Fleiri fréttir

Atorka hækkaði mest í dag

Gengi hlutabréfa í Atorku hækkaði um 4,37 prósent í dag og Century Aluminum, móðurfélags álversins á Grundartanga, um 4,25 prósent. Þetta er mesta hækkun dagsins í Kauphöllinni í dag. Þá hækkaði sömuleiðis gengi bréfa í Landsbankanum um 1,85 prósent.

Eimskip niður um 21 prósent

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 21,18 prósent undir lok viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag og stendur í átta krónum á hlut. Þetta er mesta lækkun á gengi skráðra félaga.

Segir sölu Versacold algjört forgangsatriði fyrir Eimskip

Greining Glitnis segir að salan á Versacold Atlas sé algjört forgangsatriði fyrir Eimskip. Eigið fé Eimskip hefur rýrnað hratt undanfarna fjórðunga og var í lok þriðja ársfjórðungs 272 milljónir evra, eða rúmlega 35 milljarðar kr. og eiginfjárhlutfallið 13,7%.

Spá því að lítilega dragi úr verðbólgu í september

Greining Glitnis gerir ráð fyrir að lítillega dragi úr ársverðbólgu í september en að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 1,1% frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir mun ársverðbólga mælast 14,3% í september og vera þar með komin yfir toppinn á þeim kúf sem náði hámarki í ágúst.

Krónubréf upp á 18 milljarða kr. á gjalddaga í dag

Krónubréf að nafnvirði 18 milljarða kr. falla á gjalddaga í dag að viðbættum vöxtum. Er þetta stærsti krónubréfagjalddagi mánaðarins en alls falla krónubréf að nafnvirði 27,5 milljarða kr. á gjalddaga í september auk vaxta.

Enn lækka bréf í Eimskipafélaginu

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 5,42 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag og bréf Straums um rétt rúm þrjú prósent. Bæði félögin tengjast ferðaskrifstofunni XL Leisure Group, sem hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Dr. Gunni líkir fasteignakaupum við mafíuviðskipti

Á Bloomberg fréttaveitunni í dag er úttekt á stöðunni í efnahagslífi Íslands. Hefst úttektin á stuttu spjalli við blaðamanninn Gunnar Hjálmarson, eða Dr. Gunna, þar sem hann líkir fasteignakaupum sínum við mafíuviðskipti.

Gjaldþrot XL hefur áhrif á afkomu Eimskips

Eimskip segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands vegna gjaldþrots XL Leisure Group í Bretlandi að ábyrgð Eimskipafélagsins vegna Jointrace Ltd, móðurfélags XL, muni falla á félagið og þá um leið hafa áhrif á efnahag og afkomu Eimskips.

Krafa Straums á XL nærri sex milljarðar króna

XL Leisure Group plc. hefur óskað eftir greiðslustöðvun eftir að reynt hafði verið til þrautar um alllangt skeið að koma við fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins. Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hf. hefur átt gott starfstarf við XL um árabil og þykir miður að ekki skyldi takast að leysa þann vanda sem fyrirtækið stóð frammi fyrir.

Eimskip heldur áfram að tapa

Tap Eimskipafélagsins á þriðja ársfjórðungi nam ríflega 20 milljónum evra eða tæpum 2,5 milljarði íslenskra króna. Á sama tíma fyrir ári síðan nam hagnaður félagsins 14 milljónum evra. Tap á fyrstu níu mánuðum rekstrarársins var 160 milljónir evra samanborið við hagnað upp á 8,8 milljónir evra fyrir sama tímabili 2007.

Novator Credit Fund fær Creditflux verðlaunin

Novator Credit Fund, vogunar- og skuldasjóður Novators, hlaut í gærkvöldi árleg verðlaun tímaritsins Creditflux eins virtasta og útbreiddasta tímarits Evrópu sem einbeitir sér að lánamörkuðum. Novator fær verðlaunin í flokknum „best credit opportunity fund“, eða „besti tækifærissjóðurinn“.

Djúp hugmynd um rekstur kafbáts á Hofsósi

Ein af mörgum djúpum hugmyndum sem rædd var á Hugmyndaþingi Samtaka atvinnulífsins sem fram fór á Hofsósi þann 5. september síðastliðinn var innflutningur á kafbáti fyrir ferðamenn.

Ekki ákveðið hvort Björgólfsfeðgar breyti láninu í hlutafé í Eimskip

Yfirlýsing þeirra Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar um að þeir fari fyrir hópi fjárfesta sem muni veita Eimskipi víkjandi lán upp á um 26 milljarða hefur vakið athygli. Spurningar hafa vaknað um hvert framhaldið verði og hvort Björgólfsfeðgar muni á endanum breyta láninu í hlutafé í félaginu. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, segir að ekkert hafi verið ákveðið í þeim efnum.

