Fleiri fréttir

Leggja áherslu á farþegaflug – og eru í skörpu flugtaki

Íslensk flugmiðlun ehf., eða Icelandic Aircraft Management - IAM, heitir tíu ára gamalt fyrirtæki sem miðlar verkefnum milli flugfélaga auk þess að koma að kaupum og leigu á flugvélum. Síðustu ár hafa umsvif fyrirtækisins í útlöndum stóraukist. Óli Kristján Ármannsson tók hús á IAM og ræddi við Magnús Friðjónsson framkvæmdastjóra.

Í svigi

Ég er svo kátur þessa dagana að ég næ mér varla niður á jörðina. Fyrir menn eins og mig eru svona sveiflutímabil eins og svigbrekka fyrir góðan skíðamann.

Stór markmið hjá Straumi

Með innri vexti og fyrirtækjakaupum ætla stjórnendur Straums að skapa leiðandi fjárfestingarbanka í Norður- og Mið-Evrópu fyrir árið 2010. William Fall, forstjóri Straums, kynnti leiðirnar að því marki á blaðamannafundi á mánudag.

Bankahólfið: Skattaparadís Ingólfs

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fór á kostum á ráðstefnu Glitnis í New York um jarðvarmavirkjanir. Þar dró hann upp skemmtilega mynd af því hvernig Reykjavík væri eina höfuðborgin sem hlyti nafn af jarðvarma, þegar Ingólfur Arnarson nefndi staðinn eftir reyknum sem steig upp frá heitum laugunum.

Nýir í stjórn Seed Forum

Skipt var um stjórnarformann í Seed Forum á Íslandi auk þess sem þrír nýir stjórnarmenn komu inn á aðalfundi félagsins á fimmtudag í síðustu viku. Seed Forum velur og þjálfar íslensk nýsköpunar- og frumkvöðla­fyrirtæki til að kynna sig fyrir fjárfestum hér heima og erlendis.

Samið um samstarf vegna Kaupþings

Fjármálaeftirlitið (FME) og Kredittilsynet í Noregi hafa gert með sér samning um samstarf vegna starfsemi útibús Kaupþings í Noregi. Í tilkynningu FME kemur fram að ástæða samningsins sé að Kaupþing hafi sótt um aðild að innistæðutryggingasjóði norskra banka, en það sé gert til að tryggja að viðskiptavinir bankans í Noregi njóti sömu innistæðutryggingar og viðskiptavinir norskra innlánsstofnana.

Alvöru alþjóðafyrirtæki leiðin til vaxtarins

Lárus Welding tók við keflinu af Bjarna Ármannssyni í Glitni. Hans verkefni er að fylgja eftir stefnu bankans í nýjum og spennandi kafla í alþjóðlegri uppbyggingu. Hafliði Helgason horfði á hlaupabrautina fram undan með forstjóranum, sem er búinn að nota sumarið til að reima á sig hlaupaskóna og er stokkinn af stað.

Bankar í krísu

Mjög hefur dregið úr millibankalánum evrópskra fjármálafyrirtækja, að sögn breska vikuritsins Economist í vikunni. Blaðið segir ástæðuna mikla óvissu á fjármálamarkaði.

Olíuríkin ætla að framleiða meira

OPEC ríkin hafa ákveðið að auka olíuframleiðslu sína um 500 þúsund tunnur á dag til að mæta aukinni eftirspurn. Tillagan um aukninguna er komin frá Saudi Aröbum og felur hún í sér að framleiðslan verði aukin frá 1. nóvember næstkomandi.

Kaupþing segir að verðbólga muni hækka

Greiningardeild Kaupþings spáir 1,3% hækkun á vísitölu neysluverðs. Hagstofa Íslands mun birta mælingu á vísitölunni fyrir september á morgun. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 4,2%.

Kaupþing og Straumur sigla heim með gullið frá Svíþjóð

Sænska viðskiptablaðið Dagens Industri fjallar um það í dag að Kaupþing banki og Straumur-Burðarás hafi selt mikið af hlutum sínum í sænskum félögum og síðan siglt heim með gullið eins og það er orðað. Þannig hafi eignasafn Straums-Burðarás minnkað um 870 milljónir skr. eða um 8,7 milljarða kr. og greint er frá því að Kaupþing hafi dregið sig út úr 18 af þeim 38 félögum sem það átti í um áramót.

