Viðskipti innlent

Rio Tinto áformar 2,6 milljón tonna álframleiðslu

Rio Tinto Group áformar að auka við álframleiðslu sína um 2,6 milljón tonn á komandi árum. Bloomberg-fréttaveitan greinir frá þessu í dag og segir ný álver eða stækkun þeirra á dagskrá á Íslandi, í Kanada, Malasíu, Oman, Cameroon og Saudi-Arabíu.

Fram kemur í fréttinni að margir samkeppnisaðilar í álframleiðslunni hafi lokað álverum vegna aukins orkukostnaðar. Þá hafi Kínverjar einnig dregið úr sinni framleiðslu um ca. 10% af sömu sökum.

Í þessari stöðu sér Rio Tinto möguleika en félagið er annar stærsti álframleiðandi heims. Áætlað er að hin nýju álver komist í gagnið á árabilinu 2011 til 2014.

Hvað Ísland varðar er um að ræða áform um að stækka álverið í Straumsvík ennfrekar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×