Fleiri fréttir

Exista bíður niðurstöðu málaferla Kaupþings

Exista hefur á undanförnum vikum kannað ítarlega grundvöll málaferla í Bretlandi vegna greiðslustöðvunar Kaupthing Singer & Friedlander, dótturfélags Kaupþings banka. Nú er ætlunin að bíða eftir niðurstöðu úr málsókn Kaupþings gegn breskum stjórnvöldum.

Síminn kvartaði til Samkeppniseftirlits

Síminn sendi kvörtun til Samkeppniseftirlitsins í gær vegna ummæla Þórdísar Sigurðardóttur, stjórnarformanns Teymis. Í morgun var gerð húsleit hjá Teymi og dótturfélögum þess.

Áfram opið allan sólarhringinn í Hagkaupum

Framhald verður á sólarhringsopnun í Hagkaupum í Skeifunni. Opið hefur verið allan sólarhringinn í um sex vikur, en upphaflega átti opnunartíminn að gilda fram að jólum. Og mögulega lengur ef aðsókn gæfi tilefni til.

Nýsir selur í Hraðbraut

Nýsir og aðrir eigendur menntaskólans Hraðbrautar hafa selt hjónunum Borghildi Pétursdóttur og Ólafi Hauki Johnson skólastjóra hans hlut sinn í skólanum.

Marel hækkar eitt fyrir hádegi

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur hækkað um 0,51 prósent í dag. Á móti hefur gengi Bakkavarar fallið um 3,54 prósent og Straums um 2,17 prósent. Þá hafa gengi bréfa í Icelandair Group lækkað um 1,12 prósent og Össuri um 0,41 prósent.

Fagnar komu Samkeppniseftirlitsins

Samkeppniseftirlitið er þessa stundina að gera húsleit í höfuðstöðvum Teymis á Suðurlandsbraut 18. Einnig er starfsfólk eftirlitsins að skoða gögn hjá símafélögunum Tal og Vodafone en þau eru bæði í meirihlutaeigu Teymis. Stjórnarformaður Teymis, Þórdís Sigurðardóttir staðfestir þetta í samtali við Vísi og segist fagna því að samkeppniseftirlitið sé að vinna vinnuna sína, enda sé heilbrigð samkeppni grundvöllur heiðarlegra viðskipta.

Dregur úr verðbólgu

Verðbólga mældist 1,6 prósent á evrusvæðinu í desember, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er talsvert umfram vonir.

Ekkert eins og áður var

Smærri sparisjóðir velta fyrir sér samrunamöguleikum og viðhafa óformlegar þreifingar. Ár samruna að hefjast. Viðræður Sparisjóðsins í Keflavík, Byrs og SPRON eru sagðar á áætlun.

Sigurjón kennir

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefur tekið að sér stundakennslu við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Sigurjón hefur kennt áður, meðal annars við Háskólann í Reykjavík, en hann hefur nú tekið að sér að kenna inngangsnámskeið í fjármálaverkfræði. Sigurjón er einmitt verkfræðingur sjálfur, nam vélaverkfræði á sínum tíma í Háskólanum.

Mest verslað í Bandaríkjadölum

Hátt í 40 prósent allra útflutningsviðskipta héðan fara fram í Bandaríkjadölum, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Hins vegar er útflutningur til Bandaríkjanna ekki nema brot af því, ríflega fimm prósent útflutnings. Þetta segir í tölum Hagstofunnar fyrir árið 2007, en heildartölur fyrir síðasta ár eru ekki komnar.

Töluverður áhugi á Versacold ytra

„Nú erum við staddir í öðrum fasa söluferlisins og það eru sjö hugsanlegir kaupendur eftir,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, um söluna á kanadíska félaginu Versacold-Atlas.

Simbabve norðursins

„Fjármálasvindl Bernie Madoffs blikna í samanburði við þá glæpi og spillingu sem blómstrað hafa í tíð sjálfstæðismanna,“ segir Íris Erlingsdóttir, fjölmiðlafræðingur og nálastungulæknir, á bandaríska vefmiðlinum Huffington Post í gær.

Ný vísitala gæti orðið til eftir upprisu Kauphallar

„Hlutabréfavísitölur endurspegla þróun efnahagslífsins. Þær hreyfast fyrr í hagsveiflum, lækka á undan samdrætti í landsframleiðslu og auknu atvinnuleysi. Vísitölurnar hækka sömuleiðis fyrr,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland, sem í daglegu tali nefnist Kauphöll Íslands. Hann reiknar með erfiðu ári á hlutabréfamarkaði. Í lok árs 2010 megi vænta að virkur markaður verði hér á ný.

