Fleiri fréttir Norrænir seðlabankar tapa milljörðum kr. á samingum við SÍ Norrænu seðlabankarnir í Danmörku, Svíþjóð og Noregi hafa tapað 4,5 milljörðum kr. hver banki á gjaldmiðlaskiptasamningum þeim sem þeir gerðu við Seðlabanka Íslands (SÍ) síðasta vor. 17.2.2009 12:22 Segir ESB aðild þýða eignatilfærslu í sjávarútvegi úr landinu Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir í viðtali við The Scotsman fyrir stuttu að með aðild að Evrópusambandinu "myndi eignarhald í sjávarútvegi smám saman færast í hendur útlendinga." 17.2.2009 10:51 Enn hækkar gengi Straums Gengi hlutabréfa í Straumi hefur hækkað um 3,56 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir gengi bréfa í Marel Food Systems, sem hefur hækkað um 3,49 prósent, og Bakkavarar, sem hefur hækkað um 1,6 prósent. 17.2.2009 10:20 Aldrei hafa fleiri fengið íslenskt ríkisfang og í fyrra Aldrei hafa eins margir landsmenn fengið íslenskt ríkisfang samkvæmt íbúaskrá Þjóðskrár og árið 2008, eða 914. 17.2.2009 09:21 Seðlabankafrumvarp sætir harðri gagnrýni frá bankastjórum Bankastjórar Seðlabankans, þeir Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason, hafa sett umsögn sína um Seðlabankafrumvarp ríkisstjórnarinnar á heimasíðu bankans. Þar kemur fram mjög hörð gagnrýni á frumvarpið. Bankastjórarnir sitja nú sem gestir á fundi viðskiptanefndar Alþingis þar sem farið er yfir frumvarpið. 17.2.2009 09:04 Útiloka ekki að dagblaðið 24 stundir verði endurvakið Nýir fjárfestar í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, þurfa að leggja fram rúman hálfan milljarð króna, til viðbótar yfirtöku skulda, vilji þeir eignast félagið. Í tilboðsgögnum er ekki útilokað að dagblaðið 24 stundir verði endurvakið. 16.2.2009 18:37 Atlantic Petroleum hækkaði mest í dag Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 8,05 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa Straums, sem fór upp um 4,12 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa Bakkavarar um 0,54 prósent. 16.2.2009 16:35 Starfsmenn og framkvæmdastjórn Straums fá milljarð kr. í kaupréttarsamninga Straumur hefur ákveðið að starfsmenn og framkvæmdastjórn bankans fái kauprétt að 650 milljón hlutum í bankanum á verðinu 1,67 kr. á hlut eða samtals rúmlega einn milljarð kr.. Gengi Straums í kauphöllinni stendur núna í 2,68 kr. á hlut. 16.2.2009 15:06 Nýr framkvæmdastjóri ráðinn til Marel Hrund Rudolfsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri starfsþróunar hjá Marel Food Systems Corporate, sem er ný staða hjá fyrirtækinu. 16.2.2009 15:05 Fréttaskýring: Útgerðin vill fá að éta útsæði sitt Þær kröfur gerast nú æ háværari meðal útgerðarmanna að gefinn verði út kvóti á loðnu þrátt fyrir að enn hafi ekki tekist að mæla stofninn nægilega stóran til þessa. Segja má að með þessu séu útgerðarmenn að gera kröfu um að fá að éta útsæðið sitt. Hugsanleg niðurstaða af slíku er að á næstu vertíð standi þeir uppi slyppir og snauðir og með loðnunætur sínar hangandi í rassinum. 16.2.2009 14:47 Skilanefnd segir lánapakkann frá Kaupþingi í Svíþjóð ágætan Steinar Guðgeirsson formaður skilanefndar Kaupþings segir að lánapakki sá sem skilanefndin yfirtók við söluna á Kaupþingi í Svíþjóð til Ålandsbanken sé í ágætu lagi. "Þetta eru hvorki verri né betri lán en gengur og gerist á markaðinum í dag," segir Steinar. 