Fréttaskýring: Útgerðin vill fá að éta útsæði sitt Friðrik Indriðason skrifar: skrifar 16. febrúar 2009 14:47 Þær kröfur gerast nú æ háværari meðal útgerðarmanna að gefinn verði út kvóti á loðnu þrátt fyrir að enn hafi ekki tekist að mæla stofninn nægilega stóran til þessa. Segja má að með þessu séu útgerðarmenn að gera kröfu um að fá að éta útsæðið sitt. Hugsanleg niðurstaða af slíku er að á næstu vertíð standi þeir uppi slyppir og snauðir og með loðnunætur sínar hangandi í rassinum. Það eru ekki bara útgerðarmenn sem vilja fá að éta útsæðið sitt því bæjarráð Vestmanneyja hefur blandað sér í málið og leggur til að tafarlaust verði heimilað að veiða 30-50.000 tonn sem gæti skapað þjóðarbúinu gjaldeyristekjur upp á 4 til 6 milljarða króna. Sennilega munu fleiri bæjarfélög fylgja í kjölfarið í von um skammtímagróða sem gæti síðar meir komið illilega við kaunin á þeim. Ein af ástæðum þess að menn vilja fá að veiða loðnu nú, hvað sem það kostar, er slæm staða útgerðarinnar og þjóðabúsins í heild. Menn virðast horfa framhjá því að staðan verður enn verri á sama tíma að ári. Og þá verður örugglega gott að eiga loðnuásinn upp í erminni í stað þess að spila honum út núna til að bæta vonlausa hendi. Það er, og hefur verið, almenn sátt um aflareglu þá sem Hafnrannsóknarstofnun notar til hliðsjónar við ákvörðun á loðnukvótanum. Það verða að mælast a.m.k. 400.000 tonn af loðnu til að kvóti sé gefinn út. Hættan er sú að ef þetta magn er ekki skilið eftir í sjónum og fær að hrygna muni stofninn hrynja. Sökum mikils þrýsting frá útgerðarmönnum, og karpi um hve þétt loðnan er sem mælist, var ákveðið að veita 15.000 tonna rannsóknarkvóta til valinna skipa. Það eru ekki hundrað í hættunni að veita slíkan kvóta ef það mætti verða til að betri yfirsýn fáist um loðnuna sem nú gengur inn á grunnslóðina við landið. Hinsvegar verða stjórnvöld og Hafrannsóknarstofnun að standa fast á bremsunni gagnvart útgerð og bæjarstjórnum á landsbyggðinni um að ekki verði fleiri undanþágur veittar til loðnuveiða. Loðnan er dyntóttur fiskur eins og reynslan sýnir og það er engin ástæða til að örvænta enn. Loðnan í veiðanlegu magni gæti fundist á morgun eða hinn daginn. Slíkt hefur oft gerst áður á liðnum árum. Árni Friðriksson er nú við loðnuleit út af Suðurlandi en hún hefur engan árangur borið umfram það sem þegar hafði fundist um síðustu mánaðamót. Sveinn Sveinbjörnsson leiðangursstjóri segir í samtali við RÚV að horfurnar séu ekki verri en í fyrra á þessum árstíma. Og á heimasíðu Granda HB er greint frá því að Lundey fari til loðnuveiða í kvöld. Um borð í skipinu verður starfsmaður frá Hafrannsóknastofnun en sá hefur síðustu daga fylgst með veiðum annarra skipa með það að markmiði að fylgjast með loðnutorfunum fyrir og eftir veiðar úr þeim. Það er gert í því skyni að finna út þéttleika loðnunnar en mikið hefur borið á milli skoðana sjómanna í þeim efnum og þess stuðuls sem Hafrannsóknastofnunin notar við mælingar sínar. LÍÚ og Hafrannsókn eru að gera sitt best í stöðunni til að koma loðnuveiðum á koppinn þessa vertíðina. Þjóðin vonar að þeir beri árangur sem erfiði. Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Þær kröfur gerast nú æ háværari meðal útgerðarmanna að gefinn verði út kvóti á loðnu þrátt fyrir að enn hafi ekki tekist að mæla stofninn nægilega stóran til þessa. Segja má að með þessu séu útgerðarmenn að gera kröfu um að fá að éta útsæðið sitt. Hugsanleg niðurstaða af slíku er að á næstu vertíð standi þeir uppi slyppir og snauðir og með loðnunætur sínar hangandi í rassinum. Það eru ekki bara útgerðarmenn sem vilja fá að éta útsæðið sitt því bæjarráð Vestmanneyja hefur blandað sér í málið og leggur til að tafarlaust verði heimilað að veiða 30-50.000 tonn sem gæti skapað þjóðarbúinu gjaldeyristekjur upp á 4 til 6 milljarða króna. Sennilega munu fleiri bæjarfélög fylgja í kjölfarið í von um skammtímagróða sem gæti síðar meir komið illilega við kaunin á þeim. Ein af ástæðum þess að menn vilja fá að veiða loðnu nú, hvað sem það kostar, er slæm staða útgerðarinnar og þjóðabúsins í heild. Menn virðast horfa framhjá því að staðan verður enn verri á sama tíma að ári. Og þá verður örugglega gott að eiga loðnuásinn upp í erminni í stað þess að spila honum út núna til að bæta vonlausa hendi. Það er, og hefur verið, almenn sátt um aflareglu þá sem Hafnrannsóknarstofnun notar til hliðsjónar við ákvörðun á loðnukvótanum. Það verða að mælast a.m.k. 400.000 tonn af loðnu til að kvóti sé gefinn út. Hættan er sú að ef þetta magn er ekki skilið eftir í sjónum og fær að hrygna muni stofninn hrynja. Sökum mikils þrýsting frá útgerðarmönnum, og karpi um hve þétt loðnan er sem mælist, var ákveðið að veita 15.000 tonna rannsóknarkvóta til valinna skipa. Það eru ekki hundrað í hættunni að veita slíkan kvóta ef það mætti verða til að betri yfirsýn fáist um loðnuna sem nú gengur inn á grunnslóðina við landið. Hinsvegar verða stjórnvöld og Hafrannsóknarstofnun að standa fast á bremsunni gagnvart útgerð og bæjarstjórnum á landsbyggðinni um að ekki verði fleiri undanþágur veittar til loðnuveiða. Loðnan er dyntóttur fiskur eins og reynslan sýnir og það er engin ástæða til að örvænta enn. Loðnan í veiðanlegu magni gæti fundist á morgun eða hinn daginn. Slíkt hefur oft gerst áður á liðnum árum. Árni Friðriksson er nú við loðnuleit út af Suðurlandi en hún hefur engan árangur borið umfram það sem þegar hafði fundist um síðustu mánaðamót. Sveinn Sveinbjörnsson leiðangursstjóri segir í samtali við RÚV að horfurnar séu ekki verri en í fyrra á þessum árstíma. Og á heimasíðu Granda HB er greint frá því að Lundey fari til loðnuveiða í kvöld. Um borð í skipinu verður starfsmaður frá Hafrannsóknastofnun en sá hefur síðustu daga fylgst með veiðum annarra skipa með það að markmiði að fylgjast með loðnutorfunum fyrir og eftir veiðar úr þeim. Það er gert í því skyni að finna út þéttleika loðnunnar en mikið hefur borið á milli skoðana sjómanna í þeim efnum og þess stuðuls sem Hafrannsóknastofnunin notar við mælingar sínar. LÍÚ og Hafrannsókn eru að gera sitt best í stöðunni til að koma loðnuveiðum á koppinn þessa vertíðina. Þjóðin vonar að þeir beri árangur sem erfiði.
Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira