Fleiri fréttir

Ekkert óeðlilegt hjá Almenna lífeyrissjóðnum

Vegna frétta um rannsóknir á fjárfestingum lífeyrissjóða vill Almenni lífeyrissjóðurinn koma á eftirfarandi framfæri. Fjármálaeftirlitið hefur farið yfir eignir og fjárfestingar sjóðsins á árinu 2008.

Kaupþing lætur Roskildebank líta út eins og fyrirmyndarbanka

Danskir fjölmiðlar fjalla töluvert um Evu Joly í dag og hlutverk hennar við að veiða fjármálaskúrka fyrir íslensk stjórnvöld. Af nógu sé að taka því eins og Berlingske Tidende orðar það lætur Kaupþing, eitt og sér, hinn gjaldþrota Roskildebanka líta út eins og íhaldssaman fyrirmyndarbanka.

Að meðaltali 8% launahækkun í fyrra

Laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu um 8,0% að meðaltali á milli áranna 2007 og 2008 samkvæmt vísitölu launa, eftir því sem fram kemur í Hagtíðindum Hagstofunnnar.

Tími kominn á myndarlega lækkun stýrivaxta

Á næstu vikum ætti að lækka hér stýrivexti um allt að 400 punkta (fjögur prósentustig), samkvæmt áliti skuggabankastjórnar Markaðarins. Seðlabanki Íslands tilkynnir á morgun, fimmtudag, um stýrivaxtaákvörðun sína, þá fyrstu eftir að ný lög um Seðlabankann tóku gildi og þar voru gerðar breytingar á yfirstjórn.

Róm fram yfir Reykjavík

„Í árslok verðum við í stöðu til að fjármagna okkur sem ríki og Seðlabanki Evrópu stendur að baki bankakerfi okkar,“ sagði Brian Lenihan, fjármálaráðherra Írlands, í viðtali við Bloomberg í gær.

Heiðar að mestu skilinn við Novator

Heiðar Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri Novator, á tíðum nefndur hægri hönd Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Straums og meirihlutaeiganda Novator, hefur að mestu sagt skilið við fyrirtækið.

Ekki veitir af hollráðum

Hjá Háskólaútgáfunni er komin út um margt merkileg bók. Sú heitir „Penny for your thoughts" og er eftir Tobias Nielsén, Dominic Power og Margréti Sigrúnu Sigurðardóttur, aðjúnkt við viðskiptafræðideild Háskólans.

Sparisjóðirnir óska eftir 25 milljörðum

„Sparisjóðirnir eru að verða einu viðskiptabankarnir sem ekki eru í eigu ríkisins. Það verður að tryggja tilvist þeirra og gæta jafnréttis á íslenskum bankamarkaði,“ segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sparisjóða.

Dýr leið valin við endurreisn bankanna

Bandaríski bankinn JP Morgan og Seðlabankinn veltu þeirri hugmynd upp eftir bankahrunið í haust að færa innlán úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju en skilja aðrar eignir eftir í gömlu bönkunum, sem yrðu eignaumsýslufélög og sjá um fjárhagslega endurskipulagningu stærstu fyrirtækja landsins.

Íslensk fyrirmynd

Margir supu hveljur þegar Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, fór um víðan völl í Kastljóssviðtali í fyrrahaust. Mál manna var, að svona gerðu menn ekki. Var vísað til passasamrar framkomu Bens Bernankes, seðlabankastjóra Bandaríkjanna og nær sterílla vaxtaákvörðunarfunda kollega þeirra, Jean-Claude Trichet, í Evrópu.

Stuldur þegar eignir gömlu bankanna voru færðar yfir í þá nýju

Agnar Hansson bankastjóri Sparisjóðabanka segir erfitt að selja eignir þar sem erlendir lánadrottnar telji að íslensk stjórnvöld hafi stolið eignum þegar þær voru færðar úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju. Þetta kom fram í seinni fréttum Sjónvarpsins í kvöld. Agnar sagðist því miður ekki bjartsýnn á að samningar næðust við erlenda lánadrottna.

