Kreppuhættan vegur þyngra en verðbólguógnin Óli Kristján Ármannsson og Björn Ingi Hrafnsson skrifar 10. september 2008 06:00 Skuggabankastjórnin ræður ráðum sínum Skuggabankastjórn Markaðarins kom saman á Hótel Holti til fundar í þriðja sinn árdegis síðasta mánudag. Edda Rós Karlsdóttir forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans forfallaðist, en bankastjórnina skipa að þessu sinni Ólafur Ísleifsson, Ásgeir Jónsson, Þórður Friðjónsson og Ingólfur Bender. Með bakið í myndavélina eru viðskiptaritsjórar Fréttablaðsins, Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kristján Ármannsson. Markaðurinn/Stefán Skuggabankastjórn Markaðarins leggur til 25 punkta lækkun stýrivaxta. Seðlabankinn kynnir ákvörðun sína á fimmtudag. Bankinn ætti um leið að birta nýjan stýrivaxtaferil og rökstyðja ákvörðun sína til að forða neikvæðum áhrifum á gengi krónunnar. Óli Kris „Staðan í efnahagsmálum einkennist af mikilli óvissu,“ segir Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. „Hætta steðjar að íslensku efnahagslífi, meðal annars vegna skorts á lánsfé sem veldur súrefnisskorti í atvinnulífinu. Stjórnvöld hafa ekki megnað að fylgja eftir mikilvægum skiptasamningum við norræna seðlabanka frá í vor nema að mjög takmörkuðu leyti. Engir aðrir skiptasamningar hafa fylgt á eftir. Ekki hefur tekist að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans nema að takmörkuðu leyti og það lán sem tilkynnt var um í síðustu viku, en hefur reyndar ekki enn verið tekið, er auðvitað aðeins sem lítið skarð í stórri ísaldarstæðunni og var af kurteisisástæðum ekki hlegið beint út af borðinu.“ Ólafur bendir á að ekkert hafi verið aðhafst til að styrkja innviði gjaldeyrismarkaðarins, til dæmis með því að fá erlendan banka til að taka að sér viðskiptavakt með krónuna og styrkja verðmyndun hennar með tiltækum ráðum, sem margir hafi þó kallað eftir að yrði gert. „Fall krónunnar og ofurvextir ógna atvinnufyrirtækjum og heimilum. Stefnan í peningamálum dugir ekki eins og flestum virðist orðið ljóst,“ segir Ólafur enn fremur og segir brýnt að hefja lækkun stýrivaxta nú þegar efnahagslífið horfist í augu við alvarlega ofkælingu og búi við þrefalda vexti á við það sem gerist í samkeppnislöndum. Hann telur þó að fyrrgreindir óvissuþættir leyfi ekki, að sinni, að hreyft verði við vöxtunum. „Þeir aðilar erlendis sem fylgjast með efnahagsmálum hér á landi myndu við þessar aðstæður telja slíka aðgerð óforsvaranlega og slíkt mat væri fallið til þess að veikja gengi krónunnar enn frekar. Búsifjar fyrir atvinnulífið og heimilin af þeim sökum gætu orðið enn þyngri en jafnvel hinir ofurháu vextir,“ bendir Ólafur á. „Ég kalla enn eftir því að stjórnvöld sendi frá sér skýr skilaboð um að í peningamálum verði leitað nýrra leiða með því að styrkja tengslin við Evrópu og leiti eftir því af fullum þunga að Ísland, sem aðili að Evrópska efnahagssvæðinu, eigi bakhjarl í evrópska seðlabankanum með gjaldmiðlaskiptasamningum við Seðlabanka Íslands,“ segir Ólafur og telur að ríkisstjórnin hafi skapað nokkrar væntingar um að í fjárlagafrumvarpi og stefnuræðu forsætisráðherra verði mörkuð trúverðug efnahagsstefna og skýr skilaboð um að vörn verði snúið í sókn. „Fyrsta skrefið er ákvörðun um að hagnýta þau sóknarfæri sem orkuskortur í heiminum færir okkur. Samhliða þarf raunhæfa áætlun um að Ísland fullnægi Maastricht-skilyrðunum sem er viðurkennt heilbrigðisvottorð fyrir efnahagslífið og um leið forsenda fyrir mögulegri aðild að Evrópusambandinu,“ segir Ólafur Ísleifsson.