Segir meir verið að bjarga Landsbankanum en Eimskip

Vilhjálmur Bjarnason viðskiptafræðingur segir að Björgólfsfeðgar hafi meir verið að bjarga Landsbankanum en Eimskip með því að kaupa 207 milljóna evra kröfuna á hendur XL Leisure Group.

Viðsnúningur í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Atorku hækkað um 1,26 prósent í dag og er það mesta hækkun dagsins. Hlutabréf lækkuðu almennt fyrri hluta dags en tóku snúning undir lokin. Það er nokkuð í samræmi við þróunina á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag.

Rúmlega 400 gestir skráðir á Haustráðstefnu Skýrr

Liðlega 400 ráðstefnugestir hafa nú þegar skráð sig til þátttöku á hina árlegu Haustráðstefnu Skýrr sem haldin verður á föstudag, 12. september. Hefur aðsókn að ráðstefnunni aldrei verið svo mikil.

Geir: Ekki kreppa samkvæmt skilgreiningunni

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir Ísland ekki vera ganga í gegnum kreppu samkvæmt skilgreiningunni, krónan sé ekki að sliga íslenskt efnahagslíf og að ákvörðun Seðlabankans í morgun um óbreytta stýrivexti sé skiljanleg.

Rio Tinto áformar 2,6 milljón tonna álframleiðslu

Rio Tinto Group áformar að auka við álframleiðslu sína um 2,6 milljón tonn á komandi árum. Bloomberg-fréttaveitan greinir frá þessu í dag og segir ný álver eða stækkun þeirra á dagskrá á Íslandi, í Kanada, Malasíu, Oman, Cameroon og Saudi-Arabíu.

Aðgerðir til að örva efnahagslífið ótímabærar

Seðlabankinn telur ótímabært að ríkisvaldið fari í sérstakar aðgerðir til þess að örva efnahagslífið. Þetta kom fram í máli Davíðs Oddssonar Seðlabankastjóra, þegar bankinn kynnti stefnuyfirlýsinguna sína í dag. Bankastjórnin ákvað í morgun að stýrivextir bankans skuli vera óbreyttir, 15,5%.

Hlutabréf og gengi halda áfram að lækka

Hlutabréf og gengi halda áfram að falla frá opnun markaða hérlendis í morgun. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,2% og stendur í 3.963 stigum. Gengisvístalan hefur hækkað um 0,54% og gengið veikst sem því nemur.

Stýrivaxtaákvörðunin í takt við væntingar

Edda Rós Karlsdóttir forstöðumaður greiningar Landsbankans segir að ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum hafi verið í takt við væntingar.

Ríkiskaup semur við Nýherja

Ríkiskaup hefur gert rammasamning við Nýherja sem felur í sér kaup á lausnum, búnaði og þjónustu í upplýsingatækni fyrir ríkisfyrirtæki og sveitarfélög sem eru aðilar að rammsamningnum.

DeCode aftur komið í sentin

DeCode, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, lækkaði um 3,96 prósent á Nasdaq-markaðnum í Bandaríkjunum í dag og endaði í 97 sentum á hlut. Gengið hefur ekki verið lægra síðan 1. júlí síðastliðinn en þá maraði gengi bréfa í fyrirtækinu undir dalnum í tæpan mánuð.

Spá óbreyttum stýrivöxtum

Greiningardeild Kaupþings spáir því að bankastjórn Seðlabanka Íslands muni halda stýrivöxtum óbreyttum en tilkynnt verður um ákvörðun stjórnarinnar á morgun. Þetta kemur fram í Hálffimm fréttum greiningardeildarinnar. Fyrr í dag spáði greiningardeild Glitnis einnig að stýrivextir haldist óbreyttir um sinn.

Eimskip hækkaði um 8,47 prósent

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hækkaði um 8,47 prósent þegar viðskiptadeginu lauk í Kauphöllinni. Þegar best lét hafði það farið upp um tæp 14 prósent. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, um 1,74 prósent, Marel fór upp um 0,7 prósent og Icelandair um 0,49 prósent.

Glitnir spáir óbreyttum stýrivöxtum

Greiningardeild Glitnis spáir því að bankastjórn Seðlabanka Íslands muni halda stýrivöxtum óbreyttum en tilkynnt verður um ákvörðun stjórnarinnar á morgun.

Úrvalsvísitalan undir 4.000 stigin

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,38 prósent nú fyrir skemmstu og fór í 3.996 stig. Þetta er í fyrsta sinn síðan seint í maí árið 2005 sem vísitalan fer undir 4.000 stigin.

Úrvalsvísitalan hangir við 4.000 stigin

Nokkur viðsnúningur varð á gengi banka og fjármálafyrirtækja í Kauphöllinni eftir hækkun í fyrstu viðskiptum. Í byrjun dags leiddi Eimskipafélagið nokkra hækkun. Nú er gengi skipaflutningafélagsins hins vegar eitt á uppleið á meðan gengi bankanna hefur lækkað.

Gengi bankanna hækkar

Gengi Landsbankans, Straums, Glitnis og Kaupþings hefur hækkað mest í dag ef frá er skilin mikil hækkun á gengi Eimskipafélagsins. Bréf í skipaflutningafélaginu rauk upp um rúm tíu prósent á fyrstu mínútum viðskiptadagsins og bætti tæpum þremur prósentum við sig nokkrum mínútum síðar.

Eimskip skýst upp um 10 prósent

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu rauk upp um rétt rúm tíu prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í morgun. Fram hefur komið að feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson fari fyrir hópi fjárfesta sem er tilbúinn til að veita Eimskip víkjandi lán uppá 26 milljarðar fari svo að ábyrgð vegna XL Leisure Group falli á félagið.

Krónan styrkist lítillega

Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst um 0,3 prósent í upphafi dags á gjaldeyrismarkaði og stendur gengisvísitalan í 168,5 stigum. Vísitalan endaði í rétt rúmum 169 stigum í gær og hafði þá aldrei verið hærri, eða síðan Seðlabankinn tók að skrá vísitöluna um áramótin 1993.

Frjálst fall úrvalsvísitölu

Úrvalsvísitalan er komin alveg niður undir fjögur þúsund stiga mörkin, eftir tveggja og hálfs prósents lækkun í gær. Hún hefur ekki verið lægri síðan í maílok árið 2005.

Kreppuhættan vegur þyngra en verðbólguógnin

"Staðan í efnahagsmálum einkennist af mikilli óvissu,“ segir Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. "Hætta steðjar að íslensku efnahagslífi, meðal annars vegna skorts á lánsfé sem veldur súrefnisskorti í atvinnulífinu.

Björgólfsfeðgar tilbúnir með 26 milljarða lán til að bjarga Eimskip

Feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson fara fyrir hópi fjárfesta sem er tilbúinn til að veita Eimskip víkjandi lán að upphæð um 26 milljarðar fari svo að ábyrgð vegna XL Leisure Group falli á félagið eins og líkur eru á samkvæmt tilkynningu sem það sendi Kauphöllinni fyrir skömmu.

Gengisvísitalan aldrei hærri og krónan aldrei veikari

Gengisvísitala íslensku krónunnar hefur aldreið verið hærri. Við lokun markaða í Kauphöllinni í dag endaði vísitalan í 169,22 sem er nýtt met. Vísitalan var fyrst skráð af Seðlabanka Íslands árið 1993. Mikið hefur gengið á í gengismálum þjóðarinnar á árinu og hefur gengisvísitalan hækkað um 41 prósent frá áramótum sem hefur í för með sér að krónan hefur veikst um 29 prósent.

Lækkunarhrina í Kauphöllinni

Lækkunarhrina einkenndi daginn í Kauphöllinni í dag. Gengi hlutabréfa í Eik banka og Bakkavör var það eina sem hækkaði á meðan gengi annarra lækkaði.

Bréf Eimskips sigldu niður

Gengi bréfa í Eimskipafélaginu féll um rúm 8,2 prósent í dag. Félagið hefur misst tæpan fjórðung af markaðsverðmæti sínu á tveimur dögum.

Enn sekkur Eimskip

Eimskip hefur lækkað mest allra fyrirtækja í Kauphöllinni það sem af er degi. Félagið lækkaði um 1,45 prósent við opnun markaða en þegar hefur liðið á daginn hefur gengi félagsins lækkað enn frekar, eða um 5,31 prósent. Síðustu fimm daga hefur félagið lækkað um tæp 34 prósent í Kauphöllinni, mest í gær, þegar félagið lækkaði um 16,5 prósent.

Bandaríkjadalur kominn í níutíu kallinn

Gengi íslensku krónunnar hefur veikst um 0,95 prósent innan dags í dag og stendur gengisvísitalan í 167,9 stigum. Bandaríkjadalur hefur styrkst nokkuð að sama skapi og kostar nú rúmar 90,3 krónur. Hann hefur ekki verið dýrari síðan snemma í júní árið 2002.

Óbreyttir vextir hjá Íbúðalánasjóði

Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að halda vöxtum sínum óbreyttum eftir útboð á íbúðabréfum í gær. Þar var um að ræða fimmta útboð sjóðsins á árinu.

Sjá næstu 50 fréttir