Viðskipti innlent

Utanríkisráðherra segir nei við fyrirspurn um Icelandic Glacial

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur svarað skriflegri fyrirspurn Siv Friðleifsdóttur þingmanni Framsóknar um lánveitingar til Icelandic Glacial með einföldu neii.

Siv spurði utanríkisráðherra um hvort hann hafi haft áhrif á að fyrirtækið Icelandic Glacial fékk 450 milljón kr. lán í lok síðasta árs eða síðar.

Fyrirtækið er í eigu Jón Ólafssonar og flytur út vatn í neytendaumbúðum. Siv vildi jafnframt fá að vita hvort aðrir en ráðherrann hafi komið að málinu og þá hverjir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×