Viðskipti innlent

Ríkiskaup semur við Nýherja

Ríkiskaup hefur gert rammasamning við Nýherja sem felur í sér kaup á lausnum, búnaði og þjónustu í upplýsingatækni fyrir ríkisfyrirtæki og sveitarfélög sem eru aðilar að rammsamningnum.

Samningurinn gerir þeim mögulegt að fá tölvur, netþjóna, prentara, gagnageymslur, rekstrarvörur og annan búnað fyrir tækniþjónustu á sérkjörum.

"Það er ánægjulegt að Ríkiskaup hafi eftir ítarlega skoðun valið Nýherja sem sýnir að fyrirtækið stenst kröfur stofnunarinnar um gæði og hagstætt verð," segir Emil Einarsson framkvæmdastjóri Sölusviðs Nýherja.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×