Viðskipti innlent

Baugur leggur fram nýja áætlun fyrir kröfuhafa

Stjórnendur Baugs hyggjast leggja fram nýja áætlun sem miðar að því að allir kröfuhafar félagsins fái kröfur sínar greiddar. Heimildir Vísis herma að áætlunin verði lögð fyrir stjórnarfund Baugs Group á mánudag og tekur mið af þeim aðstæðum sem uppi eru í dag.

Forsvarsmenn Baugs hafa áður búið til áætlun, sem kallaðist Sunrise, sem átti að borga kröfuhöfum að fullu en þeirri áætlun var kastað út í hafsauga af skilanefnd Landsbankans sem fór fram á greiðslustöðvun BG Holding, dótturfélags Baugs, í Bretlandi í kjölfarið.

Eftir að BG Holding var sett í greiðslustöðvun hafa verið uppi vangaveltur um að smærri kröfuhafar á Baug myndu ekki fá kröfur sínar greiddar.

Morgunblaðið greindi frá því í morgun að þessir kröfuhafar íhuguðu að reyna að fá sölu Haga frá Baugi til Gaums, félags í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu, á síðasta ári rift.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×