Fleiri fréttir

Sparisjóður Bolungarvíkur keyrir á verðbréfaeign

Sparisjóður Bolungarvíkur hagnaðist um 230 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 62 milljónir á sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir því að hagnaðurinn hafi tæplega fjórfaldast á milli ára. Mestu munar um tekjur af veltufjármunum og öðrum eignum en vaxta- og þjónustutekjur drógust saman á milli ára.

Lækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa lækkaði almennt við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,5 prósent og stendur hún í 8.241 stigi. Þróunin er í takti við lækkun á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og í Japan. Gengi bréfa í Marel hækkaði mest í fyrstu viðskiptum dagsins en gengi bréfa í Straumi-Burðarási lækkaði mest.

Íbúðalánasjóður lánaði 5,4 milljarða í ágúst

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu tæpum 5,4 milljörðum króna í ágúst. Þar af voru um 900 milljónir vegna leiguíbúðalána en almenn útlán voru tæplega 4,5 milljarðar króna. Á sama tíma í fyrra námu heildarútlánin hins vegar 3,2 milljörðum króna. Meðallán almennra útlána voru tæpar 9,5 milljónir króna í mánuðinum, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs.

Dregur úr halla á vöruskiptum

Vöruskipti voru óhagstæð um tólf milljarða króna í síðasta mánuði, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Í sama mánuði í fyrra voru vöruskipti hins vegar neikvæð um 14,4 milljarða króna. Gangi þetta eftir hefur dregið úr halla á vöruskiptum upp á 2,4 milljarða króna á milli ára.

Litlir milljónerar

Rússneska dagblaðið Finans hefur tekið saman lista um þau börn rússneskra nýríkra auðkýfinga sem erfa muni mestan auð að foreldrum sínum látnum. Þau börn ein eru gjaldgeng á listann sem munu erfa jafnvirði eins milljarðs Bandaríkjadala, rúma 64 milljarða íslenskra króna.

Ríkasti hundurinn?

Og aftur að „mini-görkunum“. Yngstu börnin á topp tíu listanum eru þriggja ára tvíburar vodkakóngsins og fagurkerans Rustam Tariko. Blessuð börnin gætu reyndar þurft að skipta arfinum með hundi sem föður þeirra er afar annt um enda klæðir hann ferfætlinginn í dýrasta skart.

Nýr forstjóri stýrir fjöreggi Marel Food Systems

Sigsteinn P. Grétarsson hefur verið ráðinn forstjóri Marels ehf., einnar af fjórum meginstoðum Marel Food Systems. Forstjórinn segir þessa einingu fyrirtækisins fjöreggið sem hafi sinnt nýsköpun í matvælavinnslu frá fyrstu tíð. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson ræddi við Sigstein um starfið hjá Marel og þýðinguna sem samþætting og skipulagsbreytingar hjá fyrirtækinu fela í sér.

Erlend sérfræðiþekking lykill að samkeppnishæfni Íslands

Hingað til hefur lítið verið vitað um líðan þeirra erlendu sérfræðinga sem eru við störf á Íslandi. Þeir skipta þó hundruðum og þeim fer ört fjölgandi. Ný könnun Capacent, sem kynnt var á morgunverðarfundi Fjárfestingarstofu og Útflutningsráðs í gær, varpar nýju ljósi á þennan hóp. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir ræddi við framsögumenn fundarins um þýðingu þess fyrir íslenskt atvinnulíf að laða að erlenda sérþekkingu.

Lesið í garnir markaðar

Maður væri nú sennilega ekki að fást við það sem maður fæst við, ef ekki væri vegna þess að maður er vel læs á atburði líðandi stunda og auk þess spámannlega vaxinn.

Gallarnir eru kostir

Bandaríkjamaðurinn Alexander Picchietti hefur verið búsettur á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni í rúmt ár. Þar sem rætur hans eru ítalskar hefur hann evrópskt vegabréf. Hann þurfti því ekki að fara í gegnum það langa ferli að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi sem fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins þarf að gera. Alexander er giftur Sif Ríkharðsdóttur.

Greiða allan hagnaðinn út til hluthafa

Íslensk verðbréf er sérhæft eignastýringarfyrirtæki sem er starfrækt á Akureyri og fagnar tuttugu ára afmæli um þessar mundir. Eggert Þór Aðalsteinsson ræddi við Sævar Helgason, framkvæmdastjóra ÍV, sem segir markið sett á að eignir í stýringu fari yfir 100 milljarða á árinu.

Guðlast í Símanum?

Í gær birti fréttavefurinn mbl.is frétt þess efnis að biskupi Íslands, Karli Sigurbjörnssyni, þætti nýjar auglýsingar fyrirtækisins ósmekklegar. Auglýsingarnar sýna Jesú og lærisveina hans við síðustu kvöldmáltíðina. Hann uppgötvar að Júdas er ekki við matarborðið en er ekki lengi að hafa uppi á honum með splunkunýjum 3G-símanum sínum.