Framkvæmdarstjóri lífeyrissjóðanna lét af störfum á föstudag

Framkvæmdarstjóri fjögurra af þeim fimm lífeyrissjóðum sem sérstakur saksóknari hefur nú til skoðunar lét af störfum á föstudaginn síðasta. Fjármálaeftirlitið vísaði málum fimm lífeyrissjóða sem hafa verið í rekstri hjá eignastýringu Landsbankans til saksóknara í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa málefni sjóðanna verið lengi í skoðun hjá fjármálaeftirlitinu en meint brot eiga að hafa átt sér stað á fyrri hluta árs 2008.

Fyrrum Kaupþingsmaður stofnar ráðgjafafyrirtæki

Bjarki H. Diego fyrrum yfirmaður fyrirtækjasviðs hjá Kaupþingi hefur stofnað félagið Licito ehf. sem er ætlað að veita ráðgjöf og upplýsingagjöf fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Bjarka var sagt upp störfum hjá Kaupþingi rétt fyrir áramót.

Straumur yfirtekur hlut í Sjóvá

Straumur Burðarás gekk í dag að 33,4% hlut í Sjóvá sem veðsettur var í félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Straumi nú í kvöld.

Fjárfest fyrir hundruð milljóna umfram heimildir

Málefni fimm lífeyrissjóða eru til rannsóknar hjá Sérstökum saksóknara bankahrunsins. Grunur leikur á um að farið hafi verið út fyrir ramma laga um fjárfestingar. Fjárfest hafi verið fyrir hundruð milljóna króna umfram heimildir.

Sérstakur saksóknari hefur fengið fimm mál frá FME

Fjámálaeftirlitið hefur vísað samtals fimm málum til frekari rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, eitt þeirra tengistt lífeyrissjóðum sem eru í rekstri og eignastýringu Landsbankans. Fréttastofa sendi FME fyrirspurn í framhaldi af því að eftirlitið og sérstakur saksóknari hafa gert með sér samkomulag um verklagsreglur sín í millum en vangaveltur hafa verið um hvort bankaleynd sem FME telur á skýrslum sínum sé aflétt að hluta með fyrrgreindu samkomulagi.

FME vísar málum fimm lífeyrissjóða til saksóknara

Fjármálaeftirlitið hefur vísað málum fimm lífeyrissjóða sem eru í rekstri og eignastýringu Landsbankans til frekari rannsóknar sérstaks saksóknara sem í dag hóf opinbera rannsókn á meintum brotum þeirra á fyrri hluta árs 2008.

Íslandsbanki segir erlenda greiðslumiðlun eðlilega

Íslandsbanki hefur frá áramótum, án milligöngu Seðlabanka Íslands, notað reikninga sína í öllum helstu myntum hjá JP Morgan, Danske Bank, Svenska Handelsbanken og SEB til erlendrar greiðslumiðlunar fyrir sína viðskiptavini.

Spáir einnig 16,2% verðbólgu í mars

Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,3% í mars. Reynist spá deildarinnar á rökum reist mun 12 mánaða verðbólga lækka úr 17,6% í 16,2%, en verðbólga fór hæst í 18,6% í janúar síðastliðnum.

Stefna á að fækka sparisjóðum um helming

Sparisjóðum á að fækka úr fjórtán í 6-8 sem verði með þéttriðið útibúanet um allt land og muni þeir kaupa eða yfirtaka útibú nýju viðskiptabankanna á landsbyggðinni.

Skiptastjóri Baugs skráði húsið á konuna rétt eftir hrun

Erlendur Gíslason, lögmaður á Logos og nýskipaður skiptastjóri þrotabús Baugs, skráði einbýlishús sitt á Seltjarnarnesi á eiginkonu sína Kristjönu Skúladóttur 10. nóvember síðastliðinn. Þau höfðu þá verið skráð saman fyrir húsinu í hartnær tíu ár eftir því sem fram kemur hjá Fasteignamati ríkisins.

