Viðskipti innlent

Greiða atkvæði um sameiningu BYRS og SPK

Ragnar Guðjónsson, sparisjóðsstjóri BYRs, segir mikilvægt að sameining verði samþykkt.
Ragnar Guðjónsson, sparisjóðsstjóri BYRs, segir mikilvægt að sameining verði samþykkt. MYND/Anton Brink

Stjórn BYRS hefur boðað til stofnfjáreigendafundar í sparisjóðnum í dag. Ef og þegar stofnfjáreigendur hafa samþykkt sameininguna við Sparisjóð Kópavogs, sem allar líkur eru á að gerist, er búist er við að Fjármálaeftirlitið muni taka sér sinn tíma áður en stofnunin leggur blessun sína yfir málið.

Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Kópavogs hafa nú þegar samþykkt sameiningu og segir Ragnar Guðjónsson, sparisjóðsstjóri BYRs, mikilvægt að sama gerist innan BYRs svo hægt verði að búa til öflugt fjármálafyrirtæki sem geti staðið styrkum fótum i þeirri samkeppni sem ríki á fjármálamarkaði í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×