Fleiri fréttir

Afnám gjaldeyrishafta lýkur síðar en vænst var

Síðdegis í gær birti Seðlabanki Ísland áætlun um afnám gjaldeyrishafta. Afnám haftanna er ein helsta forsenda þess að íslenska hagkerfið komist í samt lag þannig að fjármagnsmarkaðir opnist til að auka skilvirkni fjárfestinga og lánastarfsemi innlendra aðila. Að mati Seðlabankans mun afnámi haftanna ljúka eftir tvö til þrjú ár.

Kröfuhafar Straums á kynningarfundi

Kröfuhafar Straums fjárfestingabanka sitja nú á kynningarfundi á Hilton Nordica þar sem forstjóri bankans, Óttar Pálsson kynnir fyrir þeim hvernig hugmyndir stjórnar bankans um samsetningu krafna og framtíðarskipulag. Fundurinn, sem er óformlegur, er sýndur í beinni útsendingu á netinu og hann má sjá hér.

Fiskafli eykst um 10,2%

Fiskafli á fyrstu sex mánuðum ársins, reiknaður á föstu verði, var 10,2% meiri en á sama tímabili í fyrra. Afli síðustu tólf mánaða, til loka júní, er 7,8% meiri en á sama tímabili árið áður. Frá þessu segir í Hagvísum Hagstofunnar.

Kreditkortavelta dregst saman um 12%

Kreditkortavelta heimila dróst saman um 11,9% fyrstu sex mánuði ársins miðað við sömu mánuði í fyrra. Debetkortavelta jókst hins vegar um 2,3% á sama tíma. Erlend greiðslukortavelta jókst um 77,5% á þessu tímabili.

Stjórn Kaupþings harmar lögbannsbeiðni bankastjóra

Stjórn Kaupþings, undir formennsku Huldu Dóru Styrmisdóttur, sendi starfsmönnum bankans tölvupóst í dag þar sem kom fram að stjórnin harmi þann skaða sem hlaust af lögbannskröfu Finns Sveinbjörnssonar, bankastjóra Kaupþings. Þá er sérstaklega tekið fram í póstinum að stjórnin hafi ekki átt þátt í ákvörðun bankastjórans og telur kröfuna ekki þjóna hagsmunum bankans.

Exista borgaði Kaupþingi 20 milljarði fyrir hrun

Forsvarsmenn Exista hf, sem var aðaleigandi Kaupþings fyrir bankahrun, segist hafa greitt 20 milljarða króna lán á síðasta ársfjórðungi síðasta árs til Kaupþings og neitar alfarið að hafa notið óeðlilegrar lánafyrirgreiðslu hjá bankanum.

Höftum á innstreymi erlends gjaldeyris verður aflétt á skömmum tíma

Höftum af öllu innstreymi erlends gjaldeyris verður aflétt á tiltölulega skömmum tíma í fyrsta áfanga í afnámi gjaldeyrishaftanna. Þetta kom fram á kynningarfundi í Seðlabanka Íslands í dag vegna afnáms haftanna. Í öðrum áfanga áætlunarinnar verður greint á milli reikninga, eignaflokka og viðskipta sem létta ber höftum af snemma í ferlinu og annarra sem áfram sæta takmörkunum um lengri tíma.

Raungengi krónu nálgast sögulegt lágmark

Raungengi íslensku krónunnar lækkaði um 0,7% í júní og hefur það nú lækkað fimm mánuði í röð, samtals um 16,2% á því tímabili. Raungengi er mælt sem vísitala og hefur hún aðeins einu sinni verið lægri, í nóvember síðastliðnum, rétt eftir hrun íslensku viðskiptabankanna. Hagsjá Landsbankans greinir frá þessu í dag.

„Viðskiptavinir okkar bera traust til MP Banka“

„Við erum að sjá alveg gríðarlega aukningu í skuldabréfaveltu eftir fall stóru viðskiptabankanna. Bankinn er að byggja skuldabréfamiðlunina markvisst upp og ég tel að þessi hlutdeild MP Banka sýni að okkar viðskiptavinir bera traust til bankans," segir Styrkár Hendriksson, forstöðumaður markaðsviðskipta hjá MP Banka.