Ólafur Ísleifsson.Líklegt að fjölga þurfi ákvörðunardögum „Þar sem við sjáum nú verðbólguöldu ganga yfir legg ég við núverandi aðstæður til óbreytta stýrivexti,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings. Hann áréttar þó um leið að horfa á síðustu tölur sem feli í sér uppsafnaða hækkunarþörf. „Ljóst er hins vegar að næsti einn til tveir mánuðir verða mjög þungir í verðbólgu og við gætum séð hana hækka enn. Jafnframt er rétt að ástand á gjaldeyrismarkaði er mjög viðkvæmt og krónubréf á gjalddaga í september sem horfa þarf til.“ Ásgeir telur að í fjármálaheiminum séu menn hættir að gera ráð fyrir stórri erlendri lántöku ríkisins til að styrkja gjaldeyrisforðann og verði því að sjá til hvernig til tekst með krónubréfagjalddaga. „Ástandið er því mjög viðkvæmt núna og vart forsvaranlegt að hefja lækkanir nú þegar verðbólgan er komin upp að stýrivöxtunum.“ Hann bendir um leið á að þessi staða hafi komið upp áður. „Seðlabankanum hefur tvisvar tekist að ná verðbólgu niður úr tveggja stafa tölu í mjög lága tölu á einum til tveimur árum. Þetta gerðist 1992 með tengingu við ECU og svo aftur 2001/2002 þegar krónan styrktist. Við gætum því séð verðbólgu hjaðna mjög fljótt þegar gjaldeyrismarkaður réttir aftur úr kútnum og það verður vonandi árið 2009. Forsendan er að gengi krónunnar hækki aftur.“ Ásgeir segir um leið dálítið sérstakt að hlusta á þær skoðanir sem úr Seðlabankanum berast því þar á bæ virðist menn hafa takmarkaða trú á eigin trúverðugleika, þrátt fyrir að hafa í tvígang unnið slíkan sigur á verðbólgu hér. „Þrátt fyrir allt held ég að Seðlabankinn haldi trúverðugleika sínum og að markaðurinn trúi því að verðbólga fari að ganga niður.“ Vaxtalækkun segir hann hins vegar að verði að koma til mjög skjótt þegar verðbólga taki að ganga niður því sú þróun muni ganga afar hratt fyrir sig. „Og er þá mjög líklegt að fjölga verði vaxtaákvörðunardögum,“ segir hann, en Seðlabankinn hefur heimild til að breyta vöxtum hvenær sem hann sér tilefni til, utan fyrirfram ákveðinna vaxtaákvörðunardaga. Ásgeir segir jafnframt að Seðlabanki Íslands hafi gefið mjög sterk skilaboð um mögulega hækkun og að erlendir greinendur spái flestir hækkun núna. „Þess vegna verður mjög erfitt að hefja lækkunarferli nema í tengslum við útgáfu Peningamála,” segir hann.Undirbúa þarf lækkun vaxta. „Við núverandi aðstæður er varla hægt að verja það að lækka vexti miðað við hvernig verðbólgan er, auk þess sem, líkt og bent hefur verið á, að fylgst er með okkur erlendis frá. Þrátt fyrir alla galla er verðbólgumarkmiðið eina markmiðið sem við höfum völ á. Og þrátt fyrir að það hafi að einhverju leyti sprungið getum við ekki yfirgefið það. Það myndi koma mjög illa út í augum útlendinga.“ Ásgeir segir „gífurlega“ kólnun hagkerfisins í vændum og öllu máli skipti að rétt sé staðið að stýrivaxtalækkun. Hún hafi hins vegar ekki verið undirbúin nægilega enn. Vísir/StefánHættan á kreppu er meiri en verðbólguhættan Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, vill hins vegar fremur horfa til hættunnar sem liggur í frekari samdrætti hér innanlands en áhættunnar af mögulegu frekara falli krónunnar. „Ég held að tímabært sé að hefja núna vaxtalækkunarferlið og legg til að vextirnir verði lækkaðir um 50 punkta.