Gengi Atlantic Petroleum rauk upp

Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð í Kauphöllinni í dag, sum talsvert meira en önnur. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,24 prósent og endaði í 7.949 stigum. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði langmest, eða um 9,19 prósent. Gengið hefur hækkað um heil 135 prósent á árinu. Gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri lækkaði hins vegar mest í dag, eða um 1,46 prósent.

Verk og vit aftur á næsta ári

Ákveðið hefur verið að halda stórstýninguna Verk og vit aftur á næsta ári en hún var haldin í fyrsta sinn í mars 2006. Sýningin er tileinkuð byggingariðnaði, skipulagsmálum, mannvirkjagerð og orkumálum og er undirbúningur þegar í fullum gangi eftir því sem segi í tilkynningu frá aðstandendum.

FL Group á nærri 19 prósent í INGG

FL Group á nærri 19 prósenta hlut í breska afþreyingarfélaginu Inspired Gaming Group beint eða óbeint í gegnum framvirka samninga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu vegna fréttaflutnings í Bretlandi af áhuga FL Group á kaupum á hlutum í félaginu.

Hækkun á hlutabréfamarkaði

Gengi hlutabréfa hefur hækkað í Kauphöllinni í mörgum. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,53 prósent og stendur hún í 7.972 stigum. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur hækkað langmest, eða um 6,24 prósent. Gengi bréfa í landa þeirra hjá Föroya banka hefur hins vegar lækkað mest, eða um 0,69 prósent. Hækkunin nú er í takti við hækkun á alþjóðamörkuðum.

Fjölmiðlarisinn lækkaði mest

Bréf í 365 hf. lækkuðu mest allra í dag, eða um 5,3%. Exista lækkaði um 4,63% Kaupþing lækkaði um 3,52. Icelandair um 3,31 og Century Alumnium Company um 3,19%. Eina fyrirtækið í Kauphöll Íslands sem hækkaði í dag var færeyska fyrirtækið Atlantic Petroleum sem hækkaði um 10,43%.

Lækkun á hlutabréfamörkuðum víða í heiminum

Greiningadeild Kaupþings telur að sú lækkun sem varð á innlendum hlutabréfamarkaði í dag gæti tengst frétt Sunday Times um helgina. Þar var greint frá því að alþjóðlegir bankar muni lenda í miklum erfiðleikum með að fjármagna lausafjárþörf sína á næstu dögum.

Opnar umhverfisvænustu skrifstofubyggingu Bretlands

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður í dag og á morgun í heimsókn í Leeds þar sem hann opnar meðal annars nýja skrifstofu dótturfélags Eimskips í borginni sem er sú umhverfisvænasta á Bretlandi.

Atlantic Petruleum hækkar um 11% eftir olíufund

Á meðan flestar tölur í Kauphöllinni í morgun hafa verið í rauðu er Atlantic Petruleum á góðu skriði og hefur hækkað um 11% það sem af er degi. Þetta skýrist af því að félagið hefur fundið stór kolalög á Hook Head svæðinu úti fyrir ströndum Írlands þar sem talið er að séu miklar birgðir af olíu og gasi. Atlantic Petruleum hefur hækkað um tæp 14% í dönsku kauphöllinni í dag.

Tengjast þráðlaust við hljóðgjafa með blátækni

Epoq-heyrnartækin eru komin til Íslands en þau eru talin vera fullkomnustu heyrnartæki á markaðinum í dag. „Það sem er einstakt við Epoq-heyrnartækin er að þau búa yfir nýrri, þráðlausri tækni, sem gerir það að verkum að tvö tæki geta skipst á upplýsingum og samhæft allar stillingar. Fyrir vikið upplifir notandinn meiri víðóma skynjun fyrir hljóði en áður, í stað þess að tækin vinni sjálfstætt á hvoru eyra.“

FL Group með tæp 38 prósent í TM

FL Group hefur keypt alla hluthafa Kjarrhólma ehf. út úr félaginu og með því eignast 37,57 prósent hlutafjár í Tryggingamiðstöðinni. Kjarrhólmi er annar stærsti hluthafinn í TM á eftir Glitni, sem keypti stærsta hluthafann og aðra út í síðustu viku en hefur gefið út að hann ætli að selja hlutinn áfram til fjárfesta.

