Viðskipti innlent

Áfram opið allan sólarhringinn í Hagkaupum

Framhald verður á sólarhringsopnun í Hagkaupum í Skeifunni. Opið hefur verið allan sólarhringinn í um sex vikur, en upphaflega átti opnunartíminn að gilda fram að jólum. Og mögulega lengur ef aðsókn gæfi tilefni til.

Það virðist enginn skortur vera á kaupglöðum nátthröfnum. Í tilkynningu frá Hagkaupum segir að fjöldi viðskiptavini sæki verslunina fram til klukkan tvö um nætur, og ösin hefjist svo aftur upp úr sex.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×