Viðskipti innlent

Icesave boltinn er hjá Íslendingum

Höskuldur Kári Schram skrifar
Ólíklegt þykir að Hollendingar og Bretar vilja ganga til samningaviðræðna að nýju um Icesave nema fyrir liggi pólitísk sátt um málið hér heima. Stjórnvöld beggja landa líta svo á að boltinn sé hjá Íslendingum.

Ríkisstjórnin fundaði með stjórnarandstöðunni á mánudag til að finna þverpólitískan sáttaflöt í Icesave málinu. Formenn flokkanna ætla að funda aftur í þessari viku, væntanlega á morgun.

Samkvæmt heimildum fréttastofu líta bresk og hollensk stjórnvöld svo á að ekki verði gengið til samningaviðræðna að nýju nema íslensk stjórnvöld óski þess sérstaklega. Þá verði ennfremur að liggja fyrir þverpólitísk samstaða um málið á Íslandi enda sé óljóst hvort stjórnarflokkarnir tveir hafi nægilega styrkt til ganga frá nýjum samningi.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave á að fram um mánaðarmótin febrúar/mars. Ríkisstjórnin lítur svo á að ef það á nást þverpólitísk sátt í málinu verði það gerast á næstu dögum.

Það gæti þó tafist enda gætir mikillar tortryggni milli stjórnar og stjórnarandstöðu í málinu.

Samkvæmt heimildum fréttastofu lítur ríkisstjórnin svo á að það sé lykilatriði að sjálfstæðisflokkur fallist á einshverskonar sátt. Menn telja hins vegar ólíklegt að hægt verði að ná samkomulagi við framsóknarmenn.

Stjórnarandstaðan efast hins vegar um vilja ríkisstjórnarinnar í málinu. Er bent á að ríkisstjórnin hafi margoft lýst því yfir að það samkomulag sem nú liggur fyrir sé besta sem völ er á og því gæti það orðið óþægilegt ef það reynist ekki vera satt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×