Viðskipti innlent

Athafnalán fyrir konur hjá SPRON

Athafnalán eru ný lán sem veitt eru vegna rekstrar þar sem konur eru í lykilhlutverki. Lánin bjóðast fyrirtækjum sem eru í eigu kvenna eða rekin af konum og veitir SPRON lánin í samvinnu við Þróunarbanka Evrópu og Norræna fjárfestingarbankann.

 

„Samkvæmt gögnum Hagstofunnar eru konur framkvæmdastjórar eða sitja í stjórnum hjá einungis um fimmtungi fyrirtækja en það er þó misjafnt eftir atvinnugreinum," segir Ólafur Haraldsson, framkvæmdastjóri SPRON í frétt um málið. "Lánin eiga að efla nýsköpun í fyrirtækjum þar sem konur eru í lykilhlutverki auk þess að auðvelda konum í rekstri aðgang að fjármagni. Við erum stolt af því að eiga samstarf við Þróunarbanka Evrópu og Norræna fjárfestingabankann um þessi lán." .

 

Lánin eru í samræmi við samfélagsstefnu og þá jafnréttishugsun sem ríkir í SPRON en SPRON var fyrst fjármálafyrirtækja til að hljóta Jafnréttisverðlaun Jafnréttisráðs. Lánin eiga að auðvelda konum að hefja rekstur en þau eru einnig veitt starfandi fyrirtækum sem uppfylla áðurnefnd skilyrði og vilja efla starfsemina eða takast á við ný verkefni. Lánveitingar eru háðar útlánareglum SPRON.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×