Viðskipti innlent

Fall á 90 dögum

Straumur - Burðarás fjárfestingarbanki stefnir að því auka heildartekjur sínar upp 1.250 milljónir evra, jafnvirði um 112 milljaða króna fyrir árið 2010. Þá er stefnt að því að 40 prósent starfsmanna verði konur í lok næsta árs. Þetta kom fram í kynningu Williams Fall á framtíðarmarkmiðum bankans, en bankinn hefur lækkað um níu nærri prósent frá því að hann tók við fyrir 90 dögum.

William Fall tók við stjórnartaumunum í Straumi í upphafi júnímánaðar og fram kemur í tilkynningu frá félaginu að frá þeim tíma hafi hann farið yfir innviði, skipulag og starfsemi bankans og sett markmið um framtíðarvöxt hans. Um er að ræða þriggja ára áætlun sem gerir ráð fyrir að að Straumur verði leiðandi fjárfestingarbanki í Norður- og Mið-Evrópu árið 2010.

Auk þess að auka tekjur bankans í 112 milljarða er stefnt að því að heildareignir verði 14 milljarðar evra, eða um 1260 milljarðar króna, að arðsemi eigin fjár verði að jafnaði yfir 20 prósentum og að þóknunartekjur verði til frambúðar 75 prósent af heildartekjum. Þá hyggst bankinn á næsta árinu koma á árangurstengdu launakerfi með kaupréttarsamningum fyrir alla starfsmenn bankans og að a.m.k. 40 prósent starfsmanna séu konur.

Frá því að William Fall tók við, í byrjun júní, hefur gengi hlutabréfa í Straumi lækkað um 9,2 prósent, farið úr 21,30 í 19,35 en til samanburðar hafa hinir stóru viðskiptabankarnir þrír hækkað á tímabilinu, mismikið þó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×