Viðskipti innlent

Óbreyttir stýrivextir hjá Seðlabankanum

Bankastjórn Seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum að sinni eftir því sem segir í tilkynningu sem var að berast.

Þeir verða því áfram 15,5 prósent sem er með því hæsta sem gerist á Vesturlöndum. Spár greiningaraðila gerðu ráð fyrir að stýrivextir yrðu áfram óbreyttir enda væri verðbólguþrýstingur enn mikill. Bankastjórn Seðlabankans færir rök fyrir þessari ákvörðun sinni á fundi klukkan ellefu. Næsta reglulega ákvörðun bankans um stýrivexti verður 5. nóvember.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×