“ Við núverandi aðstæður og þær horfur sem blasa við segir Þórður skipta mestu máli að vega saman verðbólguhættuna annars vegar og kreppuhættuna hins vegar. „Að mínu mati verður verðbólgan á hröðu undanhaldi á næstu mánuðum, þótt stigin verði nú varfærnisleg skref í þá átt að lækka vexti.“Nú stefnir hraðbyri í óefni. Þórður segir vel hafi tekist til í að ná fram mjúkri lendingu í hagkerfinu eftir samdrátt 2001 og 2002. Vaxtalækkunarferlið hófst þá síðla árs 2001 áður en verðbólga náði hámarki. "Ég tel rétt að hefja vaxtalækkunarferlið nú og legg til að vextir verði lækkaðir um 50 punkta. Það stefnir hraðbyri í óefni í hagkerfinu og ég óttast að núverandi vaxtastig sé stærri skammtur af aðhaldi en er hagkerfinu hollur. Hættan á alvarlegri kreppu er mun meiri en hættan á viðvarandi verðbólgu.“Vísir/StefánSamdráttur dregur úr verðbólguþrýstingi Hann bendir í því sambandi á reynsluna af fyrri hagsveiflum. „Þannig má til að mynda benda á samdráttarskeiðið 2001 til 2002. Verðbólgan náði hámarki í byrjun árs 2002 en fór síðan hratt lækkandi eftir því sem leið á árið. Vaxtalækkunarferlið hófst varfærnislega seint á árinu 2001, um það bil sem verðbólgan var að ná hámarki, og í framhaldi lækkuðu þeir hratt á fyrri hluta ársins 2002 samhliða hjöðnun verðbólgunnar. Að öllu samanlögðu tókst vel til á þessum tíma, lendingin varð mjúk eins og sagt er. Ég efast um skynsemi þess að beita nýjum og miklu harðari peningaaðgerðum nú í nafni baráttunnar við verðbólgu. Jafnframt orkar vart tvímælis að kreppuógnin nú er meiri en þá,“ segir hann og kveður vera sitt mat að afar lítil hætta sé á að verðbólgubálinu verði viðhaldið með lækkun núna. „Veikleikinn í peningastjórn hér hjá okkur hefur hingað til ekki verið á niðurleið í hagsveiflunni. Niðursveiflan hefur yfirleitt gengið hratt og vel fyrir sig og menn fljótir að draga saman seglin. Veikleikinn í peningamálastjórninni hefur verið í uppsveiflunni og falist í að ekki hefur verið tekið nægilega skjótt í taumana. Með þetta í huga tel ég því rétt að taka varfærnislegt skref, sem vitanlega þarf að setja fram í réttu samhengi gagnvart útlendingum.” Þórður varar um leið við ofmati á viðkvæmni útlendinga gagnvart vaxtaákvörðunum hér. „Ég held að of mikið sé úr því gert að 50 punkta breyting hafi mikil áhrif. Í Bandaríkjunum eru vextir neikvæðir og í Evrópu hangir í því að vera raunvextir, verðbólga og vextir eru nokkurn veginn það sama. 50 punkta lækkun væri því í raun minni en 25 punkta breyting í hlutfallslegu tilliti miðað við vexti annars staðar.“ Þórður telur því að með tilliti til reynslunnar hér og eins því hvernig aðrar þjóðir hafi brugðist við kreppunni sé minni áhætta tekin með því að hefja vaxtalækkun nú þegar, en með því að fresta henni. „Og það er alveg örugglega ekki rétt ákvörðun að bíða með vaxtalækkun þar til við höfum séð lækkun verðbólgunnar nokkra mánuði í röð. Það passar að mínu viti ekki við nokkrar kenningar.“ „Mín skoðun er sú að Seðlabankinn ætti að hefja vaxtalækkunarferli sitt nú og lækka vexti um 0,5 prósentur, eða fimmtíu punkta,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Glitnis. „Þó svo að verðbólgan sé há nú eru verðbólguhorfur góðar þegar horft er tólf til fjórtán mánuði fram í tímann.