Viðskipti innlent

300 milljarðar í séreignasparnaði

Íslendingar eiga um 300 milljarða íslenskra króna í séreignasparnaði. Um 80% er í vörslu séreignasjóða hjá viðskiptabönkunum þremur. Framkvæmdastjórar séreignasjóða hjá bönkunum og forstöðumaður eignastýringar fagfjárfesta hjá Kaupþingi skrifa grein í Morgunblaðið í dag þar sem þeir vara við fyrirframgreiðslu á sérseignarsparnaði til að fólk geti mætt greiðsluerfiðleikum.

Þeir leggja áherslu á að sjóðsfélögum verði ekki mismunað á þann hátt að ef stórum hluta þeirra sé heimilað að losa sparnað sinn sé hætt við að sala eigna rýri hlut allra sjóðfélaga. Megnið af séreignasparnaði sé bundið í verðbréfum og því sé ekki hægt að greiða séreignasparnað út nema að selja verðbréfin. Erfitt sé að selja verðbréf í dag og því sé veruleg hætta á að fjárfestingar sjóðanna lækki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×