Fleiri fréttir

Nokkur félög í methæðum

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Atorku hækkaði langmest skráðra félaga, eða um 8,19 prósent, og fór í 11,10 krónur á hlut og hefur aldrei verið hærra. Þá fór gengi fleiri félaga í methæðir, svo sem Landsbankans.

Glitnir semur í Shanghai

Glitnir og kínverska matvælafyrirtækið Fu Ji skrifuðu í dag undir samning sem felur í sér að Glitnir mun verða ráðgjafi Fu Ji, við vöxt fyrirtækisins á kínverska markaðinum. Með samningnum hyggst Fu Ji nýta sér þekkingu Glitnis á alþjóðlegri matvælaframleiðslu. Skrifstofa bankans í Shanghai mun leiða verkefnið fyrir Glitni en þar er að finna mikla þekkingu á kínverskum markaði.

REI á eignir í þremur heimsálfum

Með sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy verður til eitt öflugasta fyrirtæki heims á sviði jarðvarma, bæði í rafmagnsframleiðslu og hitaveitna. Um er að ræða eignir í þremur heimsálfum, Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu.

Vöruskiptahallinn 10 milljarðar í september

Hagstofan birti í morgun bráðabirgðatölur um vöruskipti í september. Samkvæmt þeim nam vöruútflutningur í síðasta mánuði 18,1 mlljörðum kr. en vörur voru hins vegar fluttar inn fyrir 28,1 milljarða kr. og því var 10 milljarða kr. halli á vöruskiptum í september. Er það 2 milljörðum kr. minni halli en í ágúst.

BA velur hugbúnað frá Calidris

Breska flugfélagið British Airways hefur valið að nota hugbúnaðarpakka sem íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Calidris hefur hannað og þróað og ber nafnið "Business Change Management. Raunar hefur BA notað þennan pakka undanfarið ár en Calidris tilkynnti fyrst um málið í dag.

LÍ sagður bjóða 87 milljarða í írskan sparisjóð

Landsbankinn er sagður líklegur til að gera tilboð í írska sparisjóðinn Irish Nationwide Building Society á næstunni. Kaupverð liggur í um einum milljarði evra, jafnvirði 87 milljörðum íslenskra króna. Gengi bréfa í Landsbankanum hefur hækkað um tæpt prósent í dag, stendur í 42,3 krónum á hlut og hefur aldrei verið hærra.

Gengi Atorku rýkur upp

Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað afar lítið eftir að viðskipti hófust í Kauphöllinni í morgun. Þetta er í takti við þróun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Gengi bréfa í Atorku hefur hækkað langmest það sem af er dags, eða um 6,73 prósent. Gengi einungis þriggja félaga hefur hækkað en jafn mörg lækkað. Önnur félög standa í stað.

Tíu prósentum færri bílar nýskráðir

Nýskráningar bíla á fyrstu níu mánuðum ársins drógust saman um rúm tíu prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta leiða tölur Hagstofunnar í ljós.

Kreditkortavelta eykst milli ára

Kreditkortavelta heimila var 17,8 prósentum meiri á fyrstu átta mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar.

Lykilkraftar útrásar orkugeira sameinast

Félögin Reykjavik Energy Invest og Geysir Green Energy hafa verið sameinuð undir nafni þess fyrrnefnda. Eignir sameinaðs félags nema 65 milljörðum króna og heildarhlutafé 40 milljarðar. Starfsmönnum Orkuveitunnar býðst að kaupa hlut í félaginu á genginu 1,3. Félagið á að skrá á markað innan tveggja ára.

Samruni BYRS við SPK samþykktur einróma

Fundur stofnfjáreigenda Byrs sparisjóðs, sem haldinn var í dag, samþykkti einróma, með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins, samruna Byrs sparisjóðs við Sparisjóð Kópavogs samkvæmt samrunaáætlun, sem stjórnir sparisjóðanna undirrituðu 27. júní sl.

Straumur hækkaði mest í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt við lok viðskipta í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í Straumi hækkaði mest, eða um 3,33 prósent og standa bréf fjárfestingabankans í 21,7 krónum á hlut. Gengi bréfa í FL Group hækkaði næstmest, eða um 3,1 prósent.

Sameining í orkugeiranum

Sameina á fjárfestingafélögin Reykjavik Energy Invest (REi) og Geysi Green Energy sem bæði fjárfesta í orkuiðnaði. REi er í meirihlutaeigu Orkuveitu Reykjavíkur, en stærsti hluthafi Geysis Green er FL Group. Samkvæmt heimildum Markaðarins verður sameiningin kynnt á blaðamannafundi seinna í dag.

Greiða atkvæði um sameiningu BYRS og SPK

Stjórn BYRS hefur boðað til stofnfjáreigendafundar í sparisjóðnum í dag. Ef og þegar stofnfjáreigendur hafa samþykkt sameininguna við Sparisjóð Kópavogs, sem allar líkur eru á að gerist, er búist er við að Fjármálaeftirlitið muni taka sér sinn tíma áður en stofnunin leggur blessun sína yfir málið.

Athafnalán fyrir konur hjá SPRON

Athafnalán eru ný lán sem veitt eru vegna rekstrar þar sem konur eru í lykilhlutverki. Lánin bjóðast fyrirtækjum sem eru í eigu kvenna eða rekin af konum og veitir SPRON lánin í samvinnu við Þróunarbanka Evrópu og Norræna fjárfestingarbankann.

Brú fjárfestir í útgerðarfyrirtæki

Brú II Venture Capital Fund hefur fjárfest fyrir sjö milljónir bandaríkjadala eða sem nemur 449 milljónum króna í sprotafyrirtækinu FS-10 ehf. sem er útgerðarfyrirtæki með höfuðstöðvar í Reykjavík. FS-10 var stofnað í þeim tilgangi að nýta íslenska sérfræðiþekkingu við útgerð stórra fiskiskipa á hafinu undan Máritaníu en stofnendur fyrirtækisins hafa víðtæka reynslu af sjávarútvegi.

Kraftur í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa tók sprettinn við opnun viðskipta í Kauphöllinni í morgun og rauk Úrvalsvísitalan upp um 1,23 prósent. FL Group leiddi hækkanalestina en gengi bréfa í félaginu hækkaði um 4,65 prósent. Þegar stundarfjórðungur var liðinn frá opnun Kauphallarinnar kom lækkanakippur sem olli því að bréf í Straumi tóku toppsætið af FL Group.

Milestone tekur stöðu í Carnegie

Fjárfestingafyrirtækið Milestone, í eigu þeirra Karls og Steingríms Wernerssona, hefur fjárfest grimmt í sænska bankanum Carnegie og er nú stærsti hluthafi bankans með 9,7% hlut. Að sögn danska blaðsins Börsen hefur Milestone greitt um 7,4 milljarða skr. fyrir hlutinn eða um 74 milljarða kr. Glitnir hefur einnig keypt hluti í bankanum og á nú 1,8 milljón hluti.

Líf í tískutuskunum

Íslenski tískumarkaðurinn hefur aldrei verið fjölbreyttari. Nýjar verslanir spretta upp og Íslendingar virðast geta tekið endalaust við. En nú eru blikur á lofti. Tískuveldin NTC og Hagar hafa fengið bréf frá Samkeppniseftirlitinu þar sem óskað er skýringa á nýtilkomnu samstarfi keðjanna.

Bankahólfið: Forstjóraflétta

Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hefur fundið sig vel í starfi stjórnar­formanns Reykjavík Energy Invest. Það er ekki mikið mál fyrir reynslubolta úr viðskiptalífinu að hoppa á milli starfa sem eru ólík en eiga samt mikið sameiginlegt.

Sparisjóðir í ólgusjó breytinga

SPRON hefur varðað leið annarra sparisjóða í hlutafélagaformið. Nú síðast hafa stofnfjár­eigendur í Sparisjóði Svarfdæla samþykkt að stefnt skuli í þá átt og fleiri fylgjast grannt með ferlinu hjá SPRON. Sjóðum fækkar um leið og þeir stækka.

AppliCon gullvottað

Þýski hugbúnaðarframleiðandinn SAP hefur veitt fyrirtækinu AppliCon gullvottun, en af um þrjátíu samstarfsfyrirtækjum SAP á Norðurlöndum hafa aðeins tvö náð þeim áfanga áður.

Er hæstánægður með höfuðstöðvarnar

Einar Einarssson, forstjóri Marel Food Systems í Bandaríkjunum, var hæstánægður með nýju höfuðstöðvarnar þegar hann settist niður með Jóni Aðalsteini Bergsveinssyni á meðan viðskiptavinir virtu fyrir sér nýjustu tækin frammi í sýningarsalnum.

FL Group upp en Icelandair niður

Gengi hlutabréfa í kauphöllinni hækkuðu almennt í verði í dag. Mest hækkuðu bréf í FL Group um 5,09 prósent en bréf í Icelandari Group lækkuðu mest.

Promens kaupir framleiðslueiningu á Spáni

Promens yfirtók í dag framleiðslueiningu spænska fyrirtækisins STE Packaging Development á snyrtivöruumbúðum. Kaupverð er trúnaðarmál en það verður greitt með handbæru fé. Fyrirtækið er staðsett í Esparraguera, nálægt Barcelona á Spáni. Starfsmenn fyrirtækisins eru 33 talsins en árssala fyrirtækisins nemur 3,8 milljónum evra, 332 milljónum króna.

Hlutabréf í FL Group á flugi

Hlutabréf í FL Group hafa hækkað um 5,09 prósent í kauphöllinni það sem af er degi. Almennt hafa hlutabréf hækkað í verði í dag og hefur úrvalsvísitalan hækkað um 2,13 prósent.

Léttúð í umgengni um yfirtökureglur

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital Fjárfestingarbanka, varar markaðsaðila við frjálslegri umgengni við reglur um yfirtökuskyldu og segir að slíkt virðingaleysi komi aðeins niður á þeim sjálfum. Til lengri tíma muni það rýra traust á markaðnum og þar með hægja á vexti hans.

Hótel Nordica verður Hilton-hótel í dag

Nordica hótel í Reykjavík mun frá og með deginum í dag heita Hilton Reykjavík Nordica. Stjórnendur eru sannfærðir um að breytingin muni laða enn fleiri viðskiptavini að hótelinu.

Vill skýrari reglur um yfirtökuskyldur

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra vill skýrari reglur um yfirtökuskyldur fyrirtækja. Þetta sagði hann á ráðstefnu sem Fjármálaeftirlitið hélt í morgun. Ráðherra segir reglur um yfirtökuskyldu fyrirtækja afar óskýrar.

Hækkanir í kauphöllinni

Hlutabréf hækkuðu almennt í verði í kauphöllinni í morgun. Úrvalsvísitalan hafði hækkaði um 1,97 prósent um klukkan hálf ellefu.

Úrvalsvísitalan tók sprettinn

Gengi hlutabréfa tók sprettinn rétt fyrir lokun viðskipta í Kauphöllinni fyrir nokkrum mínútum. Gengi bréfa í 365 leiddi lestina fram eftir degi en það hækkaði langmest skráðra félaga í Kauphöllinni, eða um 7,97 prósent. Gengi allra fjármálafyrirtækjanna hækkaði sömuleiðis. Föroyabanki er það undanskilinn en gengi bréfa í honum lækkaði mest, um 2,17 prósent.

VGK-Hönnun fær risaverkefni í Ungverjalandi

VGK-Hönnun hefur samið við ungverska fyrirtækið Pannonplast Zrt um umsjón og hönnun á átta nýjum jarðvarmavirkjunum í Ungverjalandi. Umfang verkefnisins er um 30 milljarðar kr. og má reikna með að VGK-Hönnun fái um 5% í sinn hlut eða um 1,5 milljarða króna.

365 hf. hækka um rúm 8%

Það sem af er degi hefur gengið bréfa í 365 hf. hækkað um 8,37% í Kauphöllinni. Aðrir sem hafa hækkað m.a. eru Straumur-Burðarás með 2,29% og Össur hf, með 0,99%. Úrvalsvísitalan er aftur komin yfir 8000 stig og stendur í 8032 þessa stundina.

Fasteignamarkaðurinn enn á útopnu

Fasteignamarkaður hefur verið mjög öflugur á þessu ári og endurspeglað góðar aðstæður í hagkerfinu til húsnæðiskaupa. Gott atvinnuástand og miklar launahækkanir hafa verið helsti drifkraftur markaðarins ásamt allgóðu aðgengi að lánsfjármagni. Allt þetta hefur gert það að verkum að eftirspurn eftir húsnæði hefur verið mikil og fólksfjölgun í landinu hefur einnig aukið eftirspurn. Fjallað er um málið í Morgunkorni Glitnis

Vodofone rekur stærsta víðnet landsins

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, og Árni Pétur Jónsson, forstjóri Vodafone skrifuðu á fimmtudag undir samning þess efnis að Vodafone sjái um reksturs stærsta víðnets landsins næstu ár fyrir Menntamálaráðuneytið. Um er að ræða tölvunet sem tengir saman alla framhaldsskóla landsins og símenntunarstöðvar um allt land, samtals um 70 menntastofnanir.

DHL semur við Skýrr

DHL hefur samið við Skýrr um launaþjónustu og prentvinnslu. Annarsvegar útvistar DHL allri launatengdri starfsemi til Skýrr og hinsvegar mun Skýrr sjá um prentun á ölu útsendu efni DHL.

Risasala Eimskips vestan hafs

Eimskip hefur lokið sölu á 23 kæli- og frystigeymslum í Bandaríkjunum og Kanada fyrir 385 milljónir kanadadollara eða um 24 milljarða króna. Andvirði sölunnar verður nýtt til að greiða niður skuldir vegna yfirtöku á kanadíska félaginu Atlas Cold Storage í nóvember 2006.

Sjá næstu 50 fréttir