“ Hann segist því reikna með að verðbólgan hjaðni hratt á næstu mánuðum og að verðbólgumarkmiði Seðlabankans verði náð á þriðja fjórðungi næsta árs. „Í þessu háa vaxtaumhverfi og í ljósi þessarar verðbólguspár tel ég rétt að bankinn lækki vexti sína í nokkuð stórum stökkum á næstu mánuðum,“ bætir Ingólfur við. Hann bendir á að þótt verðbólguvæntingar almennings og fyrirtækja hafi þróast heldur til verri vegar, hafi reynslan sýnt að hérlendis geri menn sér allvel grein fyrir áhrifum gengisbreytinga á verðbólgu og því sé líklegt að væntingarnar færist aftur í betra horf tiltölulega fljótt, lækki krónan ekki frekar eða styrkist jafnvel að nýju.Vextir lækki í stórum stökkum „Mín skoðun er sú að Seðlabankinn ætti að hefja vaxtalækkunarferli sitt nú og lækka vexti um 0,5 prósentur. Þó svo að verðbólgan sé há nú eru verðbólguhorfur góðar sé horft 12-24 mánuði fram í tímann. Við reiknum með því að verðbólgan muni hjaðna hratt á næstu mánuðum og að verðbólgumarkmiði Seðlabankans verði náð á þriðja ársfjórðungi næsta árs. Í þessu háa vaxtaumhverfi og í ljósi þessarar verðbólguspár tel ég rétt að bankinn lækki vexti sína í nokkuð stórum stökkum á næstu mánuðum.“Vísir/stefán„Hratt dregur nú úr innlendri eftirspurn og samhliða dregur úr þeim þrýstingi sem mikil eftirspurn í hagkerfinu hefur verið á verðbólgu. Heimilin hafa brugðist við rýrnun kaupmáttar með því að skera niður útgjöld sín. Við sjáum það í veltutölum, innflutningstölum, nýskráningum bifreiða og fleiri stærðum. Fjárfestingar bæði heimila og fyrirtækja dragast nú saman, meðal annars vegna hækkunar fjármagnskostnaðar, erfiðara aðgengis að lánsfé, eignaverðs- og kaupmáttarþróunar. Væntingar neytenda hafa þá lækkað umtalsvert undanfarið.“ Ingólfur segir að þótt atvinnuleysi mælist enn lágt, sé vinnumarkaðurinn þegar farinn að sýna merki um að á honum sé að slakna. Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi hafi aukist, en mikið hafi verið um að fyrirtæki bregðist nú við hækkun kostnaðar og samdrætti í eftirspurn með því að fækka starfsfólki. „Reikna má með því að atvinnuleysið aukist hratt á næstu mánuðum og að samhliða muni bæði draga úr kostnaðar- og eftirspurnarþrýstingi á verðbólgu. Þá teljum við að íbúðaverð muni lækka nokkuð á næstu misserum, sem bæði hefur bein áhrif til lækkunar á verðbólgumælingu og dregur líka úr eftirspurnarþrýstingi vegna neikvæðra eignaáhrifa á heimilin,“ segir hann. Ingólfur víkur einnig tali sínu að krónunni, sem standi veik um þessar mundir og hafi veikst að undanförnu. „Verðbólguáhrif gengisfalls krónunnar síðustu mánuði hafa að mestu komið fram nú þegar. Líklegt er að vaxtamunurinn verði lítt virkur áhrifavaldur krónunnar á næstunni vegna erlendrar lánsfjárkrísu. Virkni peningastefnunnar hefur breyst af þessum sökum þannig að áhrif innlendra vaxta á innlenda eftirspurn eru meiri nú en verið hefur um langa hríð. Aðgerðir í peningamálum þurfa að taka mið af þessu. Stjórnendur fyrirtækja hafa á undanförnum mánuðum gerst mun svartsýnni um stöðu efnahagsmála og hafa uppgjör fyrirtækja verið á flesta mælikvarða verri á fyrri helmingi þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Ljóst er að ýmis fjármálafyrirtæki og fyrirtæki sem tengjast innlendri eftirspurn finna mikið fyrir samdrættinum nú ásamt hækkandi kostnaði. Draga mun hratt úr umsvifum þessara fyrirtækja á næstunni og mun það hafa áhrif á verðbólguþrýstinginn til lækkunar,“ segir Ingólfur Bender enn fremur. