Viðskipti innlent

Hlutabréf og gengi halda áfram að lækka

Hlutabréf og gengi halda áfram að falla frá opnun markaða hérlendis í morgun. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,2% og stendur í 3.963 stigum. Gengisvístalan hefur hækkað um 0,54% og gengið veikst sem því nemur.

Ekkert félag hefur hækkað í kauphöllinni en mesta lækkun hefur orðið hjá Exista eða 2%, Landsbankinn hefur lækkað um 1,1% og Glitnir um 0,9%.

Verð á helstu gjaldmiðlum er: dollarinn er í rúmlega 91 kr., pundið í 160 kr. , evran er í rúmlega 127 kr. og danska krónan er í 17 kr.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×