Landsbanki og Innovit áfram með Gulleggið

Landsbankinn og Innovit hafa skrifað undir endurnýjun á samstarfssamningi um stuðning við nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi háskólanema og nýútskrifaðra. Landsbankinn verður bakhjarl Innovit til næstu tveggja ára og meginbakhjarl Gulleggsins 2009, frumkvöðlakeppni íslenskra háskólanema og nýútskrifaðra.

Atvinnulausir orðnir fleiri en 17.000

Atvinnuleysið heldur áfram að aukast af fullum krafti og eru atvinnulausir nú orðnir rúmlega 17.000 talsins. Þetta þýðir að atvinnuleysi er orðið yfir 10,5%.

Lánardrottnar Kaupþings í Lúx hafna áætlun um endurskipulagningu

Lánardrottnar Kaupþings í Lúxemborg hafa hafnað áætlun um endurskipulagningu bankans. Í desember var undirritað samkomulag á milli yfirvalda í Lúxemborg og fjárfestingarsjóðs í eigu líbískra yfirvalda um endurskipulagningu bankans en þetta samkomulag var háð ýmsum skilyrðum, þar á meðal samþykki lánardrottna bankans.

Minna fé til bankanna en áætlað var

Ríkissjóður þarf að öllum líkindum að leggja minna fé til nýju bankanna en fyrri áætlanir gera ráð fyrir. Uppgjöri á skuldum og eignum bankanna lýkur fyrir mánaðamót og þá er hægt að hefja viðræður við erlenda kröfuhafa.

Lánið frá AGS kostar um fimm milljónir á dag

Lánið sem við fengum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í lok nóvember, kostar um fimm milljónir króna á dag, enda þótt það sé ekkert notað. Lánið er geymt á reikningi í Bandaríkjunum, en vextirnir þar eru umtalsvert lægri en þeir sem við þurfum að greiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Doktor í hagfræði segir að við ættum að semja við sjóðinn upp á nýtt.

Sparisjóðabankinn biður ríkið ekki um eina krónu

Agnar Hansson forstjóri Sparisjóðabankans segir að bankinn hafi ekki og muni ekki biðja ríkisvaldið um eina einustu krónu í nýju fé. Hinsvegar sé farið fram á afskrift á kröfum ríkisvaldisins sem hvort eð er séu tapaðar ef bankinn fari í gjaldþrot.

Spyr hvor til séu minnisblöð eða hljóðritanir um Icesave

Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknar hefur lagt fram fyrirspurn á alþingi til forsætisráðherra um hvort til séu minnisblöð, hljóðritanir símtala eða önnur gögn í forsætisráðuneytinu um samskipti íslenskra og breskra stjórnvalda, þ.m.t. ráðherra, dagana 3.-6. október sl.

Erlendum ferðamönnum fækkaði um 10% í febrúar

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð fóru um 18 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð í febrúarmánuði síðastliðnum en í febrúarmánuði árið 2008 voru þeir tvö þúsund fleiri eða um 20 þúsund. Erlendum gestum fækkar því um 10% milli ára.

Takmarkað hve ríkið getur hjálpað Sparisjóðabankanum

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að það sé takmarkað hve mikið ríkið geti lagt af mörkunum til aðstoðar Sparisjóðabankanum. Eins og kunnugt er af fréttum reynir bankinn nú í samvinnu við kröfuhafa að finna flöt á áframhaldandi rekstri bankans.

Krónan veikist um 2,5 prósent

Krónan hefur veikst um 2,5 prósent það sem af er dags. Gengisvísitalan stendur nú í 196,6 stigum og hefur ekki verið veikara síðan í byrjun febrúar. Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur Greiningar Íslandsbanka, segir skýringuna liggja í vaxtagjalddaga á ríkisbréfum á morgun.

Sjá næstu 50 fréttir