Nýr forstjóri hjá Eimskipi í Ameríku

Brent Sugden, forstjóri kanadíska kæli- og frystigeymslufélagsins Versacold, hefur í kjölfar skipulagsbreytinga verið ráðinn forstjóri yfir kæli- og frystigeymslusviði Eimskips í Ameríku. Reynir Gíslason sem gegnt hefur bæði stöðu forstjóra Eimskips í Ameríku frá júlí 2006 svo og forstjóra Atlas frá nóvember 2006 heldur áfram sem forstjóri yfir annarri starfsemi Eimskips í Ameríku.

Fall á 90 dögum

Straumur - Burðarás fjárfestingarbanki stefnir að því auka heildartekjur sínar upp 1.250 milljónir evra, jafnvirði um 112 milljaða króna fyrir árið 2010. Þá er stefnt að því að 40 prósent starfsmanna verði konur í lok næsta árs. Þetta kom fram í kynningu Williams Fall á framtíðarmarkmiðum bankans, en bankinn hefur lækkað um rétt rúmlega níu prósent frá því að hann tók við fyrir 90 dögum.

Brimborg býður upp á etanól á eldsneytisdælu

Bifreiðaumboðið Brimborg opnar á morgun fyrstu eldsneytisdælu sem eingöngu er ætluð etanóli. Um er að ræða tilraunaverkefni sem umboðið stendur að í samvinnu við olíufélagið Olís.

Peningaskápurinn...

Nokkuð hefur verið rætt upp á síðkastið um netþjónabú, sem bandarísku hugbúnaðar- og netfyrirtækin Microsoft, Yahoo, Google, ásamt öðrum, eru að skoða að reisa hér á landi. Á ráðstefnu Skýrslutæknifélags Íslands í vikunni um netþjónabúin komu upp vangaveltur um nafnið enda gætu bú sem þessi geymt mun meira en netþjóna eina.

Farsímalaust frí

Farsímabann hefur verið sett á ferðamannaparadís í Karíbahafinu. Stundum er áreitið svo mikið í nútímasamfélagi að marga dreymir um að komast í frí þar sem tæki og tól eins og iPod og farsímar eru hreinlega skilin eftir heima. Nú gætu þeir hinir sömu látið drauminn rætast með fríi á Palm Island, fjölsóttri eyju sem tilheyrir Grenadíneyjunum í Karíbahafinu.

Dregur úr veltu á fasteignamarkaði

Þinglýstir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 864 talsins í ágúst samanborið við 999 í júlí, samkvæmt tölum Fasteignamats ríkisins. Greiningardeild Kaupþings segir að þótt dregið hafi úr veltu kaupsamninga séu þeir tvöfalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Greiningardeildin reiknar með áframhaldandi hækkun á fasteignaverði í september en telur að eftirspurn muni minnka á næstu mánuðum vegna hærri vaxta.

Skuldatryggingarálag í hæstu hæðum

Skuldatryggingarálag íslensku viðskiptabankanna hefur hækkað töluvert undanfarinn mánuð í kjölfar óróa á erlendum fjármálamörkuðum. Álagið hefur farið hækkandi frá því um miðjan júní og hefur vísitala yfir skuldatryggingarálag fjármálafyrirtækja rúmlega fimmfaldast á tímabilinu. Skuldatryggingarálag Kaupþings hefur hækkað mest en það hefur þrefaldast.

Úrvalsvísitalan lækkar í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa lækkaði í Kauphöllinni í dag. Þetta er í takti við lækkun á helstu hlutabréfamörkuðum. Gengi bréfa í FL Group lækkaði mest, eða um 3,75 prósent. Gengi einungis tveggja félaga hækkaði, Atlantic Petroleum og Alfesca.

Þröng á þingi hjá Marel Food Systems

Þröng mun vera á þingi í höfuðstöðvum Marel Food Systems í Garðabænum þessa dagana en þar stendur nú yfir þriggja daga stjórnendafundur samsteypunnar. Þar koma saman allir forstjórar og framkvæmdastjórar, sölustjórar, þjónustustjórar og fjármálastjórar allra dótturfélaga. Alls eru þetta um 150 stjórnendur frá 25 löndum.

Hlutafé Alfesca verði skráð í evrum

Lagt verður til á næsta aðalfundi matvælafyrirtækisins Alfesca þann 24. september að stjórn félagsins fái heimild til þess að skrá hlutafélagsins í evrum.

Metvelta á gjaldeyrismarkaði í ágúst

Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri nam 750 milljörðum króna í síðasta mánuði og hefur hún aldrei verið jafn mikil í einum mánuði. Greiningardeild Glitnis segir ástæðuna óróa á fjármálamörkuðum heims í kjölfar vandræða í Bandaríkjunum tengdum annars flokks húsnæðislánum (e. subprime).

