Viðskipti innlent

Þurfa líklega að afskrifa tveggja milljarða lán til lykilstarfsmanna Baugs

Andri Ólafsson skrifar

Kaupþing þarf að öllum líkindum að afskrifa tæplega tveggja milljarða króna lán til félags í eigu lykilstarfsmanna Baugs. Sama félag lánaði lykilstarfsmönnunum þrjá og hálfan milljarð króna. BGE er eignarhaldsfélag í eigu eigenda og lykilstarfsmanna Baugs.

Stærstu hluthafarnir eru Jón Ásgeir Jóhannesson fyrrverandi starfandi stjórnarformaður Baugs, Gunnar Sigurðsson forstjóri, Stefán Hilmarsson fjármálastjóri og Skarphéðinn Berg Steinarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Baugs.

Félag þeirra fékk lán frá Kaupþingi með veði í tæplega 2,4 prósenta eignarhlut í Baugi. Lánið var um 1, 4 milljarðar árið 2007 en stendur nú í tæpum tveimur milljörðum en veðið er verðlaust því Baugur var tekinn til gjaldþrotaskipta í síðustu viku.

BGE á engar aðrar eignir til að standa straum af láninu og Kaupþing neyðist því að öllum líkindum til að afskrifa það. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um hvort að lánið liggi í gamla eða nýja Kaupþingi.

Í rekstarreikningi BGE kemur meðal annars fram að félagið lánaði hluthöfum sínum um þrjá og hálfan milljarð í formi skuldabréfa en félagið var rekið um kaupréttakerfi starfsmanna Baugs.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×