Viðskipti innlent

Olíuframleiðsan eykst hjá Atlantic Petroleum

Olíuframleiðslan hjá Atlantic Petroleum hefur aukist um 2.150 tunnur á dag eftir að ný borhola á Chestnut-svæðinu komst í gagnið.

Í tilkynningu frá félaginu segir að þetta þýði að heildarframleiðsla Atlantic Petroleum á Chestnut muni verða töluvert meiri en þær 1,5 milljón tunnur sem talið var í fyrstu.

Wilhelm Petersen forstjóri félagsins segir að Chestnut gefi nú þegar af sér olíumagn sem sé í efri kantinum m.v. væntingar sem félagið gerði til svæðisins.

"Með tilkomu þessarar nýju holu hefur Chestnut sýnt að svæðið er mjög mikilvæg eign fyrir félagið," segir Petersen.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×