Kröfur SÍ á innlend fyrirtæki fjörutíufölduðust á áratug

Útistandandi kröfur Seðlabanka Íslands á innlend fjármálafyrirtækji náðu metfjárhæðum í nóvember árið 2008 þegar þær námu tæpum 811 milljörðum króna. Þær höfðu þá margfaldast á skömmum tíma en í nóvember 2007 námu þær rúmum 247 milljörðum. Það merkir að á einu ári þrefölduðust lán Seðlabankans til innlendra fjármálafyrirtækja.

Fjórum félögum gert að greiða sekt til FME vegna lagabrota

Fjármálaeftirlitið birti í dag fimm sáttagerðir sem náðst höfðu við nokkur fyrirtæki vegna brota á lögum um verðbréfaviðskipti. Fjögur mál vörðuðu brot á 128. grein laga þar sem dráttur varð á upplýsingagjöf vegna innherja. Eitt brot varðaði við 122. grein sömu laga. Sparisjóður Mýrasýslu þurfti að greiða þrjár milljónir króna í sekt.

Skuldabréfavelta í júlí nam 328 milljörðum

Skuldabréfavelta nam tæpum 328 milljörðum króna í júlí mánuði. Jafngildir sú velta 14,2 milljarða heildarviðskiptum á hverjum degi. Þetta er mesta velta í einum mánuði frá áramótum. Þetta kemur fram í mánaðaryfirliti Kauphallarinnar.

Skýrslunni augljóslega lekið eftir fall bankans

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, gerir því skóna að Fjármálaeftirlitið eða rannsakendur bankahrunsins hafi brotið gegn bankaleynd, með því að stuðla að því að upplýsingar um lán Kaupþings til stórra viðskiptavina, kæmust í hendur almennings.

Enn umtalsverð lækkun fasteignaverðs í pípunum

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað um 9,5% að nafnvirði og um 15% að raunvirði frá áramótum talið. Búast má við að íbúðaverð muni enn gefa eftir á næstu misserum. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka en í gær greindi Vísir frá því að Landsbankinn spái einnig áframhaldandi lækkun íbúðaverðs.

Erlendum ferðamönnum fækkar

Alls komu 54.489 erlendir gestir til landsins í júní í gegnum Leifsstöð samkvæmt tölum Ferðamálastofu og er það fækkun um 4% frá sama mánuði fyrra árs. Svo virðist sem veikt gengi krónunnar hafi enn sem komið er ekki haft þau áhrif að fjölga ferðamönnum sem sækja Ísland heim, en ferðamannatímabilið stendur nú hvað hæðst.

Upplýsingalekinn hefur ekki áhrif á viðskipti við FIH bankann

Upplýsingar úr lánabók Kaupþings sem vistaðar voru á vefnum wikileaks innihélt upplýsingar um 61 danskt fyrirtæki sem skulduðu FIH bankanum, sem er í eigu Kaupþings, samtals 45 milljónir danskra króna. Þetta samsvarar tæpum 1100 milljónum íslenskra.

Eldsneyti hækkar á heimsmarkaði

Olía og bensín hafa hækkað verulega á heimsmarkaði síðustu dagana og gengi krónunnar hefur á sama tíma nánast staðið í stað. Miðað við fyrri forsendur olíufélaganna fyrir bensínhækkunum, þar sem mið er tekið af samspili heimsmarkaðsverðs og gengi krónunnar gagnvart dollar, má allt eins búast við bensínhækkun alveg á næstunni.

Financial Times: Eigendur rændu Kaupþing

Eigendur rændu Kaupþing. Svona hljómar fyrirsögn fréttar í þýskri útgáfu stórblaðsins Financial times í dag. Erlendir fjölmiðlar fjalla margir um útlán Kaupþings.

Mátu lántakendur áhættusama en lánuðu þeim samt milljarða

Tveir af stærstu hluthöfum og viðskiptavinum Kaupþings voru taldir áhættusamir lántakendur í lánayfirliti bankans vegna þess hversu stór hluti eigna þeirra var í bankanum sjálfum. Þeir keyptu hlutina fyrir lánsfé frá Kaupþingi og skulduðu þar alls 240 milljarða.

Búist við áframhaldandi lækkun fasteignaverðs

Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu var 5,8 milljarðar króna í nýliðnum júlímánuði samkvæmt upplýsingum Fasteignaskrár Íslands. Velta jókst um tæpan fjórðung frá fyrri mánuði en dróst að sama skapi saman um helming frá sama tíma árinu áður. Búist er við áframhaldandi lækkun fasteignaverðs. Þetta kemur fram í hagsjá Landsbankans.

