Viðskipti innlent

Tíu prósentum færri bílar nýskráðir

MYND/GVA

Nýskráningar bíla á fyrstu níu mánuðum ársins drógust saman um rúm tíu prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta leiða tölur Hagstofunnar í ljós.

Alls voru nærri 17.400 bílar nýskráðir á þessu tímabili á árinu. Síðastliðna 12 mánuði, til loka september, voru nýskráningar bíla um 21 þúsund og dróst bílainnflutningur saman um 15 prósent frá fyrra tólf mánaða tímabili.

Tölur Hagstofunnar leiða enn fremur í ljós að kreditkortavelta heimilanna var nærri 18 prósentum meiri á fyrstu átta mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Þá jókst debetkortavelt um sex prósent á tímabilinu og samalögð greiðslukortavelta jókst því um 11,5 prósent á milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×