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Skuggabankastjórn Markaðarins leggur til 25 punkta lækkun stýrivaxta. Seðlabankinn kynnir ákvörðun sína á fimmtudag. Bankinn ætti um leið að birta nýjan stýrivaxtaferil og rökstyðja ákvörðun sína til að forða neikvæðum áhrifum á gengi krónunnar. Óli Kris „Staðan í efnahagsmálum einkennist af mikilli óvissu,“ segir Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. „Hætta steðjar að íslensku efnahagslífi, meðal annars vegna skorts á lánsfé sem veldur súrefnisskorti í atvinnulífinu. Stjórnvöld hafa ekki megnað að fylgja eftir mikilvægum skiptasamningum við norræna seðlabanka frá í vor nema að mjög takmörkuðu leyti. Engir aðrir skiptasamningar hafa fylgt á eftir. Ekki hefur tekist að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans nema að takmörkuðu leyti og það lán sem tilkynnt var um í síðustu viku, en hefur reyndar ekki enn verið tekið, er auðvitað aðeins sem lítið skarð í stórri ísaldarstæðunni og var af kurteisisástæðum ekki hlegið beint út af borðinu.“ Ólafur bendir á að ekkert hafi verið aðhafst til að styrkja innviði gjaldeyrismarkaðarins, til dæmis með því að fá erlendan banka til að taka að sér viðskiptavakt með krónuna og styrkja verðmyndun hennar með tiltækum ráðum, sem margir hafi þó kallað eftir að yrði gert. „Fall krónunnar og ofurvextir ógna atvinnufyrirtækjum og heimilum. Stefnan í peningamálum dugir ekki eins og flestum virðist orðið ljóst,“ segir Ólafur enn fremur og segir brýnt að hefja lækkun stýrivaxta nú þegar efnahagslífið horfist í augu við alvarlega ofkælingu og búi við þrefalda vexti á við það sem gerist í samkeppnislöndum. Hann telur þó að fyrrgreindir óvissuþættir leyfi ekki, að sinni, að hreyft verði við vöxtunum. „Þeir aðilar erlendis sem fylgjast með efnahagsmálum hér á landi myndu við þessar aðstæður telja slíka aðgerð óforsvaranlega og slíkt mat væri fallið til þess að veikja gengi krónunnar enn frekar. Búsifjar fyrir atvinnulífið og heimilin af þeim sökum gætu orðið enn þyngri en jafnvel hinir ofurháu vextir,“ bendir Ólafur á. „Ég kalla enn eftir því að stjórnvöld sendi frá sér skýr skilaboð um að í peningamálum verði leitað nýrra leiða með því að styrkja tengslin við Evrópu og leiti eftir því af fullum þunga að Ísland, sem aðili að Evrópska efnahagssvæðinu, eigi bakhjarl í evrópska seðlabankanum með gjaldmiðlaskiptasamningum við Seðlabanka Íslands,“ segir Ólafur og telur að ríkisstjórnin hafi skapað nokkrar væntingar um að í fjárlagafrumvarpi og stefnuræðu forsætisráðherra verði mörkuð trúverðug efnahagsstefna og skýr skilaboð um að vörn verði snúið í sókn. „Fyrsta skrefið er ákvörðun um að hagnýta þau sóknarfæri sem orkuskortur í heiminum færir okkur. Samhliða þarf raunhæfa áætlun um að Ísland fullnægi Maastricht-skilyrðunum sem er viðurkennt heilbrigðisvottorð fyrir efnahagslífið og um leið forsenda fyrir mögulegri aðild að Evrópusambandinu,“ segir Ólafur Ísleifsson.