Viðskipti innlent

Olíuríkin ætla að framleiða meira

Olíufurstarnir hafa efni á að kveikja sér í alvöru pípum.
Olíufurstarnir hafa efni á að kveikja sér í alvöru pípum. Mynd/ AP

OPEC ríkin hafa ákveðið að auka olíuframleiðslu sína um 500 þúsund tunnur á dag til að mæta aukinni eftirspurn. Tillagan um aukninguna er komin frá Saudi Aröbum og felur hún í sér að framleiðslan verði aukin frá 1. nóvember næstkomandi. Olíuverð hefur verið á leiðinni upp í hæstu hæðir vegna frétta af því að eftirspurn væri að aukast. Þrátt að ákvörðunin hafi verið tilkynnt í dag hækkaði verð á olíu um því sem nemur 48 krónum tunnan og stóð í 5085 krónum tunnan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×