Viðskipti innlent

Atlantic Petroleum hækkaði mest í dag

Wilhelm Petersen, forstjóri Atlantic Petroleum.
Wilhelm Petersen, forstjóri Atlantic Petroleum. Mynd/Valli

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 8,05 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa Straums, sem fór upp um 4,12 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa Bakkavarar um 0,54 prósent.

Á sama tíma féll gengi bréfa Marel Food Systems um 5,44 prósent en bréf Össurar lækkaði um 1,47 prósent og Century Aluminum lækkaði um 0,44 prósent.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,35 prósent og endaði í 310 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×