Lögbanni aflétt af fréttaflutningi RÚV

Lögbann á fréttaflutning RÚV af lánum Kaupþings hefur verið afturkallað. Málið var tekið fyrir hjá Sýslumanninum í Reykjavík í dag að ósk RÚV, eftir því sem kom fram í fréttum þeirra klukkan fjögur.

Kostnaður vegna varnarmála tveir milljarðar árið 2008

Gjöld utanríkisráðuneytisins vegna varnarmála námu tveimur milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt ríkisreikningi fjársýslu ríkisins. Varnarmálastofnun ber stærstan hluta kostnaðar af varnarmálum hér á landi eða 600 milljónir. Stofnunin heyrir undir utanríkisráðuneytið en Alþingi setti varnarmálalög þann 29. apríl á síðasta ári.

Er gengisstöðugleiki sumarsins á enda?

Krónan tók að veikjast nokkuð í síðustu viku eftir stöðugleika í júlímánuði. Gengisvísitalan stóð hæst í 238 stigum og hafði krónan þá veikst um ríflega 2,5% frá upphafi vikunnar. Vístalan endaði vikuna hins vegar í 234 stigum eftir inngrip Seðlabankans á föstudag og hafði þá lækkað um tæplega 1% í vikunni. Greining Íslandsbanka segir frá þessu í dag.

Áætlun um afnám gjaldeyrishafta kynnt á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 5. ágúst mun Seðlabankinn kynna einstaka áfanga áætlunar sem ríkisstjórnin hefur nú samþykkt um afnám gjaldeyrishafta. Seðlabankinn samdi áætlunina í samráði við viðskiptaráðuneytið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Iceland Food græðir vel í kreppunni

Gulleggið Iceland Food heldur áfram að græða á tá og fingri. Félagið sérhæfir sig í sölu á frostnum matvælum. Iceland Food var í eigu Baugs en skilanefndir Landsbankans og Glitnis fara nú með stóran hluta í félaginu eftir að Baugur varð gjalþrota. Malcolm Walker, forstjóri félagsins, á auk þess stóran hlut í félaginu.

Gríðarleg hækkun álverðs

Álverð miðað við þriggja mánaða framvirka samninga stendur nú í tæpum 1.950 dollurum tonnið og langtímaverð er komið yfir 2.000 dollara. Slíkt hefur ekki gerst síðan síðastliðið haust. Hækkandi álverð gæti komið til með að bæta vöruskiptin í ágúst um fleiri milljarða.

Kaupþing fellur frá lögbannskröfu

Skilanefnd Kaupþings og bankastjóri Nýja Kaupþings hafa ákveðið að höfða ekki staðfestingarmál vegna umfjöllunar RÚV um trúnaðarupplýsingar um viðskiptavini, segir í tilkynningu , sem bankinn sendi frá sér í nótt.

Ekki ráðð í stað skilanefndamanna sem fóru

Ekki á að ráða aðra menn inn í stað þeirra sem fjármálaeftirlitið hefur vikið úr skilanefndum bankanna. Þá hefur ekki komið til tals að víkja manni úr skilanefnd Kaupþings, sem starfaði við lögfræðiráðgjöf hjá gamla bankanum. Þetta segir Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Gjaldþrot Björgólfs slær Bretlandsmet

Gjaldþrot Björgólfs Guðmundssonar er mun stærra en nokkurt gjaldþrot einstaklings í sögu Bretlands að því er fram kom í breska dagblaðinu Daily Telegraph í gær.

Keypti Haga á 30 milljarða

Fjárfestingarfélagið Gaumur, sem er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu, fékk þrjátíu milljarða króna lán til að kaupa 95 prósenta hlut í Högum af Baugi Group í gegnum félagið 1998 ehf.

Samkomulag um endurskoðun AGS um mánaðarmótin

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur náð samkomulagi við íslensk stjórnvöld um að endurskoðun sjóðsins á efnahagsáætluninni fyrir Íslandi muni ljúka um næstu mánaðarmót, það er í lok ágúst eða byrjun september.

Sjá næstu 50 fréttir