Viðskipti innlent

Nýja Kaupþing kaupir engin laxveiðileyfi í sumar

Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Nýja Kaupþings hefur sent stjórn Stangveiðifélags Seyðisfjarðar stutt bréf þar sem segir að bankinn muni ekki kaupa nein laxveiðileyfi næsta sumar.

Í bréfinu segir: „Nýi Kaupþing banki hefur ekki keypt nein veiðileyfi fyrir næsta sumar og tók heldur ekki við neinum veiðileyfum af forvera sínum. Bankinn hefur engar fyrirætlanir um að kaupa veiðileyfi næsta sumar."

Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir eigendur/stjórnendur betri laxveiðiáa landsins enda var Kaupþing nokkuð stór aðili á þeim markaði undanfarin ár. Áætla má að veiðileyfakaup bankans hafi numið fleiri milljónum kr. á hverju ári.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×