16.2.2009 13:52 Lánadrottnar yfirtaka allt hlutafé í Nýsi hf. Í kjölfar óformlegs greiðslustöðvunarferlis hefur viðræðum milli eigenda Nýsis hf. og helstu lánadrottna félagsins nú lokið með yfirtöku lánardrottna á öllu hlutafé í Nýsi. 16.2.2009 13:06 Nýskráningum ökutækja fækkar um 87% frá í fyrra Það sem af er árinu hafa 444 ökutæki verið nýskráð miðað við 3415 ökutæki eftir jafn marga skráningardaga á síðasta ári. Þetta er 87,0 % lækkun milli ára. 16.2.2009 12:55 Kortavelta sýnir hríðversnandi stöðu íslenskra heimila Ört minnkandi kortavelta að raunvirði er til marks um hríðversnandi stöðu íslenskra heimila. Erlend velta hefur skroppið mun meira saman en innlend, enda leggjast veik króna og erfiðari fjárhagur margra heimila á eitt um að draga úr ferðagleði landans. 16.2.2009 12:41 Glitnir gæti tapað tugum milljarða á Moderna-málinu Ekki liggur fyrir hvort sænska fjármáleftirlitið samþykki hugmyndir skilanefndar Glitnis um að flytja íslenskar eignir Moderna til Íslands. Bankinn gæti tapað tugum milljarða króna náist ekki samkomulag um málið. 16.2.2009 12:06 Atvinnulausir orðnir yfir 15.000 talsins Tala atvinnulausra er komin í 15.199 á landinu öllu. Þar af eru karlar 9.645 talsins og konur 5.554 talsins. 16.2.2009 11:24 Greining Glitnis spáir 18,3% verðbólgu í febrúar Greining Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 1,1% í febrúar. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða taktur verðbólgu verða 18,3% og verðbólga mæld með þeim hætti því hjaðna um 0,3 prósentustig frá fyrri mánuði. 16.2.2009 10:47 Von Habsburg seldi fyrir 85 milljónir handa íslensku listalífi Íslensk nútímalist mun fá rúmlega 85 milljónir kr. styrk frá Francescu von Habsburg á næstu dögum en von Habsburg setti 30 af eigin verkum á uppboð hjá Philip de Pury s.l. föstudag. Fóru verkin á samtals tæplega 540.500 pund. 16.2.2009 10:28 Bréf Straums hækka um tæp 140 prósent á mánuði Gengi hlutabréfa í Straumi hækkaði um 2,88 prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í dag og stendur gengi bréfa í fjárfestingabankanum nú í 2,5 krónum á hlut. Rúmur mánuður er síðan bréfin lágu í rétt rúmri krónu á hlut og nemur gengishækkun þeirra því tæpum 140 prósentum. 16.2.2009 10:06 Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst verulega á síðasta ári Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 91 milljarði króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2008 samanborið við 75,1 milljarð á sama tímabili árið 2007. Aflaverðmæti hefur því aukist um 15,8 milljarða eða 21,1% á milli ára. Aflaverðmæti í nóvember nam 11,1 milljarði kr. miðað við 6,1 milljarð kr. í nóvember 2007. 16.2.2009 09:27 Atlantic Petroleum fær mun meiri olíu af Chestnut svæðinu Atlantic Petroleum hefur tilkynnt að félagið muni fá mun meiri tekjur af Chestnut-svæðinu í Norðursjó en áður var talið. 16.2.2009 08:28 300 milljarðar í séreignasparnaði Íslendingar eiga um 300 milljarða íslenskra króna í séreignasparnaði. Um 80% er í vörslu séreignasjóða hjá viðskiptabönkunum þremur. Framkvæmdastjórar séreignasjóða hjá bönkunum og forstöðumaður eignastýringar fagfjárfesta hjá Kaupþingi skrifa grein í Morgunblaðið í dag þar sem þeir vara við fyrirframgreiðslu á sérseignarsparnaði til að fólk geti mætt greiðsluerfiðleikum. 