánuði.

Hlutfall erlendra farþega aldrei verið hærra hjá Icelandair

Icelandair flutti alls 1,3 milljónir farþega í reglulegu áætlunarflugi á síðasta ári, sem eru 9% færri farþegar en á árinu 2008. Félagið dró úr framboði sínu um 9% á árinu. Hlutfall erlendra farþega hefur aldrei verið hærra hjá félaginu.

Um 2.200 fyrirtæki í þrot á síðasta ári

Spá fyrirtækisins Creditinfo Íslands um að ríflega 3.500 fyrirtæki myndu fara í þrot á árinu 2009 gekk ekki eftir, en greiðsluþrot fyrirtækja á árinu voru alls um 2.200 talsins.

Velta skuldabréfa nam 9,6 milljörðum í dag

Heildarvelta skuldabréfa á markaði í dag nam 9,6 milljörðum króna. Þar af var velta með verðtryggð íbúðabréf 5,86 milljarða og velta með óverðtryggð ríkisbréf nam 3,74 milljörðum króna.

FME: Kaupskil mega eiga virkan eignarhlut í Arion banka

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur veitt Kaupskilum ehf. leyfi til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka hf. (Arion) fyrir hönd Kaupþings banka hf (Kaupþing). Leyfið er veitt í kjölfar samnings Kaupþings og íslenska fjármálaráðuneytisins, hinn 3. september síðastiðinn, þess efnis að Kaupþing gæti eignast 87% hlut í Arion að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Lausafé Landsvirkunnar nemur 50 milljörðum

Lausafé Landsvirkjunar í árslok 2009 nam alls um 415 milljónum dollara eða um 50 milljörðum króna. Þá hafa breytingar á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í kjölfar þess að forseti Íslands synjaði Icesave lögunum staðfestingar ekki áhrif á lánshæfi og kjör Landsvirkjunar á núverandi lánum.

Skuldabréf Landsbankans halda áfram að hækka

Skuldabréf Landsbankans halda áfram að hækka í verði og eru nú komin í 6,5% af nafnverði bréfanna. Þetta kemur fram á vefsíðunni Keldan. Hafa bréfin því hækkað um yfir 50% síðan forseti Íslands tilkynnti um að Icesave málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Millifærslur Björgólfsfeðga til Tortóla í rannsókn

Þrotabú Samsonar, félags Björgólfsfeðga, rannsakar nú hvort feðgarnir hafi lánað sjálfum sér tæpan milljarð króna úr Samson og inn í eignarhaldsfélög á Tortóla-eyju. Engir lánasamningar virðast hafa verið gerðir.

Greining: Reiknar með óbreyttum stýrivöxtum vegna Icesave

„Þó svo að forsendur fyrir frekari slökun peningalegs aðhalds finnist nú í þróun verðbólgu og gengi krónunnar frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi peningastefnunefndar Seðlabankans þá teljum við að sú óvissa sem skapast hefur í kjölfar ákvörðunar forseta um að vísa Icesave-lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu valdi því að peningastefnunefnd bankans ákveði að halda vöxtum bankans óbreyttum nú."

Netið 2010: Stórsýning í Smáralind

Stórsýningin Netið 2010 verður haldin í Vetrargarðinum Smáralind dagana 5.-7. febrúar, en sýningunni er ætlað að fræða almenning um þær nýjungar og möguleika sem netið býður upp á.

GAMMA: Stærsta fréttin er nýr verðtryggður skuldabréfaflokkur

„Stærsta fréttin í tilkynningunni er staðfesting á því að gefinn verður út nýr verðtryggður skuldabréfaflokkur á öðrum ársfjórðungi og er gert ráð fyrir að selja allt að 50 milljarða kr. á árinu og frekari stækkun ráðgerð næsta ár," segir í grein frá verðbréfafyrirtækinu GAMMA.

Fitch Ratings: Ákvörðun forsetans setti fjármögnun í uppnám

Paul Rawkins forstjóri ríkjahóps Fitch Ratings í London segir að matsfyrirtækið hafi lækkað lánshæfiseinkunn Íslands í ruslflokk þar sem ákvörðun forseta Íslands hefði sett utanaðkomandi fjármögnun til landsins í uppnám að mati Fitch.

Yfir nótt í haldi og leysti frá skjóðunni

Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs sparisjóðs er orðinn lykilvitni bankahrunssaksóknara í Exeter málinu. Hann sýndi mikinn samstarfsvilja eftir að hafa gist fangaklefa í eina nótt meðan á yfirheyrslum stóð. Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka, hefur einnig verið yfirheyrður í tengslum við rannsóknina.

Sjá næstu 50 fréttir