Viðskipti innlent

Ekki ráðð í stað skilanefndamanna sem fóru

Sigríður Mogensen skrifar
Gunnar Andersen segir að ekki eigi að ráða fyrir mennina sem fóru. Mynd/ Stefán.
Gunnar Andersen segir að ekki eigi að ráða fyrir mennina sem fóru. Mynd/ Stefán.
Ekki á að ráða aðra menn inn í stað þeirra sem fjármálaeftirlitið hefur vikið úr skilanefndum bankanna. Þá hefur ekki komið til tals að víkja manni úr skilanefnd Kaupþings, sem starfaði við lögfræðiráðgjöf hjá gamla bankanum. Þetta segir Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Fjármálaeftirlitið hefur vikið fjórum mönnum úr skilanefndum bankanna og er þeim gert að hætta um miðjan ágúst. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa gengt ábyrgðarstörfum hjá gömlu bönkunum fyrir hrun.

Mennirnir eru: Ársæll Hafsteinsson og Sigurjón Geirsson í skilanefnd Landsbankans. Ársæll var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs gamla Landsbankans og Sigurjón innri endurskoðandi bankans. Guðni Níels Aðalsteinsson í skilanefnd Kaupþings sem var framkvæmdastjóri fjárstýringar hjá Kaupþingi. Og að lokum Kristjón Óskarsson í skilanefnd Glitnis en hann var yfirmaður viðskiptabankasviðs Glitnis.

Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að ekki eigi að ráða aðra í nefndirnar í staðinn fyrir þá sem hættir eru: Þess má geta að Jóhannes Rúnar Jóhannsson, sem situr í skilanefnd Kaupþings, starfaði við lögfræðiráðgjöf hjá bankanum frá árinu 2007.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þessar fyrirhuguðu breytingar á skilanefndum valdið töluverðum titringi meðal kröfuhafa gömlu bankanna. Fulltrúar stærstu kröfuhafa gamla Landsbankans, sem eru meðal annars breska og hollenska ríkið, eru samkvæmt heimildum fréttastofu orðnir langþreyttir á breytingum sem hafa orðið í skilanefnd bankans og umgjörðinni um skilanefndina. Kröfuhafar eru í miklum og stöðugum samskiptum við skilanefndir bankanna enda er það hlutverk nefndanna að hámarka virði eigna gömlu bankanna fyrir kröfuhafa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×