Ólafur Ísleifsson.Líklegt að fjölga þurfi ákvörðunardögum „Þar sem við sjáum nú verðbólguöldu ganga yfir legg ég við núverandi aðstæður til óbreytta stýrivexti,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings. Hann áréttar þó um leið að horfa á síðustu tölur sem feli í sér uppsafnaða hækkunarþörf. „Ljóst er hins vegar að næsti einn til tveir mánuðir verða mjög þungir í verðbólgu og við gætum séð hana hækka enn. Jafnframt er rétt að ástand á gjaldeyrismarkaði er mjög viðkvæmt og krónubréf á gjalddaga í september sem horfa þarf til.“ Ásgeir telur að í fjármálaheiminum séu menn hættir að gera ráð fyrir stórri erlendri lántöku ríkisins til að styrkja gjaldeyrisforðann og verði því að sjá til hvernig til tekst með krónubréfagjalddaga. „Ástandið er því mjög viðkvæmt núna og vart forsvaranlegt að hefja lækkanir nú þegar verðbólgan er komin upp að stýrivöxtunum.“ Hann bendir um leið á að þessi staða hafi komið upp áður. „Seðlabankanum hefur tvisvar tekist að ná verðbólgu niður úr tveggja stafa tölu í mjög lága tölu á einum til tveimur árum. Þetta gerðist 1992 með tengingu við ECU og svo aftur 2001/2002 þegar krónan styrktist. Við gætum því séð verðbólgu hjaðna mjög fljótt þegar gjaldeyrismarkaður réttir aftur úr kútnum og það verður vonandi árið 2009. Forsendan er að gengi krónunnar hækki aftur.“ Ásgeir segir um leið dálítið sérstakt að hlusta á þær skoðanir sem úr Seðlabankanum berast því þar á bæ virðist menn hafa takmarkaða trú á eigin trúverðugleika, þrátt fyrir að hafa í tvígang unnið slíkan sigur á verðbólgu hér. „Þrátt fyrir allt held ég að Seðlabankinn haldi trúverðugleika sínum og að markaðurinn trúi því að verðbólga fari að ganga niður.“ Vaxtalækkun segir hann hins vegar að verði að koma til mjög skjótt þegar verðbólga taki að ganga niður því sú þróun muni ganga afar hratt fyrir sig. „Og er þá mjög líklegt að fjölga verði vaxtaákvörðunardögum,“ segir hann, en Seðlabankinn hefur heimild til að breyta vöxtum hvenær sem hann sér tilefni til, utan fyrirfram ákveðinna vaxtaákvörðunardaga. Ásgeir segir jafnframt að Seðlabanki Íslands hafi gefið mjög sterk skilaboð um mögulega hækkun og að erlendir greinendur spái flestir hækkun núna. „Þess vegna verður mjög erfitt að hefja lækkunarferli nema í tengslum við útgáfu Peningamála,” segir hann.Undirbúa þarf lækkun vaxta. „Við núverandi aðstæður er varla hægt að verja það að lækka vexti miðað við hvernig verðbólgan er, auk þess sem, líkt og bent hefur verið á, að fylgst er með okkur erlendis frá. Þrátt fyrir alla galla er verðbólgumarkmiðið eina markmiðið sem við höfum völ á. Og þrátt fyrir að það hafi að einhverju leyti sprungið getum við ekki yfirgefið það. Það myndi koma mjög illa út í augum útlendinga.“ Ásgeir segir „gífurlega“ kólnun hagkerfisins í vændum og öllu máli skipti að rétt sé staðið að stýrivaxtalækkun. Hún hafi hins vegar ekki verið undirbúin nægilega enn. Vísir/StefánHættan á kreppu er meiri en verðbólguhættan Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, vill hins vegar fremur horfa til hættunnar sem liggur í frekari samdrætti hér innanlands en áhættunnar af mögulegu frekara falli krónunnar. „Ég held að tímabært sé að hefja núna vaxtalækkunarferlið og legg til að vextirnir verði lækkaðir um 50 punkta.