Stoðir eru stærsta fasteignafélag á Norðurlöndum

Hið nýsameinaða félag Stoða og Keops er með starfsemi í fjórum löndum og eru eignir þess metnar á 381,2 milljarða íslenskra króna. Stoðir eru nú skilgreindar sem norður-evrópskt fasteignafélag. Jón Skaftason sat fréttamannafund í höfuðstöðvum Keops í útjaðri Kaupmannahafnar og ræddi við Skarphéðin Berg Steinarsson, forstjóra Stoða, sem segir viðhorf Dana í garð íslenskra fjárfesta batna hægt og örugglega. Eftir samrunann eiga um þrjú hundruð danskir fjárfestar hlut í Stoðum.

Lagabreytingar nauðsynlegar

Með aukinni alþjóðavæðingu íslenskra fyrirtækja hefur gríðarleg breyting orðið á eðli viðskiptavinahópar Útlendingastofnunar. Umsóknum frá fyrirtækjum sem þurfa á erlendum sérfræðingum að halda hefur fjölgað verulega á síðustu árum.

Erlendir séfræðingar CCP nauðsynlegir

„Við erum að flytja sérfræðingana hingað til Íslands í bílförmum,“ segir Helgi Már Þórðarson, starfsmannastjóri CCP, án þess að ýkja verulega. CCP kæmist ekki af öðruvísi en að ráða erlenda starfsmenn. Jafnvel þegar auglýst er hér á landi sækja fáir með réttu reynsluna og menntunina um.

Viðskiptahallinn 51 milljarður

Viðskiptahallinn á Íslandi var 51 milljarður króna á öðrum fjórðungi ársins 2007. Á fyrsta ársfjórðungi var hallinn 29 milljarðar og því lætur nærri að viðskiptahallinn hafi tvöfaldast. Í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands segir að aukningin skýrist af meiri halla á vöruskiptajöfnuði sem var 31 milljarður.

Atorka hækkaði mest í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hækkaði lítillega á heildina litið í Kauphöllinni í dag en Úrvalsvísitalan bætti við sig 0,08 prósentum. Gengi bréfa í Atorku hækkaði mest, eða um 2,86 prósent. Bréf í stoðtækjafyrirtækinu Össuri lækkaði hins vegar mest, eða um 2,34 prósent.

Atorka og Alfesca hækka mest

Atorka Group og Alfesca hafa hækkað mest í Kauphöllinni það sem af er degi. Alls hefur Atorka hækkað um 2,97% en Alfesca, sem birti ljómandi fínt ársuppgjör í gær, hefur hækkað um 2,39%.

Saga Film hluti af fjölþjóðlegu fyrirtæki

Saga Film, sem heyrt hefur undir 365 hf, verður hluti af fjölþjóðlegu fyrirtæki sem framleiða mun auglýsingar og sjónvarpsefni og stýra ýmiss konar viðburðum. Saga Film sameinast félaginu European Film Group A/S sem Baugur keypti nýverið og mun hið nýja félag bera nafnið European film Group ehf.

Candover framlengir yfirtökutilboð í Stork

Breska fjárfestingafélagið Candover hefur framlengt samþykkisfrest hluthafa í hollenska félaginu Stork vegna yfirtökutilboðs Candover í allt hlutafé Stork. Tilboð Candover-manna hljóðar upp á 1,5 milljarða evra og gildir framlengt tilboð til 18. september.

Þriðja kynslóð farsíma tekin í notkun

Þriðju kynslóðar farsímakerfi var formlega tekið í notkun á Íslandi þegar Síminn kynnti 3G-þjónustu sína í gær. Helstu nýjungarnar sem 3G-tæknin felur í sér eru þríþættar: Móttaka sjónvarpsútsendinga, teng­ing við internet með allt að 7,2 megabita hraða og myndsímtöl þar sem viðmælendur sjá hvor annan meðan á símtali stendur.

Hagnaður Alfesca jókst um 87 prósent

Hagnaður Alfesca nam 22,4 milljónum evra, jafnvirði tæpra tveggja milljarða íslenskra króna, á síðasta ári, sem lauk í enda júní. Árið þar á undan nam hagnaðurinn 12 milljónum evra og jafngildir þetta að hann hafi aukist um 87 prósent á milli ára.

Straumur skráir hlutafé í evrum fyrst íslenskra fyrirtækja

Stjórn Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka ákvað á fundi sínum í dag að skrá hlutafé bankans í evrum í stað íslenskra króna frá og með 20. september. Með þessu verður Straumur fyrsta íslenska fyrirtækið til að skrá hlutafé sitt í erlendri mynt.