15.2.2009 10:08 Baugur leggur fram nýja áætlun fyrir kröfuhafa Stjórnendur Baugs hyggjast leggja fram nýja áætlun sem miðar að því að allir kröfuhafar félagsins fái kröfur sínar greiddar. Heimildir Vísis herma að áætlunin verði lögð fyrir stjórnarfund Baugs Group á mánudag og tekur mið af þeim aðstæðum sem uppi eru í dag. 14.2.2009 13:43 Skýrslu SÍ um áhrif kreppunnar á efnahag heimila og fyrirtækja beðið Fyrstu niðurstöður úr umfangsmikilli upplýsingaöflun Seðlabankans um áhrif kreppunnar á efnahag heimila og fyrirtækja ættu að koma í ljós innan fárra vikna. Þetta segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur bankans í Fréttablaðinu í dag. 14.2.2009 10:13 Lítil starfsreynsla í bönkum og sparisjóðum Nær helmingur starfsmanna í bönkum og sparisjóðum hafði fimm ára starfsreynslu eða minna. Um 20% hafði unnið þar í tvö ár eða minna. Þá voru karlar að jafnaði með um 40% hærri laun innan bankastofnanna en konur. Þetta kemur fram í kjarakönnun sem Capacent vann fyrir samtök starfsmanna fjármálastofnanna og greint er frá í Morgunblaðinu í dag. 14.2.2009 10:05 Lykilstjórnendur bera ekki ábyrgð á milljarðalánum Lykilstjórnendur hjá Gamla Kaupþingi eru ekki ábyrgir fyrir háum lánum sem þeir fengu til hlutabréfakaupa í bankanum, samkvæmt ákvörðun stjórnar gamla bankans, sem enn stendur óbreytt þrátt fyrir að hafa verið í skoðun í fjóra mánuði. 13.2.2009 21:35 Vilhjálmur Bjarnason er viðskiptafræðingur ársins Vilhjálmur Bjarnason var kjörinn viðskiptafræðingur ársins á Íslenska þekkingardeginum 2009 sem fór fram í Salnum í Kópavogi í dag. Ráðstefnan var haldin á vegum Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. 13.2.2009 19:59 Straumur hækkaði um tæp 10,5 prósent í dag Fjárfestingabankinn Straumur toppaði daginn í Kauphöllinni með gengishækkun upp á 10,46 prósent. Gengi bréfa í bankanum hafa verið á fleygiferð upp á síðkastið og rokið upp um 131 prósent á rétt rúmum mánuði. 13.2.2009 16:30 Fasteignakaupendur mjög jákvæðir gagnvart ÍLS Í viðhorfskönnun meðal fasteignakaupenda sem Capacent Gallup gerði nýlega kemur fram að 94,1% þeirra eru jákvæðir gagnvart Íbúðalánasjóði (ÍLS). 13.2.2009 15:55 Segir frétt Times um bankarannsókn vera fráleita Páll Benediktsson talsmaður skilanefndar Landsbankans segir frétt í blaðinu Times um hugsanlega lögreglurannsókn á starfsemi Landsbankans í Bretlandi vera fráleita. 13.2.2009 15:11 Öll listaverk í eigu bankanna verði eign ríkisins Búið er að leggja fram frumvarp á alþingi um að öll listaverk í eigu bankanna þriggja Landsbankans, Kaupþings og Glitnis verði hér eftir í eigu ríkisins. Sama gildi um listaverk í nýju bönkunum. 13.2.2009 14:14 Velta í dagvöruverslun dregst saman um 6,8% Velta í dagvöruverslun dróst saman um 6,8% á föstu verðlagi í janúar miðað við sama mánuð árið áður. Velta í dagvöruverslun hefur ekki verið minni frá því í byrjun árs 2007 að raunvirði þó neytendur verji mun fleiri krónum til innkaupanna en áður. 13.2.2009 14:02 Segir stóra U-beygju tekna gegn atvinnulífinu Stór U-beygja gagnvart atvinnulífinu er tekin í fyrstu skýrslu nefndar um endurreisn fjármálakerfisins sem kynnt var á blaðamannafundi 11. febrúar. 13.2.2009 13:25 Starfsfólk Tals tekur ekki þátt í deilu hluthafa Ragnhildur Ágústsdóttir, forstjóri Tals, segir í yfirlýsingu að starfsfólk fyrirtækisins taki ekki þátt í þeim deilum sem nú eru uppi á milli hluthafa í fyrirtækinu. 