“ Við núverandi aðstæður og þær horfur sem blasa við segir Þórður skipta mestu máli að vega saman verðbólguhættuna annars vegar og kreppuhættuna hins vegar. „Að mínu mati verður verðbólgan á hröðu undanhaldi á næstu mánuðum, þótt stigin verði nú varfærnisleg skref í þá átt að lækka vexti.“Nú stefnir hraðbyri í óefni. Þórður segir vel hafi tekist til í að ná fram mjúkri lendingu í hagkerfinu eftir samdrátt 2001 og 2002. Vaxtalækkunarferlið hófst þá síðla árs 2001 áður en verðbólga náði hámarki. "Ég tel rétt að hefja vaxtalækkunarferlið nú og legg til að vextir verði lækkaðir um 50 punkta. Það stefnir hraðbyri í óefni í hagkerfinu og ég óttast að núverandi vaxtastig sé stærri skammtur af aðhaldi en er hagkerfinu hollur. Hættan á alvarlegri kreppu er mun meiri en hættan á viðvarandi verðbólgu.“Vísir/StefánSamdráttur dregur úr verðbólguþrýstingi Hann bendir í því sambandi á reynsluna af fyrri hagsveiflum. „Þannig má til að mynda benda á samdráttarskeiðið 2001 til 2002. Verðbólgan náði hámarki í byrjun árs 2002 en fór síðan hratt lækkandi eftir því sem leið á árið. Vaxtalækkunarferlið hófst varfærnislega seint á árinu 2001, um það bil sem verðbólgan var að ná hámarki, og í framhaldi lækkuðu þeir hratt á fyrri hluta ársins 2002 samhliða hjöðnun verðbólgunnar. Að öllu samanlögðu tókst vel til á þessum tíma, lendingin varð mjúk eins og sagt er. Ég efast um skynsemi þess að beita nýjum og miklu harðari peningaaðgerðum nú í nafni baráttunnar við verðbólgu. Jafnframt orkar vart tvímælis að kreppuógnin nú er meiri en þá,“ segir hann og kveður vera sitt mat að afar lítil hætta sé á að verðbólgubálinu verði viðhaldið með lækkun núna. „Veikleikinn í peningastjórn hér hjá okkur hefur hingað til ekki verið á niðurleið í hagsveiflunni. Niðursveiflan hefur yfirleitt gengið hratt og vel fyrir sig og menn fljótir að draga saman seglin. Veikleikinn í peningamálastjórninni hefur verið í uppsveiflunni og falist í að ekki hefur verið tekið nægilega skjótt í taumana. Með þetta í huga tel ég því rétt að taka varfærnislegt skref, sem vitanlega þarf að setja fram í réttu samhengi gagnvart útlendingum.” Þórður varar um leið við ofmati á viðkvæmni útlendinga gagnvart vaxtaákvörðunum hér. „Ég held að of mikið sé úr því gert að 50 punkta breyting hafi mikil áhrif. Í Bandaríkjunum eru vextir neikvæðir og í Evrópu hangir í því að vera raunvextir, verðbólga og vextir eru nokkurn veginn það sama. 50 punkta lækkun væri því í raun minni en 25 punkta breyting í hlutfallslegu tilliti miðað við vexti annars staðar.“ Þórður telur því að með tilliti til reynslunnar hér og eins því hvernig aðrar þjóðir hafi brugðist við kreppunni sé minni áhætta tekin með því að hefja vaxtalækkun nú þegar, en með því að fresta henni. „Og það er alveg örugglega ekki rétt ákvörðun að bíða með vaxtalækkun þar til við höfum séð lækkun verðbólgunnar nokkra mánuði í röð. Það passar að mínu viti ekki við nokkrar kenningar.“ „Mín skoðun er sú að Seðlabankinn ætti að hefja vaxtalækkunarferli sitt nú og lækka vexti um 0,5 prósentur, eða fimmtíu punkta,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningar Glitnis. „Þó svo að verðbólgan sé há nú eru verðbólguhorfur góðar þegar horft er tólf til fjórtán mánuði fram í tímann.