Viðskipti innlent

Spá óbreyttum stýrivöxtum

Ásgeir Jónsson er forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings.
Ásgeir Jónsson er forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings.

Greiningardeild Kaupþings spáir því að bankastjórn Seðlabanka Íslands muni halda stýrivöxtum óbreyttum en tilkynnt verður um ákvörðun stjórnarinnar á morgun. Þetta kemur fram í Hálffimm fréttum greiningardeildarinnar. Fyrr í dag spáði greiningardeild Glitnis einnig að stýrivextir haldist óbreyttir um sinn.

,,Verðbólga á Íslandi hefur löngum verið nátengd gengisveikingu íslensku krónunnar. Því kemur ekki á óvart að verðbólga mælist í hæstu hæðum þar sem nafngengi krónunnar er sögulega lágt eftir nánast stanslaust lækkunarferli frá áramótum. Ljóst er að verðbólgan mun áfram ráðast af gengi krónunnar og þegar myntin loksins nær festu, jafnvel þótt sú festa sé kringum sögulega lágt gildi, er fátt í efnahagslífinu sem er líklegt til að kynda verðbólgubálið á næstu misserum og árum."

Greiningardeildin gerir ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum fram á 1. ársfjórðung næsta árs og telur að Seðlabankinn muni við útgáfu Peningamála í nóvember leggja drög að lækkun vaxta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×