Viðskipti innlent

NBI stofnar sérstakt félag um hlutabréfaeign sína

NBI hf., áður Landsbankinn, hefur stofnað fjárfestingarfélagið Horn Fjárfestingarfélag ehf. utan um hlutabréfaeign bankans. Framkvæmdarstjóri félagsins hefur verið skipaður Ívar Guðjónsson.

Markmið með stofnun félagsins er að aðgreina utanumhald vegna fjárfestinga í hlutabréfum frá meginstarfsemi bankans. Horn hefur yfirtekið nær allar hlutabréfaeignir í skráðum og óskráðum félögum sem fluttust frá Landsbanka Íslands hf. til NBI hf.

Ívar segir að um sé að ræða bæði innlend og erlend hlutabréf en stærsta eignin er 18,76% hlutur í Marel. Horn muni síðan starfa sem venjulegt fjárfestingarfélag í framtíðinni.

„Okkur þótti rétt að þessar eignir NBI yrðu aðgreindar frá annarri starfsemi bankans og því var ákveðið að koma þessu félagi á laggirnar," segir Ívar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×