13.2.2009 12:43 Áform um að létta gjaldeyrishömlum í fyrstu endurskoðun AGS Heildarmat á skilvirkni hamlanna á gjaldeyrismarkaði og áform um að aflétta þeim smám saman verður hluti af fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda sem unnin er í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) núna í febrúar. 13.2.2009 11:03 Um 90% félaga í Viðskiptaráði vilja nýja stjórn í SÍ Í nýlegri viðhorfskönnun sem gerð var á vegum Viðskiptaráðs kom fram að um 9 af hverjum 10 aðildarfélögum töldu nauðsynlegt að stokka upp í ríkisstjórn og gera mannabreytingar hjá Seðlabanka Íslands (SÍ) og Fjármálaeftirlitinu á þeim tíma sem könnunin var framkvæmd. 13.2.2009 10:55 Fulltrúi AGS á Íslandi er ríkisborgari í Swazilandi Franek Rozwadowski sem skipaður hefur verið fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi er með tvöfaldan ríkisborgararétt. Annarsvegar frá heimalandi sínu, Póllandi, og hinsvegar í Swazilandi í Afríku. 13.2.2009 10:47 NBI stofnar sérstakt félag um hlutabréfaeign sína NBI hf., áður Landsbankinn, hefur stofnað fjárfestingarfélagið Horn Fjárfestingarfélag ehf. utan um hlutabréfaeign bankans. Framkvæmdarstjóri félagsins hefur verið skipaður Ívar Guðjónsson. 13.2.2009 10:24 Enn hækkar gengi bréfa í Straumi Gengi hlutabréfa í Straumi hækkaði um fjögur prósent í Kauphöllinni í dag og bréf Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, um 2,7 prósent. Önnur hreyfing er ekki á íslenskum hlutabréfamarkaði. 13.2.2009 10:10 Verðmæti sjávarafurða eykst en aflinn minnkar Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum janúarmánuði, metinn á föstu verði, var 33% meiri en í janúar 2008. Aflinn nam alls 70.852 tonnum í janúar 2009 samanborið við 76.891 tonn í janúar 2008. 13.2.2009 09:57 Atlantic Petroleum gefur frá sér olíuvinnsluleyfi við Bretland Atlantic Petroleum hefur gefið frá sér olíuvinnsluleyfi við Bretlandseyjar þar sem of mikill kostnaður hefði fylgt því að nýta leyfið. 13.2.2009 09:31 Glitnir býður tímabundna 50% lækkun á bílasamningum í erlendri mynt Glitnir Fjármögnun hefur ákveðið að bjóða þeim viðskiptavinum sem eru með bílasamninga í erlendri mynt skilmálabreytingu sem felur í sér tímabundna lækkun á leigugreiðslu í 8 mánuði og lengingu á samningi um fjóra mánuði. 13.2.2009 08:32 Eðlilega staðið að rekstri Tals Teymi mótmælir harðlega fullyrðingum um að félagið hafi staðið óeðlilega að rekstri Tals. Fullyrðingar um að Teymi hafi hlutast til um verkefni stjórnar eftir að fulltrúar Samkeppniseftirlitsins tóku þar sæti eru stórlega orðum auknar, að fram kemur í tilkynningu frá Teymi sem Þórdís J. Sigurðardóttir og Ólafur Þ. Jóhannesson skrifa undir. Einu afskipti Teymis af stjórnarsetu hinna óháðu stjórnarmanna fólust í áréttingu félagsins um að lögum væri fylgt í hvívetna. 12.2.2009 20:21 Bakkavör leiddi lækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um 13,94 prósent í dag og er það mesta fallið. Á eftir fylgdi gengi hlutabréfa í Marel Food Systems, sem féll um 5,37 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 1,84 prósent. 12.2.2009 17:01 Greiðslustöðvun Baugs snertir ekki Haga Greiðslustöðvun Baugs hefur ekki áhrif á rekstur Haga, segir Finnur Árnason, forstjóri fyrirtækisins, í orðsendingu til fjölmiðla. Finnur segir að Hagar séu sjálfstætt félag, með sjálfstæðan rekstur og efnahag. 12.2.2009 16:07 Sjá næstu 50 fréttir