Þurfa hugsanlega að greiða hundruð milljóna vegna rangra framtalsskila

Fyrirtæki sem hafa verið tekin yfir með skuldsettri yfirtöku geta lent í því að greiða hundruð milljóna tilbaka auk álaga vegna rangra framtalsskila. Ríkisskattstjóri hefur nú þrjú fyrirtæki til rannsóknar og er ætlunin að nota þau mál sem fordæmisgefandi fyrir frekari rannsóknir.

Atlantic Petroleum upp um 30 prósent

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um rúm þrjátíu prósent í dag. Þetta er langmesta hækkun dagsins. Á hæla þes fylgdi gengi Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, sem hækkaði um tæp 12, 7 prósent. Marel Food Systems hækkaði eitt íslensku félaganna, eða um 0,25 prósent.

Bull að mesta hagsæld landsins hafi orðið eftir 1995

Allt tal frjálshyggjumanna og stuðningsmanna ríkisstjórna Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar um að tímabilið frá 1995 þar til í fyrra hafi verið mesta hagsældartímabil í sögu landsins er bull.

Skotveiðiverkefni fær rúma milljón evra í styrk

North Hunt verkefnið á Íslandi er þriggja ára alþjóðlegt verkefni sem hefur hlotið styrk upp á 1.1 milljón evra, eða um 170 milljónir kr. úr Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins á tímabilinu 2008-2010.

Þrír nýir stjórar hjá Skyggni

Þrír nýir framkvæmdastjórar hafa tekið til starfa hjá Skyggni, sem er hluti af samstæðu Nýherja. Þetta eru Friðrik Þ. Snorrason, Sigurður Þórarinsson og Þorvaldur Jacobsen að því er segir í tilkynningu um málið.

Nýja Kaupþing kaupir engin laxveiðileyfi í sumar

Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Nýja Kaupþings hefur sent stjórn Stangveiðifélags Seyðisfjarðar stutt bréf þar sem segir að bankinn muni ekki kaupa nein laxveiðileyfi næsta sumar.

Dauf byrjun í Kauphöllinni

Lækkun einkennir byrjun dags í Kauphöllinni. Gengi Bakkavarar hefur lækkað um 0,82 prósent, Össurar um 0,51 prósent og Marel Food Systems um 0,13 prósent.

Annað stærsta ár Flugfélagsins frá upphafi

Fjöldi farþega Flugfélags Íslands dróst saman um 2% á árinu 2008 miðað við árið 2007 en árið varð annað stærsta ár félagsins frá upphafi. Heildarfjöldi farþega í áætlunarflugi var um 420 þúsund þar af voru um 22 þúsund farþegar í millilandaflugi til Færeyja og Grænlands.

MP Banki hf. fær bankanúmerið 700

Fjármálaeftirlitið veitti MP Banka hf. viðskiptabankaleyfi þann 10. október sl. Leyfið var í fyrstu veitt til 31. desember 2008. Eftir frekari samskipti FME og MP Banka hf. hefur bankinn nú fengið staðfest viðskiptabankaleyfi.

Seðlabankinn velur þröngu viðskiptavogina

Ákveðið hefur verið að breyta grunni einnar af fjórum gengisvísitölum Seðlabankans þannig að 2. janúar 2009 taki hún sama gildi og gengis­skrán­ingarvísitalan.

Tæplega 83 milljarða kr. viðsnúningur á vöruskiptum

Fyrstu ellefu mánuðina 2008 voru fluttar út vörur fyrir 413,1 milljarð króna en inn fyrir 442,0 milljarða króna. Hallinn á vöruskiptunum við útlönd nam 28,9 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 111,6 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 82,7 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður.

Ríkisstjórnin styður málshöfðanir gegn Bretum

Skilanefnd Kaupþings hefur afráðið að höfða mál gegn breskum stjórnvöldum og nýtur til þess fulls stuðnings ríkisstjórnarinnar, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Útlán nýju ríkisbankanna yfir leyfilegu hámarki

Útlán nýju bankanna til nokkurra einstaklinga og fyrirtækja eru yfir leyfilegu hámarki. Það þýðir að skuldir einstakra aðila geta numið 50 milljörðum eða meira. Forstjóri fjármálaeftirlitsins segir unnið að því að laga þetta.

Hyggst stofna sjóð til að tryggja innistæður í Luxemborg

Fjármálaráðherra Belgíu mun leggja til á morgun að stofnaður verði sjóður sem tryggi innistæður á reikningum Kaupþings í Luxemborg. Samningaviðræður um sölu bankans hafa legið niðri undanfarnar vikur en munu nú að öllum líkindum hefjast aftur.