Nýr forstjóri Eimskips á Íslandi

Guðmundur Davíðsson hefur verið ráðinn forstjóri yfir starfsemi Eimskips á Íslandi En Bragi Þór Marinósson verður forstjóri yfir Norður-Atlantshafssvæði félagsins. Í tilkynningu frá félaginu segir að ráðningin sé til komin vegna skipulagsbreytinga en gífurlegur vöxtur Eimskips á undanförnum mánuðum hafi kallað á að Norður-Atlantshafssvæði félagsins verði skipt í tvennt.

Peningaskápurinn ...

Margir hafa reynt að komast yfir TM en engum tekist það fyrr en nú að FL Group, Sund og Glitnir náðu þar undirtökunum. Jón Ásgeir Jóhannesson, sem reyndi að komast til valda í TM fyrir nokkrum árum án árangurs, er því kominn með pálmann í hendurnar.

Uppsetning kerfisins hefst í haust

Vodafone hefur gert samning við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei um kaup á tæknibúnaði vegna uppbyggingar Voda­fone á langdrægu GSM-farsímakerfi. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, móðurfélags Vodafone, og Sun Zheng Yang, fulltrúi Huawei, skrifuðu undir samninginn í utanríkis­ráðuneytinu í gær.

Þrjú fyrirtæki hafa sýnt áhuga á netþjónabúi

Þrjú fyrirtæki hafa þegar skoðað aðstæður á Íslandi fyrir uppsetningu netþjónabúa og bendir margt til að fyrirtæki með Íslendinga í fararbroddi muni ríða á vaðið, að því er kom fram í ræðu Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra á ráðstefnu um netþjónabú í gær.

Býst við harðari tóni á næsta vaxtaákvörðunarfundi

Greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir að tónninn í Seðlabankanum verði heldur harðari á næsta vaxtaákvörðunarfundi í nóvember í ljósi þess að Davíð Oddsson seðlabankastjóri gaf til kynna í dag að skammtímaverðbólguspá bankans væri of lág.

Fjármagnstekjur Íslendinga nálgast 400 milljarða í ár

Í nýjasta fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins er leitt líkum að því að fjármagnstekjur Íslendinga í ár nemi allt að 400 milljörðum kr. Á fyrstu sjö mánuðum ársins námu tekjurnar 209 milljörðum kr. Þessar tölur byggja á upplýsingum frá Seðlabankanum en ef þetta gengur eftir myndu skatttekjur ríkissjóðs af þessu nema 30-40 milljörðum kr.

Stefna að sameiningu þriggja sparisjóða

Forsvarsmenn Sparisjóðsins í Keflavík, Sparisjóðs Vestfirðinga og Sparisjóðs Húnaþings og Stranda hafa ákveðið að leggja til við að þeir verði sameinaðir.

Bílnum stungið í samband

Breskir sérfræðingar vinna nú að því í Reykjavík að breyta Toyota Prius tvinnbíl þannig að hlaða megi hann eins og hvert annað heimilistæki, með því að stinga honum í samband.

Verðbólguhorfur til skamms tíma lakari en áður

Verðbólguhorfur til skamms tíma eru lakari en við síðustu vaxtaæákvörðun bankastjórnar Seðlabankans og bankinn telur ekki unnt að lækka stýrivexti fyrr en á fyrri helmingi næsta árs. Þetta kom fram í máli Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra þegar hann rökstuddi þá ákvörðun Seðlabankans að halda stýrivöxtum óbreyttum. Hann sagðist aðspurður ekki finna fyrir þrýstingi á upptöku evrunnar líkt og viðskiptaráðherra.

Stærsti prentsamningur Íslands í höfn

Prentsmiðjan Oddi og Birtíngur útgáfufélag ehf. hafa gert með sér samning um prentun allra tímarita Birtíngs. Þetta mun vera einn stærsti prentsamningur sem gerður hefur verið hér á landi og sá stærsti sem gerður hefur verið um prentun tímarita. Samkvæmt honum prentar Oddi yfir 220 tölublöð af tímaritum Birtíngs á ári. Virði samningsins hefur ekki verið gefið upp.

Seðlabankinn heldur stýrivöxtum óbreyttum

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,3 prósentum. Þetta er í takt við væntingar greinenda en þeir gera ekki ráð fyrir að breyting verði á vöxtunum fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári.

Sjá næstu 50 fréttir