Norrænir seðlabankar tapa milljörðum kr. á samingum við SÍ Norrænu seðlabankarnir í Danmörku, Svíþjóð og Noregi hafa tapað 4,5 milljörðum kr. hver banki á gjaldmiðlaskiptasamningum þeim sem þeir gerðu við Seðlabanka Íslands (SÍ) síðasta vor. 17.2.2009 12:22
Segir ESB aðild þýða eignatilfærslu í sjávarútvegi úr landinu Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir í viðtali við The Scotsman fyrir stuttu að með aðild að Evrópusambandinu "myndi eignarhald í sjávarútvegi smám saman færast í hendur útlendinga." 17.2.2009 10:51
Enn hækkar gengi Straums Gengi hlutabréfa í Straumi hefur hækkað um 3,56 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir gengi bréfa í Marel Food Systems, sem hefur hækkað um 3,49 prósent, og Bakkavarar, sem hefur hækkað um 1,6 prósent. 17.2.2009 10:20
Aldrei hafa fleiri fengið íslenskt ríkisfang og í fyrra Aldrei hafa eins margir landsmenn fengið íslenskt ríkisfang samkvæmt íbúaskrá Þjóðskrár og árið 2008, eða 914. 17.2.2009 09:21
Seðlabankafrumvarp sætir harðri gagnrýni frá bankastjórum Bankastjórar Seðlabankans, þeir Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason, hafa sett umsögn sína um Seðlabankafrumvarp ríkisstjórnarinnar á heimasíðu bankans. Þar kemur fram mjög hörð gagnrýni á frumvarpið. Bankastjórarnir sitja nú sem gestir á fundi viðskiptanefndar Alþingis þar sem farið er yfir frumvarpið. 17.2.2009 09:04
Útiloka ekki að dagblaðið 24 stundir verði endurvakið Nýir fjárfestar í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, þurfa að leggja fram rúman hálfan milljarð króna, til viðbótar yfirtöku skulda, vilji þeir eignast félagið. Í tilboðsgögnum er ekki útilokað að dagblaðið 24 stundir verði endurvakið. 16.2.2009 18:37
Atlantic Petroleum hækkaði mest í dag Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 8,05 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa Straums, sem fór upp um 4,12 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa Bakkavarar um 0,54 prósent. 16.2.2009 16:35
Starfsmenn og framkvæmdastjórn Straums fá milljarð kr. í kaupréttarsamninga Straumur hefur ákveðið að starfsmenn og framkvæmdastjórn bankans fái kauprétt að 650 milljón hlutum í bankanum á verðinu 1,67 kr. á hlut eða samtals rúmlega einn milljarð kr.. Gengi Straums í kauphöllinni stendur núna í 2,68 kr. á hlut. 16.2.2009 15:06
Nýr framkvæmdastjóri ráðinn til Marel Hrund Rudolfsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri starfsþróunar hjá Marel Food Systems Corporate, sem er ný staða hjá fyrirtækinu. 16.2.2009 15:05
Fréttaskýring: Útgerðin vill fá að éta útsæði sitt Þær kröfur gerast nú æ háværari meðal útgerðarmanna að gefinn verði út kvóti á loðnu þrátt fyrir að enn hafi ekki tekist að mæla stofninn nægilega stóran til þessa. Segja má að með þessu séu útgerðarmenn að gera kröfu um að fá að éta útsæðið sitt. Hugsanleg niðurstaða af slíku er að á næstu vertíð standi þeir uppi slyppir og snauðir og með loðnunætur sínar hangandi í rassinum. 16.2.2009 14:47
Skilanefnd segir lánapakkann frá Kaupþingi í Svíþjóð ágætan Steinar Guðgeirsson formaður skilanefndar Kaupþings segir að lánapakki sá sem skilanefndin yfirtók við söluna á Kaupþingi í Svíþjóð til Ålandsbanken sé í ágætu lagi. "Þetta eru hvorki verri né betri lán en gengur og gerist á markaðinum í dag," segir Steinar. 16.2.2009 13:52
