Viðskipti innlent

Aukin samúð erlendis setur stjórnvöld í vanda

Aukin samúð með Íslendingum erlendis í kjölfar synjunar forseta Íslands á Icesave setur íslensk stjórnvöld í vandræðalega stöðu, að mati Financial Times.

 

 

Í frétt í blaðinu í dag segir að synjun forsetans hafi gerbreytt stöðunni og vakið heimsathygli á stöðu Íslands og málstað þjóðarinnar.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra segist í viðtali við blaðið ekki eiga von á því að frekari viðræður fari fram við Breta og Hollendinga fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave. Símalínur séu þó opnar og hann fagni því ef þeir komi með nýjar tillögur sem gerðu atkvæðagreiðsluna óþarfa.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×