“ Hann segist því reikna með að verðbólgan hjaðni hratt á næstu mánuðum og að verðbólgumarkmiði Seðlabankans verði náð á þriðja fjórðungi næsta árs. „Í þessu háa vaxtaumhverfi og í ljósi þessarar verðbólguspár tel ég rétt að bankinn lækki vexti sína í nokkuð stórum stökkum á næstu mánuðum,“ bætir Ingólfur við. Hann bendir á að þótt verðbólguvæntingar almennings og fyrirtækja hafi þróast heldur til verri vegar, hafi reynslan sýnt að hérlendis geri menn sér allvel grein fyrir áhrifum gengisbreytinga á verðbólgu og því sé líklegt að væntingarnar færist aftur í betra horf tiltölulega fljótt, lækki krónan ekki frekar eða styrkist jafnvel að nýju.Vextir lækki í stórum stökkum „Mín skoðun er sú að Seðlabankinn ætti að hefja vaxtalækkunarferli sitt nú og lækka vexti um 0,5 prósentur. Þó svo að verðbólgan sé há nú eru verðbólguhorfur góðar sé horft 12-24 mánuði fram í tímann. Við reiknum með því að verðbólgan muni hjaðna hratt á næstu mánuðum og að verðbólgumarkmiði Seðlabankans verði náð á þriðja ársfjórðungi næsta árs. Í þessu háa vaxtaumhverfi og í ljósi þessarar verðbólguspár tel ég rétt að bankinn lækki vexti sína í nokkuð stórum stökkum á næstu mánuðum.“Vísir/stefán„Hratt dregur nú úr innlendri eftirspurn og samhliða dregur úr þeim þrýstingi sem mikil eftirspurn í hagkerfinu hefur verið á verðbólgu. Heimilin hafa brugðist við rýrnun kaupmáttar með því að skera niður útgjöld sín. Við sjáum það í veltutölum, innflutningstölum, nýskráningum bifreiða og fleiri stærðum. Fjárfestingar bæði heimila og fyrirtækja dragast nú saman, meðal annars vegna hækkunar fjármagnskostnaðar, erfiðara aðgengis að lánsfé, eignaverðs- og kaupmáttarþróunar. Væntingar neytenda hafa þá lækkað umtalsvert undanfarið.“ Ingólfur segir að þótt atvinnuleysi mælist enn lágt, sé vinnumarkaðurinn þegar farinn að sýna merki um að á honum sé að slakna. Árstíðarleiðrétt atvinnuleysi hafi aukist, en mikið hafi verið um að fyrirtæki bregðist nú við hækkun kostnaðar og samdrætti í eftirspurn með því að fækka starfsfólki. „Reikna má með því að atvinnuleysið aukist hratt á næstu mánuðum og að samhliða muni bæði draga úr kostnaðar- og eftirspurnarþrýstingi á verðbólgu. Þá teljum við að íbúðaverð muni lækka nokkuð á næstu misserum, sem bæði hefur bein áhrif til lækkunar á verðbólgumælingu og dregur líka úr eftirspurnarþrýstingi vegna neikvæðra eignaáhrifa á heimilin,“ segir hann. Ingólfur víkur einnig tali sínu að krónunni, sem standi veik um þessar mundir og hafi veikst að undanförnu. „Verðbólguáhrif gengisfalls krónunnar síðustu mánuði hafa að mestu komið fram nú þegar. Líklegt er að vaxtamunurinn verði lítt virkur áhrifavaldur krónunnar á næstunni vegna erlendrar lánsfjárkrísu. Virkni peningastefnunnar hefur breyst af þessum sökum þannig að áhrif innlendra vaxta á innlenda eftirspurn eru meiri nú en verið hefur um langa hríð. Aðgerðir í peningamálum þurfa að taka mið af þessu. Stjórnendur fyrirtækja hafa á undanförnum mánuðum gerst mun svartsýnni um stöðu efnahagsmála og hafa uppgjör fyrirtækja verið á flesta mælikvarða verri á fyrri helmingi þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Ljóst er að ýmis fjármálafyrirtæki og fyrirtæki sem tengjast innlendri eftirspurn finna mikið fyrir samdrættinum nú ásamt hækkandi kostnaði. Draga mun hratt úr umsvifum þessara fyrirtækja á næstunni og mun það hafa áhrif á verðbólguþrýstinginn til lækkunar,“ segir Ingólfur Bender enn fremur.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira