Viðskipti innlent

Promens kaupir á Spáni

Promens tilkynnti í gær að félagið hefði yfirtekið snyrtivöruumbúðaeiningu spænska fyrirtækisins STE Packaging Development. Fyrirtækið, sem staðsett er nálægt Barcelona, sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og dreifingu á sérhæfðum snyrtivöruumbúðum og íhlutum fyrir þær.

Greint er frá þessu í Vegvísi Landsbankans. Þar segir að árleg sala einingarinnar nemi 3,8 milljónum evra, eða tæpum 360 milljónum kr. en til samanburðar er áætluð velta Promens um 715 milljón evrur. Promens, sem er að mestu í eigu Atorku Group hf., gaf ekki upp kaupverðið en kaupin eru fjármögnuð með handbæru fé. Hið nýja fyrirtæki verður hluti af Suður-Evrópudeild umbúðasviðs Promens






Fleiri fréttir

Sjá meira


×