Century Aluminum hækkaði mest í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um 1,85 prósent í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Marel Food Systems fylgdi á eftir með 0,9 prósent hækkun. Þá hækkaði gengi bréfa í Eimskip um 0,81 prósent og í Færeyjabanka um 0,41 prósent.

Veltan á fasteignmarkaðinum minnkaði um 78% í desember

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í desember 2008 var 157. Þegar desember 2008 er borinn saman við desember 2007 fækkar kaupsamningum um 71% og velta minnkar um 77,8%.

Stjórnarformaður Tals vísar gagnrýni á bug

Meirihluti stjórnar tók ákvörðun um það að segja Hermanni upp störfum og ráða nýjan forstjóra og sú ákvörðun stendur, segir Þórdís J. Sigurðardóttir, stjórnarformaður Tals.

Gengisvísitala krónunnar heyrir sögunni til

Viðbúið er að sú mikla áhersla á gengisvísitölu krónu sem verið hefur í hérlendum gjaldeyrisviðskiptum síðustu ár heyri að verulegu leyti sögunni til. Slík viðskipti verði hér eftir fyrst og fremst með einstaka gjaldmiðla gagnvart krónunni.

Met sett í skipakomum á Grundartanga í fyrra

Nú liggur fyrir að skipakomur á Grundartanga árið 2008 voru fleiri en nokkru sinni fyrr. Flutningar um höfnina eru um 1.3 milljón tonn, en fjöldi skipa á árinu var 271, sem er nokkur aukning frá því sem best þekktist áður.

Marel eitt á uppleið

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur hækkað um 0,51 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er eina hækkunin það sem af er. Á móti hefur gengi bréfa í Straumi lækkað um 0,54 prósent.

Iceland Express í viðræðum um meirihlutaeign í F.Í

Forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands, móðurfélags Úrvals Útsýnar, Sumarferða og Plúsferða, fullyrðir að tekist hafi að bjarga fyrirtækinu í dag með aðkomu nýrra fjárfesta. Brottför flugvélar til Kanaríeyja hefur frestast frá því í morgun vegna greiðsluerfiðleika.

Ferðaskrifstofa Íslands á barmi gjaldþrots

Flugi sem átti að fara frá Íslandi til Tenerife klukkan 07:00 í morgun hefur verið frestað til klukkan 18:00. Farþegarnir eru á vegum Ferðaskrifstofu Íslands sem er á barmi gjaldþrots. Félagið hefur tilkynnt Samgönguráðuneytinu um erfiðleika sína en forstjórinn vill ekki meina að félagið sé gjaldþrota. Um hundrað störf eru í húfi. Heimildir Vísis herma að fjárfestir sé í viðræðum um kaup á félaginu.

Forstjóri Tals: Óþægilegt að láta öryggisvörð fylgja sér út

Hermanni Jónassyni forstjóra Tals var sagt upp störfum 30. desember sl. Ástæðan er sögð sú að hann hafi gert samning við Símann án þess að hafa samráð við stjórn fyrirtækisins en annar samningur var í gildi við Vodafone. Hermann segist eingöngu hafa haft hagsmuni viðskiptavina Tals að leiðarljósi og vísar því á bug að stjórnin hafi ekki vitað af samningnum. Öryggisvörður og lögfræðingur stóðu yfir honum þegar hann yfirgaf vinnustað sinn. „Óþægileg tilfinning," segir Hermann sem íhugar að leita réttar síns.

Krónan styrktist lítillega

Gengi krónunnar styrktist um 0,2% í dag og stendur gengisvísitalan nú í rétt tæpum 216 stigum. Bandaríkjadalur kostar nú tæpar 122 krónur, evran liðlega 168 krónur og sterlingspund 176.

Ný hlutabréfavísitala innleidd

Frá og með deginum í dag mun hefjast útreikningur á OMXI6 nýrri hlutabréfavísitölu á NASDAQ OMX Iceland sem tekur við hlutverki OMXI15. ,,Nýir tímar kalla á nýja vísitölu. OMXI6 Úrvalsvísitalan miðar að því að búa í haginn fyrir endurreisn hlutabréfamarkaðarins á Íslandi”, segir Þórður Friðjónsson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland í tilkynningu.

Century Aluminum hækkaði um 24 prósent

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um 24,3 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er langmesta hækkunin á þessum fyrsta viðskiptadegi ársins.

Kristján hættur hjá Kaupþingi

Kristján Arason hefur látið af störfum hjá Kaupþingi sem framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs bankans. Kristján tilkynnti samstarfsmönnum þetta í tölvupósti fyrir stundu.

Sjá næstu 50 fréttir