Lánadrottnar yfirtaka allt hlutafé í Nýsi hf. Í kjölfar óformlegs greiðslustöðvunarferlis hefur viðræðum milli eigenda Nýsis hf. og helstu lánadrottna félagsins nú lokið með yfirtöku lánardrottna á öllu hlutafé í Nýsi. 16.2.2009 13:06
Nýskráningum ökutækja fækkar um 87% frá í fyrra Það sem af er árinu hafa 444 ökutæki verið nýskráð miðað við 3415 ökutæki eftir jafn marga skráningardaga á síðasta ári. Þetta er 87,0 % lækkun milli ára. 16.2.2009 12:55
Kortavelta sýnir hríðversnandi stöðu íslenskra heimila Ört minnkandi kortavelta að raunvirði er til marks um hríðversnandi stöðu íslenskra heimila. Erlend velta hefur skroppið mun meira saman en innlend, enda leggjast veik króna og erfiðari fjárhagur margra heimila á eitt um að draga úr ferðagleði landans. 16.2.2009 12:41
Glitnir gæti tapað tugum milljarða á Moderna-málinu Ekki liggur fyrir hvort sænska fjármáleftirlitið samþykki hugmyndir skilanefndar Glitnis um að flytja íslenskar eignir Moderna til Íslands. Bankinn gæti tapað tugum milljarða króna náist ekki samkomulag um málið. 16.2.2009 12:06
Atvinnulausir orðnir yfir 15.000 talsins Tala atvinnulausra er komin í 15.199 á landinu öllu. Þar af eru karlar 9.645 talsins og konur 5.554 talsins. 16.2.2009 11:24
Greining Glitnis spáir 18,3% verðbólgu í febrúar Greining Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 1,1% í febrúar. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða taktur verðbólgu verða 18,3% og verðbólga mæld með þeim hætti því hjaðna um 0,3 prósentustig frá fyrri mánuði. 16.2.2009 10:47
Von Habsburg seldi fyrir 85 milljónir handa íslensku listalífi Íslensk nútímalist mun fá rúmlega 85 milljónir kr. styrk frá Francescu von Habsburg á næstu dögum en von Habsburg setti 30 af eigin verkum á uppboð hjá Philip de Pury s.l. föstudag. Fóru verkin á samtals tæplega 540.500 pund. 16.2.2009 10:28
Bréf Straums hækka um tæp 140 prósent á mánuði Gengi hlutabréfa í Straumi hækkaði um 2,88 prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í dag og stendur gengi bréfa í fjárfestingabankanum nú í 2,5 krónum á hlut. Rúmur mánuður er síðan bréfin lágu í rétt rúmri krónu á hlut og nemur gengishækkun þeirra því tæpum 140 prósentum. 16.2.2009 10:06
Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst verulega á síðasta ári Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 91 milljarði króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2008 samanborið við 75,1 milljarð á sama tímabili árið 2007. Aflaverðmæti hefur því aukist um 15,8 milljarða eða 21,1% á milli ára. Aflaverðmæti í nóvember nam 11,1 milljarði kr. miðað við 6,1 milljarð kr. í nóvember 2007. 16.2.2009 09:27
Atlantic Petroleum fær mun meiri olíu af Chestnut svæðinu Atlantic Petroleum hefur tilkynnt að félagið muni fá mun meiri tekjur af Chestnut-svæðinu í Norðursjó en áður var talið. 16.2.2009 08:28
300 milljarðar í séreignasparnaði Íslendingar eiga um 300 milljarða íslenskra króna í séreignasparnaði. Um 80% er í vörslu séreignasjóða hjá viðskiptabönkunum þremur. Framkvæmdastjórar séreignasjóða hjá bönkunum og forstöðumaður eignastýringar fagfjárfesta hjá Kaupþingi skrifa grein í Morgunblaðið í dag þar sem þeir vara við fyrirframgreiðslu á sérseignarsparnaði til að fólk geti mætt greiðsluerfiðleikum. 15.2.2009 10:08