Úrvalsvísitalan lækkaði í Kauphöllinni

Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Þetta er takti við þróun á erlendum hlutabréfamörkuðum sem legið hafa beggja vegna núllsins. Gengi bréfa í Icelandair Group hækkaði verulega fyrri hluta dagsins, um rúm fimm prósent þegar mest lét, en tók að dala eftir því sem leið á. Gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri hækkaði mest, eða um 1,99 prósent.

Sjónvarpsfrelsi

Sjónvarps- eða vídeóflakkari kallast heitasta heimilistækið í dag. Hvern langar ekki til að fylgjast með framhaldsþáttaröð án þess að þurfa að bíða í viku eftir næsta þætti? Ansi marga… og það er þess vegna sem svokallaðir vídeóflakkarar verða vinsælli með hverjum mánuðinum sem líður.

Metmánuður hjá OMX í óróanum

Nýliðinn ágústmánuður var metmánuður hjá norrænu OMX-kauphöllinni en Kauphöll Íslands heyrir undir hana. Eftir því sem fram kemur á danska viðskiptafréttavefnum Börsen urðu rúmlega 214 þúsund viðskipti að meðaltali á dag í OMX-kauphöllinni á ágúst.

Spá óbreyttum vöxtum hjá Seðlabankanum á fimmtudag

Greiningardeild Glitnis spáir því að stjórn Seðlabanka Íslands breyti ekki stýrivöxtum á fimmtudag en þá verður ákvörðun þar um kynnt. Stýrivextir eru nú 13,3 prósent og hefur Seðlabankinn haldið þeim óbreyttum frá því í desember í fyrra.

Grænt ljós á kaup Straums í Tékklandi

Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt kaup Straums-Burðarássá 50 prósenta hlut í tékkneska fjárfestingabankanum Wood & Company. Straumur keypti hlutinn í júní með kauprétt að eftirstandandi hlutum eigi síðar en árið 2011.

Stoðir eignast Keops

Íslenska fasteignafélagið Stoðir Group hefur tryggt sér 96,7 prósent hlutabréfa í stærsta fasteignafélagi Danmerkur á markaði, Keops, eftir því sem segir í tilkynningu frá Keops. Stoðir gerðu tilboð í félagið fyrr í sumar og var hluthöfum í Keops boðið 24 danskar krónur á hlut í félaginu eða hlutabréf í Stoðum.

Glitnir kaupir norskt fasteignafélag

Glitnir Property Holding í Noregi hefur náð samkomulagi um kaup á norska fasteignafélaginu BSA og stefna félögin að því að verða leiðandi í ráðgjöf og fjármögnun í fasteignaviðskiptum í Noregi. BSA er jafnframt með starfsemi í Þýskalandi.Eignir sameinaðra fyrirtækja nema 2,7 milljörðum evra, jafnvirði tæpra 235 milljarða íslenskra króna.

FME í Svíþjóð rannsakar innherjaviðskipti í tengslum við slaginn um OMX

Sænska Fjármálaeftirlitið hefur fundið sannanir fyrir hugsanlegum ólöglegum innherjaviðskiptum með hlutabréf í norrænu kauphöllinni OMX. Þetta kom upp við rannsókn á hinni fjandsamlegu yfirtökutilraun kauphallarinnar í Dubai á OMX. Upplýsingarnar hafa verið sendar efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar að því er segir í blaðinu The Financial Times.

Viðurkenning á fjárstyrk Existu

Exista hefur tekið 500 milljóna evra sambankalán, eða sem nemur rúmum 43 milljörðum króna, til endurfjármögnunar á eldra láni.

Rúmlega tvöfaldur hagnaður

Hagnaður Sparisjóðs Mýrasýslu nam tæpum 2,4 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins. Þetta er rúmlega tvöfalt meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra þegar hann nam 921 milljón króna.

Frekara strandhögg hjá LÍ?

Gengi hlutabréfa í Landsbankanum náði hæsta gildi frá upphafi í gær vegna orðróms á markaði um að bankinn ætli sér að kaupa írska sparisjóðinn Irish Nationwide sem er í söluferli. Markaðsvirði Landsbankans stendur í 464 milljörðum og er gengið 41,45 krónur á hlut.

LME hefur náð 43,3 prósentum

Eignarhlutur LME, eignarhaldsfélags Landsbankans, Marel og Eyris Invest, í Stork í Hollandi er nú 43,3 prósent. LME hefur markvisst aukið hlut sinn í Stork, en Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris, segir að með því sé sýnd langtímaskuldbinding gagnvart samstæðunni.

SPRON komið yfir hagnað síðasta árs

Sparisjóðurinn hagnaðist yfir tíu milljarða á fyrri hluta ársins. Hreinar rekstrartekjur þrefölduðust á milli ára en hreinar vaxtatekjur drógust saman um þriðjung.

Sjá næstu 50 fréttir