Viðskipti innlent

Lækkar verð á gagnaflutningi og SMS sendingum í Evrópu

Frá og með 1. janúar lækkar Síminn verð á gagnaflutningi og SMS sendingum til viðskiptavina Símans þegar þeir ferðast innan ESB og EES landa.

Í tilkynningu segir að verð á SMS sendingum innan ESB og EES svæðis var áður 90 kr. en eftir breytinguna kostar SMS sendingin 26 kr. Verð á gagnaflutningi fer niður í 325 kr./MB sem er 16% af meðaltalsverði sem var áður á þessu svæði.

Miðast verðið við meðalgengi í desember. Verðbreytingin er í samræmi við ákvæði í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) sem hingað til hefur einungis gilt um símtöl.

Verð á fjarskiptum innan Evrópusambandsins lækkar í þrepum ár hvert samkvæmt reglugerð um þak á verðlagningu og mun gera það til ársins 2012.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×