Baugur leggur fram nýja áætlun fyrir kröfuhafa Stjórnendur Baugs hyggjast leggja fram nýja áætlun sem miðar að því að allir kröfuhafar félagsins fái kröfur sínar greiddar. Heimildir Vísis herma að áætlunin verði lögð fyrir stjórnarfund Baugs Group á mánudag og tekur mið af þeim aðstæðum sem uppi eru í dag. 14.2.2009 13:43
Skýrslu SÍ um áhrif kreppunnar á efnahag heimila og fyrirtækja beðið Fyrstu niðurstöður úr umfangsmikilli upplýsingaöflun Seðlabankans um áhrif kreppunnar á efnahag heimila og fyrirtækja ættu að koma í ljós innan fárra vikna. Þetta segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur bankans í Fréttablaðinu í dag. 14.2.2009 10:13
Lítil starfsreynsla í bönkum og sparisjóðum Nær helmingur starfsmanna í bönkum og sparisjóðum hafði fimm ára starfsreynslu eða minna. Um 20% hafði unnið þar í tvö ár eða minna. Þá voru karlar að jafnaði með um 40% hærri laun innan bankastofnanna en konur. Þetta kemur fram í kjarakönnun sem Capacent vann fyrir samtök starfsmanna fjármálastofnanna og greint er frá í Morgunblaðinu í dag. 14.2.2009 10:05
Lykilstjórnendur bera ekki ábyrgð á milljarðalánum Lykilstjórnendur hjá Gamla Kaupþingi eru ekki ábyrgir fyrir háum lánum sem þeir fengu til hlutabréfakaupa í bankanum, samkvæmt ákvörðun stjórnar gamla bankans, sem enn stendur óbreytt þrátt fyrir að hafa verið í skoðun í fjóra mánuði. 13.2.2009 21:35
Vilhjálmur Bjarnason er viðskiptafræðingur ársins Vilhjálmur Bjarnason var kjörinn viðskiptafræðingur ársins á Íslenska þekkingardeginum 2009 sem fór fram í Salnum í Kópavogi í dag. Ráðstefnan var haldin á vegum Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. 13.2.2009 19:59
Straumur hækkaði um tæp 10,5 prósent í dag Fjárfestingabankinn Straumur toppaði daginn í Kauphöllinni með gengishækkun upp á 10,46 prósent. Gengi bréfa í bankanum hafa verið á fleygiferð upp á síðkastið og rokið upp um 131 prósent á rétt rúmum mánuði. 13.2.2009 16:30
Fasteignakaupendur mjög jákvæðir gagnvart ÍLS Í viðhorfskönnun meðal fasteignakaupenda sem Capacent Gallup gerði nýlega kemur fram að 94,1% þeirra eru jákvæðir gagnvart Íbúðalánasjóði (ÍLS). 13.2.2009 15:55
Segir frétt Times um bankarannsókn vera fráleita Páll Benediktsson talsmaður skilanefndar Landsbankans segir frétt í blaðinu Times um hugsanlega lögreglurannsókn á starfsemi Landsbankans í Bretlandi vera fráleita. 13.2.2009 15:11
Öll listaverk í eigu bankanna verði eign ríkisins Búið er að leggja fram frumvarp á alþingi um að öll listaverk í eigu bankanna þriggja Landsbankans, Kaupþings og Glitnis verði hér eftir í eigu ríkisins. Sama gildi um listaverk í nýju bönkunum. 13.2.2009 14:14
Velta í dagvöruverslun dregst saman um 6,8% Velta í dagvöruverslun dróst saman um 6,8% á föstu verðlagi í janúar miðað við sama mánuð árið áður. Velta í dagvöruverslun hefur ekki verið minni frá því í byrjun árs 2007 að raunvirði þó neytendur verji mun fleiri krónum til innkaupanna en áður. 13.2.2009 14:02
Segir stóra U-beygju tekna gegn atvinnulífinu Stór U-beygja gagnvart atvinnulífinu er tekin í fyrstu skýrslu nefndar um endurreisn fjármálakerfisins sem kynnt var á blaðamannafundi 11. febrúar. 13.2.2009 13:25
Starfsfólk Tals tekur ekki þátt í deilu hluthafa Ragnhildur Ágústsdóttir, forstjóri Tals, segir í yfirlýsingu að starfsfólk fyrirtækisins taki ekki þátt í þeim deilum sem nú eru uppi á milli hluthafa í fyrirtækinu. 13.2.2009 12:43
