Viðskipti innlent

Breskur þingmaður vill að orkusala borgi Icesaveskuldir

Denis MacShane, þingmaður breska Verkamannaflokksins og fyrrverandi Evrópumálaráðherra, segir ósanngjarnt að láta íslensku þjóðina taka á sig þungar byrðar vegna Icesave. Hann telur að til greina komi að Íslendingar geri upp Icesave-skuldina með orkusölu.

MacShane er fyrsti breski stjórnarþingmaðurinn sem lýsir yfir skilningi á málstað Íslendinga, svo vitað sé.

Fjallað er um málið á vefsíðu RUV en rætt var við Macshane í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Hann vonast til að ríkisstjórnir Íslands, Bretlands og Hollands setjist aftur að samningaborðinu. Það sé ósanngjarnt að láta íslensku þjóðina greiða fyrir mistök stjórnmálamanna sem gerðu útrásarvíkingunum kleift að hegða sér eins og sjóræningjar í Bretlandi. Íslendingar séu vinir Breta og því verði að finna leiðir til að leysa vandann, ekki til að refsa Íslendingum.

Macshane telur að þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave sé aftur á móti ekki rétta lausnin. MacShane segir að ríkisstjórnir Íslands, Bretlands og Hollands þurfi að setjast aftur að samningaborðinu. Hugmyndir um að Íslendingar geri upp sínar skuldir að einhverju leyti í formi orkusölu séu allrar athygli verðar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×