Viðskipti innlent

Stýrivaxtaákvörðunin í takt við væntingar

Edda Rós Karlsdóttir forstöðumaður greiningar Landsbankans segir að ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum sínum óbreyttum hafi verið í takt við væntingar.

"En það verður spennandi að sjá rökstuðning bankans fyrir ákvörðun sinni nú klukkan ellefu," segir Edda Rós. "Og þá hvort tóninn í þeim rökstuðningi verði jafn ákveðinn og síðast eða hvort bankinn sjái einhverja möguleika á að slaka á vöxtunum í náinni framtíð."

Edda Rós bendir á að nýjar tölur um hagvöxt séu góðar og spurning sé hvort Seðlabankinn sjái möguleika á að lækka stýrivexti sína í nóvember. Á móti komi að gengi krónunnar hafi lækkað töluvert undanfarna daga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×