Áform um að létta gjaldeyrishömlum í fyrstu endurskoðun AGS Heildarmat á skilvirkni hamlanna á gjaldeyrismarkaði og áform um að aflétta þeim smám saman verður hluti af fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda sem unnin er í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) núna í febrúar. 13.2.2009 11:03
Um 90% félaga í Viðskiptaráði vilja nýja stjórn í SÍ Í nýlegri viðhorfskönnun sem gerð var á vegum Viðskiptaráðs kom fram að um 9 af hverjum 10 aðildarfélögum töldu nauðsynlegt að stokka upp í ríkisstjórn og gera mannabreytingar hjá Seðlabanka Íslands (SÍ) og Fjármálaeftirlitinu á þeim tíma sem könnunin var framkvæmd. 13.2.2009 10:55
Fulltrúi AGS á Íslandi er ríkisborgari í Swazilandi Franek Rozwadowski sem skipaður hefur verið fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi er með tvöfaldan ríkisborgararétt. Annarsvegar frá heimalandi sínu, Póllandi, og hinsvegar í Swazilandi í Afríku. 13.2.2009 10:47
NBI stofnar sérstakt félag um hlutabréfaeign sína NBI hf., áður Landsbankinn, hefur stofnað fjárfestingarfélagið Horn Fjárfestingarfélag ehf. utan um hlutabréfaeign bankans. Framkvæmdarstjóri félagsins hefur verið skipaður Ívar Guðjónsson. 13.2.2009 10:24
Enn hækkar gengi bréfa í Straumi Gengi hlutabréfa í Straumi hækkaði um fjögur prósent í Kauphöllinni í dag og bréf Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, um 2,7 prósent. Önnur hreyfing er ekki á íslenskum hlutabréfamarkaði. 13.2.2009 10:10
Verðmæti sjávarafurða eykst en aflinn minnkar Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum janúarmánuði, metinn á föstu verði, var 33% meiri en í janúar 2008. Aflinn nam alls 70.852 tonnum í janúar 2009 samanborið við 76.891 tonn í janúar 2008. 13.2.2009 09:57
Atlantic Petroleum gefur frá sér olíuvinnsluleyfi við Bretland Atlantic Petroleum hefur gefið frá sér olíuvinnsluleyfi við Bretlandseyjar þar sem of mikill kostnaður hefði fylgt því að nýta leyfið. 13.2.2009 09:31
Glitnir býður tímabundna 50% lækkun á bílasamningum í erlendri mynt Glitnir Fjármögnun hefur ákveðið að bjóða þeim viðskiptavinum sem eru með bílasamninga í erlendri mynt skilmálabreytingu sem felur í sér tímabundna lækkun á leigugreiðslu í 8 mánuði og lengingu á samningi um fjóra mánuði. 13.2.2009 08:32
Eðlilega staðið að rekstri Tals Teymi mótmælir harðlega fullyrðingum um að félagið hafi staðið óeðlilega að rekstri Tals. Fullyrðingar um að Teymi hafi hlutast til um verkefni stjórnar eftir að fulltrúar Samkeppniseftirlitsins tóku þar sæti eru stórlega orðum auknar, að fram kemur í tilkynningu frá Teymi sem Þórdís J. Sigurðardóttir og Ólafur Þ. Jóhannesson skrifa undir. Einu afskipti Teymis af stjórnarsetu hinna óháðu stjórnarmanna fólust í áréttingu félagsins um að lögum væri fylgt í hvívetna. 12.2.2009 20:21
Bakkavör leiddi lækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um 13,94 prósent í dag og er það mesta fallið. Á eftir fylgdi gengi hlutabréfa í Marel Food Systems, sem féll um 5,37 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 1,84 prósent. 12.2.2009 17:01
Greiðslustöðvun Baugs snertir ekki Haga Greiðslustöðvun Baugs hefur ekki áhrif á rekstur Haga, segir Finnur Árnason, forstjóri fyrirtækisins, í orðsendingu til fjölmiðla. Finnur segir að Hagar séu sjálfstætt félag, með sjálfstæðan rekstur og efnahag. 12.2.2009 16:07