Viðskipti innlent

Eimskip heldur áfram að tapa

Tap Eimskipafélagsins á þriðja ársfjórðungi nam ríflega 20 milljónum evra eða tæpum 2,5 milljarði íslenskra króna. Á sama tíma fyrir ári síðan nam hagnaður félagsins 14 milljónum evra. Tap á fyrstu níu mánuðum rekstrarársins var 160 milljónir evra samanborið við hagnað upp á 8,8 milljónir evra fyrir sama tímabili 2007.

Heildartekjur á þriðja ársfjórðungi námu 403,2 milljónum evra sem er 48,3% tekjuaukning á milli ára. Undirliggjandi vöxtur samstæðunnar er 4,3% á fjórðungnum. Rekstrartekjur af flutningastarfsemi námu 160,5 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi og tekjur af rekstri kæli- og frystigeymslna voru 242,7 milljónir evra á fjórðungnum Rekstrargjöld námu 391,4 milljónum evra og jukust því um 50,1% frá fyrra ári.

„Flutningastarfsemi Eimskips skilar áfram viðunandi árangri og er í samræmi við okkar áætlanir. Fjármagnsliðir halda hinsvegar áfram að hafa umtalsverð áhrif á afkomu félagsins en yfirlýst markmið okkar er að lækka skuldir samstæðunnar. Auk þess er unnið að ýmsum hagræðingarverkefnum innan félagsins til að bregðast við ytri aðstæðum þar sem búast má við samdrætti í flutningastarfsemi," segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, um uppgjörið í tilkynningu frá fyrirtækinu.




Tengdar fréttir

Ekki ákveðið hvort Björgólfsfeðgar breyti láninu í hlutafé í Eimskip

Yfirlýsing þeirra Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar um að þeir fari fyrir hópi fjárfesta sem muni veita Eimskipi víkjandi lán upp á um 26 milljarða hefur vakið athygli. Spurningar hafa vaknað um hvert framhaldið verði og hvort Björgólfsfeðgar muni á endanum breyta láninu í hlutafé í félaginu. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, segir að ekkert hafi verið ákveðið í þeim efnum.

Úrvalsvísitalan undir 4.000 stigin

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,38 prósent nú fyrir skemmstu og fór í 3.996 stig. Þetta er í fyrsta sinn síðan seint í maí árið 2005 sem vísitalan fer undir 4.000 stigin.

Bréf Eimskips sett á athugunarlista Kauphallarinnar

Hlutabréf í Eimskipafélaginu hafa verið færð á athugunarlista í Kauphöllinni. Þetta er gert í tengslum við skilyrði Kauphallarinnar fyrir töku hlutabréfa til viðskipta, vegna umtalsverðrar óvissu varðandi verðmyndun vegna hættu á ójafnræði meðal fjárfesta, líkt og segir í tilkynningu.

Bréf í Eimskip féllu um 16,5 prósent

Hlutabréf í Eimskip féllu um sextán og hálft prósent í gær þegar hlutir í nánast öllum örðum fyrirtækjum í Kauphöllinni hækkuðu og úrvalsvísitalan fór upp um eitt og hálft prósent. Óljóst er hvað olli þessu mikla hrapi hjá Eimskip, því fyrirtækið gaf ekki út afkomuviðvörun í gær og engar nýjar fréttir bárust af rekstrinum.

Eimskip hækkaði um 8,47 prósent

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hækkaði um 8,47 prósent þegar viðskiptadeginu lauk í Kauphöllinni. Þegar best lét hafði það farið upp um tæp 14 prósent. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, um 1,74 prósent, Marel fór upp um 0,7 prósent og Icelandair um 0,49 prósent.

Segir meir verið að bjarga Landsbankanum en Eimskip

Vilhjálmur Bjarnason viðskiptafræðingur segir að Björgólfsfeðgar hafi meir verið að bjarga Landsbankanum en Eimskip með því að kaupa 207 milljóna evra kröfuna á hendur XL Leisure Group.

Bréf Eimskips sigldu niður

Gengi bréfa í Eimskipafélaginu féll um rúm 8,2 prósent í dag. Félagið hefur misst tæpan fjórðung af markaðsverðmæti sínu á tveimur dögum.

Eimskip skýst upp um 10 prósent

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu rauk upp um rétt rúm tíu prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í morgun. Fram hefur komið að feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson fari fyrir hópi fjárfesta sem er tilbúinn til að veita Eimskip víkjandi lán uppá 26 milljarðar fari svo að ábyrgð vegna XL Leisure Group falli á félagið.

Björgólfsfeðgar tilbúnir með 26 milljarða lán til að bjarga Eimskip

Feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson fara fyrir hópi fjárfesta sem er tilbúinn til að veita Eimskip víkjandi lán að upphæð um 26 milljarðar fari svo að ábyrgð vegna XL Leisure Group falli á félagið eins og líkur eru á samkvæmt tilkynningu sem það sendi Kauphöllinni fyrir skömmu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×